Fréttablaðið - 12.01.2013, Síða 86
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 54
„Ég er ekki viðkvæm fyrir því að eiga
afmæli en ætlaði ekkert að halda upp á
það. Börnin mín og systkini vilja hins
vegar bjóða stórfjölskyldunni í kaffi.
Ég sagði þeim að ef þau ætluðu að taka
upp á því mundi ég ekki gera hand-
tak. Ekki vaska upp einn bolla,“ segir
Magnea J. Matthíasdóttir, þýðandi og
skáld, í glettnum tón og bætir svo við:
„En þetta verður auðvitað voða gaman.
Stórfjölskyldan hittist svo sjaldan öll.
Ég á reyndar bara tvö börn en ég á sex
barnabörn og systkini mín eiga börn
og svo verða þarna móðurbræður og
föðurbræður.“
Magnea er innfæddur Reyk víkingur
úr Vesturbænum. Hún býr reyndar í
Þingholtunum núna en kveðst vera að
leggja drög að því að komast í Vestur-
bæinn aftur. „Þar búa fjögur af barna-
börnunum og svo hef ég verið að vinna
þar líka,“ segir hún til skýringar. „Við
hvað? Ég hef verið að kenna í Háskóla
Íslands. Þýðingar. Það er það eina sem
ég kann.“
Þegar nánar er grennslast kemur í
ljós að Magnea vann við prófarka lestur
í mörg ár á Mogganum og Helgar-
póstinum auk þess að fást við heima-
síðugerð um tíma – en alltaf meðfram
við þýðingar og skrif. „Ég held það
séu komin fjörutíu ár síðan ég fór að
fikta við þann fjanda. Auðvitað með
mismunandi skemmtilegt efni en mér
finnt alltaf gaman að fást við texta.“
Hún kveðst aðallega þýða úr ensku en
líka úr Norðurlandamálum, mest úr
dönsku. „Ég bjó svo lengi í Danmörku
og var þá að vinna við þýðingar fyrir
Stöð 2, aðallega talsett barnaefni.“
Skyldi Magnea ekki skálda eitthvað
líka? „Aðallega fyrir skúffuna. Ég
skrifa alltaf ljóð inni á milli og svo hef
ég eitthvað verið að fikta við prósa en
það er best að hafa sem fæst orð um
það.“
Hvaða bækur skyldi þýðandinn
svo vera með á náttborðinu? „Ég er
með dálítið blandað sett. Ég er með
Terry Pratchett og ég er með Hrika-
lega skrítnar skepnur, sem er barna-
bók, svo er ég með fræðibækur, líka
Reykjavíkurnætur Arnaldar og bókina
hennar Auðar Jóns, Ósjálfrátt, svo það
er sitt lítið af hverju.“
Að lokum berst talið aftur að fjöl-
skyldudeginum á morgun. „Ég er voða
spennt að vita hvað verður boðið upp
á en fyrst ég ákvað að vera ekki með í
undirbúningnum kemur mér það nátt-
úrlega ekkert við. Þannig að ég hlakka
bara til að láta koma mér á óvart og nýt
þess að gera ekki neitt.“ gun@frettabladid.is
Hlakka mikið til að láta
koma mér á óvart
Magnea J. Matthíasdóttir, skáld og þýðandi, verður sextug á morgun. Hún ætlar að njóta
þess að vera boðið í veislu og hitta stórfj ölskylduna en þurfa ekki að gera handtak sjálf.
AFMÆLISBARN
Mér finnst alltaf
gaman að fást við
texta,“ segir
Magnea sem
er mikilvirkur
þýðandi en fékkst
líka lengi við
prófarkalestur
á blöðum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Elskuleg systir okkar,
ÞORLEIF MARGRÉT
BENEDIKTSDÓTTIR
(LEILA GREEN)
lést á heimili sinu í Bay City, Texas,
27. desember síðastliðinn. Bálför hennar
hefur farið fram og verður jarðsett í
kirkjugarði Madagorda Town.
Karl, Jósep og Þórður Benediktssynir.
Okkar hjartans eiginmaður, faðir,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR JÓNSSON
frá Norðfirði,
til heimilis að Hallveigartröð 9,
Reykholti í Borgarbyggð,
andaðist 11. janúar á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja. Útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni
í Hafnarfirði föstudaginn 18. janúar kl. 13.00.
Edda Björk Bogadóttir
Fríða Sigurðardóttir Axel Gunnlaugsson
Jón Svan Sigurðsson Rakel Rut Valdimarsdóttir
Birgir Örn Ólafsson Helga Ragnarsdóttir
Ólafur Ragnar Ólafsson Minna Hartvigsdóttir
Kristinn Jón Ólafsson Halldóra F. Víðisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN ÞÓRHALLSDÓTTIR
Árskógum 8,
sem lést 3. janúar, verður jarðsungin frá
Seljakirkju mánudaginn 14. janúar kl. 13.00.
Guðmundur Þ. Frímannsson Margrét Pétursdóttir
Ingibjörg B. Frímannsdóttir Guðleifur Sigurðsson
Jóhann G. Frímannsson Eyja Þóra Einarsdóttir
María E. Frímannsdóttir
Alma G. Frímannsdóttir Páll Harðarson
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar innilegustu þakkir til allra sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við
andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS VALGEIRS GUÐMUNDSSONAR
Hjallastræti 32, Bolungarvík.
Sérstakar þakkir sendum við öllum þeim
sem komu að útförinni með einum eða
öðrum hætti við erfiðar aðstæður vegna veðurs, sem og
starfsfólki Sjúkraskýlisins í Bolungarvík.
Rannveig Snorradóttir
Elísabet Jónsdóttir Þór Sigurjón Ólafsson
Snorri Hildimar Jónsson Þórhildur Sigurðardóttir
Guðrún Jónína Jónsdóttir Halldór Jón Hjaltason
Lára Kristín Jónsdóttir Lúðvík Karlsson
Selma Guðmunda Jónsdóttir Guðmundur Ólafur Birgisson
Erna Jónsdóttir Þorvaldur Þorvaldsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
GARÐARS TRYGGVASONAR
Hamrahlíð 17, Reykjavík,
áður Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til hjartagáttar og
hjartadeildar Landspítalans fyrir góða
umönnun.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Kolbrún Hulda Sigurjónsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
MAGNÚS GUNNAR ERLENDSSON
Vatnsleysu, Biskupstungum,
lést mánudaginn 7. janúar á
hjúkrunarheimilinu Boðaþingi. Útförin fer
fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 17. janúar
klukkan 13.00. Þeim sem vilja minnast hans
er bent á Styrktarsjóð Duchenne samtakanna, kt. 640512-2610,
rnr. 0111-26-010315.
Þóra Katrín Kolbeins
Erlendur Björn Magnússon Sigrún Káradóttir
Hilmar Magnússon Randí Þórunn Kristjánsdóttir
Þorvaldur Magnússon Elena Kristín Pétursdóttir
Magnús Gunnar Erlendsson Fríða Hrönn Elmarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og
mágur,
MAGNÚS HAUKUR
GUÐLAUGSSON
andaðist á Hjúkrunarheimilinu
Eir hinn 10. janúar síðastliðinn.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Hanna Sigríður Magnúsdóttir Bjarni Róbert Blöndal
María Hrönn Magnúsdóttir Guðni Már Kárason
Jónína Erna Guðlaugsdóttir Ágúst Kristmanns
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
GÍSLI S. JÓNSSON
Logafold 52,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
mánudaginn 7. janúar. Jarðarförin verður
gerð frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn
16. janúar klukkan 13.00.
Simona Simonsen
Esther Gísladóttir Gunnlaugur V. Einarsson
Ingunn Gísladóttir Dan Sommer
Eva Ruth Gísladóttir Ásgeir Páll Gústafsson
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
JÓNS V. GUÐJÓNSSONAR.
Elísabet Jónsdóttir
Guðjón Jónsson Sigrún Ásta Bjarnadóttir
Hafdís Jónsdóttir Björgúlfur Andrésson
Jörundur Jóhannesson Sveinfríður Jóhannesdóttir
Hákon Jóhannesson Helga Jóhannesdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Bróðir okkar,
MATTHÍAS HJARTARSON
Austurbrún 6, Reykjavík,
lést 23. desember síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Hermann Hjartarson
Kolbrún Hjartardóttir
Elísabet G. Hjartardóttir Rune
Sveingerður Hjartardóttir
og aðrir aðstandendur.