Fréttablaðið - 12.01.2013, Page 98
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 66
Tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir
heldur útgáfutónleika í Viðeyjar-
stofu í Viðey í kvöld. Þar kynnir
hún sína fjórðu plötu, Moment,
sem kom út fyrir jól.
„Mig langaði að gera þetta
aðeins öðruvísi og ætlaði fyrst
að halda tónleikana í stofu. En að
ná fólki út á eyju er eitthvað svo
framandi,“ segir Lára. Hún ákvað
að halda tónleikana núna, bæði
vegna þess að mjög mikið fram-
boð var af tónleikum fyrir jólin
og vegna þess að hún var í prófum
í desember. Hún er á fyrsta ári í
meistaranámi sínu í kynjafræði
við Háskóla Íslands.
Síðasta plata Láru, Surprise, kom
út 2009 og í kjölfarið vaknaði
áhugi fyrir henni erlendis. Hún
lék á tónleikum fyrir tímaritið Q
í London ásamt Amy MacDonald
auk þess að koma fram á mörg-
um tónlistarhátíðum víðs vegar
um Evrópu, þar á meðal SPOT,
Eurosonic og The Great Escape.
Lára er með tvo umboðsmenn í
London, Nick Knowles og hinn
þrautreynda Chris Morrison sem
hefur unnið fyrir Blur og Gorillaz.
Þeir eru að vinna í að koma henni á
framfæri í Evrópu en þeir eru líka
með hljómsveitina Sykur og Sóley
á sínum snærum. „Þetta gæti tekið
tíu ár þess vegna,“ segir hún og
brosir.
Fleira er að frétta af Láru því
hún er á leiðinni í brúðkaupsferð
til Taílands í febrúar. Hún gifti sig
árið 2010 og á fjögurra ára dótt-
ur með eiginmanni sínum, Arnari
Þór Gíslasyni. „Við ætlum að vera
í tvær vikur og kafa og klifra,“
segir hún og hlakkar mikið til. - fb
Með tvo umboðs-
menn í London
Tónlistarkonan Lára Rúnars heldur útgáfutónleika í
Viðey og fer einnig í brúðkaupsferð til Taílands.
SPILAR Í VIÐEY Lára Rúnarsdóttir heldur útgáfutónleika í Viðey í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Skýringar:
App fyrir Apple-tæki
App fyrir Android-tæki
App fyrir Windows
Handball 2013
Heimsmeistaramótið í handbolta
karla er hafið á Spáni. Þar keppir
landslið Íslands í B-riðli og eigum
við fyrsta leik gegn Rússum í dag.
Spánverjarnir, sem halda mótið
í ár, virðast vera með tæknimálin
á hreinu því þeir hafa gefið út app
fyrir mótið í ár sem heitir einfald-
lega Handball 2013. Þar má skoða
allar upplýsingar um mótið og jafn-
vel finna keppnishallirnar á korti.
Þetta verður örugglega þarfaþing
þegar úrslitin fara að ráðast í
riðlakeppninni og hvert einasta
mark skiptir máli. Þá er hægt að
vera með allar upplýsingar á reiðum
höndum þegar kemur að því að átta
sig á því hversu mörg mörk Ísland,
eða aðrar þjóðir, þurfi til að komast
í úrslitin.
APP VIKUNNAR
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
SUMT MÁ
HELST EKKI
VANTA!
Íslensk getspá er öflugur ba
khjarl
íþrótta- og ungmennafélags
hreyfingarinnar
og öryrkja á Íslandi.
Allir vinna þegar þú tekur
þá
Leyfðu þér s má Lottó.
LOTTÓRÖÐIN HÆKKA
R
Vegna verðlagsþróunar und
anfarinna ára
hefur Lottóröðin hækkað og
kostar nú 130 kr.
Sú hækkun skilar sér að sjá
lfsögðu í hækkun
vinninga í öllum vinningsflo
kkum.
tt.
Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusamba
nds Íslands,
Öryrkjabandalags Íslands og Ungmennafélags Ísla
nds.