Fréttablaðið - 12.01.2013, Page 94
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 62
Halla Bára Gestsdóttir
Gunnar Sverrisson
homeanddelicious.com
1 Kartöflulöguð aspassúpa
með tarragon-rjóma
20 g smjör
1 laukur, fínt saxaður
2 hvítlauksrif, fínt söxuð
2 stórar kartöflur, afhýddar og skornar
í teninga
½ l kjúklingasoð
400 g ferskur aspas eða góður úr dós
Salt og svartur pipar
Tarragon-rjómi
2 msk. ferskt, saxað tarragon, mega vera
aðrar kryddjurtir
1 dl sýrður rjómi
½ tsk. rifinn sítrónubörkur
2 msk. þeyttur rjómi
Byrjið á því að útbúa rjómann en
athugið að hér má sleppa tarragoni
og setja estragon eða marjoram í
staðinn. Einfaldur, þeyttur rjómi
virkar líka vel! Saxið tarragonið
smátt eða merjið í mortéli. Hrærið
saman sýrða rjómann og þann
þeytta, blandið tarragoni saman
við ásamt sítrónuberki. Hrærið vel.
Kælið þar til súpan er borin fram og
látið bragðið taka sig.
Bræðið smjörið á miðlungshita í
góðum potti. Mýkið lauk og hvítlauk
í smjörinu. Setjið kartöfluteninga
saman við. Hellið soði í pottinn.
Látið suðuna koma upp og sjóðið
í 5 mínútur. Ef notaður er ferskur
aspas þarf að snyrta af honum
trénaða enda og skera
hann í litla bita. Bætið
aspasinum saman við
súpuna og sjóðið í
aðrar 10 mínútur eða
þar til bitarnir eru mjúkir.
Smakkið til með salti
og pipar. Maukið helming
súpunnar með töfrasprota,
þannig þykknar hún. Hrærið súpuna
saman.
Berið fram með tarragon-rjómanum
en hann mýkir súpuna upp og gefur
henni kremkenndara bragð.
2 Kókoslöguð fiskisúpa
1 msk. olía
600 ml kókosmjólk
250 ml kjúklingasoð
60 ml fiskisósa
2 msk. púðursykur
600 g hvítur fiskur að eigin vali, skorinn
í 3 sm bita
Hnefafylli af grænkáli eða klettasalati
Safi úr hálfri til einni sítrónu
Soðnar hrísgrjónanúðlur, magn eftir
smekk
Ferskt kóríander til skrauts
Mauk
4 sm ferskt engifer
2 hvítlauksrif
1 ferskt, grænt chili
2 msk. ferskt kóríander
1 tsk. broddkúmen
Byrjið á því að sjóða hrísgrjóna-
núðlur skv. leiðbeiningum á
pakka. Setjið allt hráefnið
sem fer í maukið í mat-
vinnsluvél og maukið vel.
Hér getið þið minnkað
magnið af chili-inu til að
hafa maukið ekki of sterkt.
Hitið olíu í potti á meðalhita. Setjið
maukið í olíuna, hrærið í 2 mínútur
svo það hitni og taki sig í olíunni.
Hellið kókosmjólk og soði, sykri og
fiskisósu saman við og látið malla
í 5 mínútur. Setjið fiskbitana og
salatið saman við og látið malla þar
til fiskurinn er soðinn, um 3-5
mínútur. Smakkið til með
sítrónusafa. Setjið soðnar
hrísgrjónanúðlur í skál
og ausið fiskisúpunni
yfir. Berið fram.
3 Rauðrófu- og eplasúpa
500 g ferskar rauðrófur
1 stór gulrót
2 sellerístilkar
1 laukur
100 g græn epli, kjarnhreinsuð
½ rautt chili, kjarnhreinsað, má sleppa
eða minnka magn
½ rauð paprika
2 tsk. sykur
1 lárviðarlauf
2 tsk. sítrónusafi
1½ l kjúklingasoð
2 dl rjómi
Salt og svartur pipar
Sýrður rjómi
Steinselja til skrauts
Saxið grænmetið og eplin. Setjið
í pott og látið vatn rétt fljóta yfir.
Sjóðið í 15 mínútur. Sykrið og setjið
lárviðarlauf og sítrónusafa saman við
og látið sjóða í nokkrar mínútur í við-
bót áður en soðinu er hellt í pottinn.
Þá látið þið súpuna sjóða
í 30 mínútur. Maukið að
því loknu með töfrasprota
eða setjið í
matvinnsluvél af
mikilli nærgætni.
Setjið súpuna
aftur í pottinn
og smakkið til
með salti og
pipar. Hrærið
rjómann
saman við en
takið eftir að honum má sleppa.
Berið fram með sýrðum rjóma og
saxaðri steinselju.
4 Sætkartöflusúpa með beikoni
3 meðalstórar, sætar kartöflur, afhýddar
og skornar í teninga
4 msk. ólífuolía
10 sneiðar beikon, skornar í bita
2 fersk hvítlauksrif, söxuð
2 tsk. paprikuduft
1 laukur, fínt saxaður
1 l kjúklingasoð
Safi úr hálfri sítrónu
Salt og svartur pipar
Sýrður rjómi
Stökkt beikon til skrauts
Hitið ofn í 200 gráður. Veltið kartöfl-
unum upp úr 2 msk. af ólífuolíu og
bakið í ofni í 15-20 mínútur eða þar
til þær eru mjúkar. Steikið beikon
á pönnu þar til nokkuð stökkt.
Mýkið lauk og hvítlauk í 2 msk. af
olíu í góðum potti, bætið beikoninu
saman við, stráið paprikudufti yfir.
Hrærið. Hellið soðinu yfir, hrærið og
látið suðuna koma upp. Setjið sætu
kartöflurnar saman við og látið sjóða
í 10 mínútur. Maukið súpuna að því
loknu með töfrasprota, eða setjið
gætilega í matvinnsluvél. Smakkið
til með salti, pipar og sítrónusafa.
Berið fram með sýrðum rjóma og
örlitlu af stökku beikoni. Þessi súpa
er skemmtilega öðruvísi en maður á
að venjast.
SÚPUR Í VETRARKULDANUM
Eft ir jólin sækjum við í annars konar mat en yfi r hátíðirnar, meiri fi sk og grænmeti. Súpur eru gjaldgengar allt árið en þær eiga sérstaklega
vel við í vetrartíðinni. Hér eru uppskrift ir að fj órum góðum súpum þar sem sætar kartöfl ur, aspas, rauðrófur og fi skur eru uppistaðan.
1 2 3 4
BÍÓ ★★★★ ★
The Master
Leikstjórn: Paul Thomas Anderson.
Leikarar: Joaquin Phoenix, Philip
Seymour Hoffman, Amy Adams, Laura
Dern, Madisen Beaty, Amy Ferguson.
Ljósmyndarinn Freddie Quell (Joa-
quin Phoenix) er stórskemmdur
eftir herþjónustu sína í seinna
stríði og væflast úr einni vinnu í
aðra. Hann drekkur ótæpilega, er
gjarn á að lenda í slagsmálum og
eftir að hann byrlar vinnufélaga
sínum á hvítkálsbúgarði ólyfjan
tekur hann til fótanna og endar
sem laumufarþegi á snekkju hins
plebbalega Lancasters Dodd (Phi-
lip Seymour Hoffman). Með þeim
tekst mikill vinskapur, en Dodd
þessi er sjálfskipaður leiðtogi sér-
trúarsafnaðarins The Cause.
Þessi nýjasta kvikmynd fyrr-
um undrabarnsins, og nú undra-
mannsins, Pauls Thomas Ander-
son, er sögð byggja að miklu leyti
á tilurð Vísindakirkjunnar í upp-
hafi 6. áratugar síðustu aldar, en
hvergi er nafn hennar tekið fram
í myndinni. Því fer þó fjarri að
The Master deili sérstaklega á
Vísindakirkjuna umfram aðra
söfnuði. Leiðtoginn, sem í fyrstu
er vingjarnlegur og sjarmer-
andi, ber öll helstu einkenni lodd-
arans. Hann notfærir sér veik-
leika áhrifagjarns fólks, og við
þekkjum öll þessa persónu, bæði
úr sjónvarpinu og úr íslenskum
raunveruleika. Þær eru alls stað-
ar í heiminum. Þeir Phoenix og
Hoffman eru báðir ótrúlegir leik-
arar, og sennilega hefur hvorugur
þeirra verið betri en einmitt hér.
Hinn siðblindi Quell væri óþol-
andi persóna á prenti, en Phoenix
nær á undraverðan hátt að koma
á góðri tengingu við áhorfendur.
Anderson leyfir tvímenningunum
að leika sér með línurnar, þó hand-
ritið sé svo sannarlega ekkert slor,
og líkt og í fyrri myndum leikstjór-
ans er engin feimni við langar og
óklipptar senur þar sem perform-
ansinn fær að taka gott pláss.
Listræn stjórnun er af bestu
gerð og ásamt óaðfinnanlegri
kvikmyndatöku gerir hún The
Master að einni áferðarfegurstu
mynd sem lengi hefur sést. Hvert
einasta skot væri flott í ramma
uppi á vegg, en þrátt fyrir að vera
stílhrein verður myndin aldrei
steríl. Ég skil ekki hvers vegna
myndin fékk engar Óskarstilnefn-
ingar í þessum útlitsflokkum því
það hefði hún svo sannarlega átt
skilið.
Síðasti þriðjungur myndarinnar
er sá sísti en mig grunar að annað
áhorf kæmi mér á aðra skoðun.
Þannig er það allavega oft með
Anderson. Myndirnar hans batna
með hverju áhorfi, og ég fullyrði
að The Master mun verða mér
ofarlega í huga á næstu vikum og
mánuðum. Haukur Viðar Alfreðsson
NIÐURSTAÐA: Enn eitt listaverkið
frá undramanninum Anderson.
Tveir á toppnum
THE MASTER „Hvert einasta skot væri flott í ramma uppi á vegg en þrátt fyrir að
vera stílhrein verður myndin aldrei steríl.“