Fréttablaðið - 12.01.2013, Síða 98

Fréttablaðið - 12.01.2013, Síða 98
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 66 Tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir heldur útgáfutónleika í Viðeyjar- stofu í Viðey í kvöld. Þar kynnir hún sína fjórðu plötu, Moment, sem kom út fyrir jól. „Mig langaði að gera þetta aðeins öðruvísi og ætlaði fyrst að halda tónleikana í stofu. En að ná fólki út á eyju er eitthvað svo framandi,“ segir Lára. Hún ákvað að halda tónleikana núna, bæði vegna þess að mjög mikið fram- boð var af tónleikum fyrir jólin og vegna þess að hún var í prófum í desember. Hún er á fyrsta ári í meistaranámi sínu í kynjafræði við Háskóla Íslands. Síðasta plata Láru, Surprise, kom út 2009 og í kjölfarið vaknaði áhugi fyrir henni erlendis. Hún lék á tónleikum fyrir tímaritið Q í London ásamt Amy MacDonald auk þess að koma fram á mörg- um tónlistarhátíðum víðs vegar um Evrópu, þar á meðal SPOT, Eurosonic og The Great Escape. Lára er með tvo umboðsmenn í London, Nick Knowles og hinn þrautreynda Chris Morrison sem hefur unnið fyrir Blur og Gorillaz. Þeir eru að vinna í að koma henni á framfæri í Evrópu en þeir eru líka með hljómsveitina Sykur og Sóley á sínum snærum. „Þetta gæti tekið tíu ár þess vegna,“ segir hún og brosir. Fleira er að frétta af Láru því hún er á leiðinni í brúðkaupsferð til Taílands í febrúar. Hún gifti sig árið 2010 og á fjögurra ára dótt- ur með eiginmanni sínum, Arnari Þór Gíslasyni. „Við ætlum að vera í tvær vikur og kafa og klifra,“ segir hún og hlakkar mikið til. - fb Með tvo umboðs- menn í London Tónlistarkonan Lára Rúnars heldur útgáfutónleika í Viðey og fer einnig í brúðkaupsferð til Taílands. SPILAR Í VIÐEY Lára Rúnarsdóttir heldur útgáfutónleika í Viðey í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Skýringar: App fyrir Apple-tæki App fyrir Android-tæki App fyrir Windows Handball 2013 Heimsmeistaramótið í handbolta karla er hafið á Spáni. Þar keppir landslið Íslands í B-riðli og eigum við fyrsta leik gegn Rússum í dag. Spánverjarnir, sem halda mótið í ár, virðast vera með tæknimálin á hreinu því þeir hafa gefið út app fyrir mótið í ár sem heitir einfald- lega Handball 2013. Þar má skoða allar upplýsingar um mótið og jafn- vel finna keppnishallirnar á korti. Þetta verður örugglega þarfaþing þegar úrslitin fara að ráðast í riðlakeppninni og hvert einasta mark skiptir máli. Þá er hægt að vera með allar upplýsingar á reiðum höndum þegar kemur að því að átta sig á því hversu mörg mörk Ísland, eða aðrar þjóðir, þurfi til að komast í úrslitin. APP VIKUNNAR F ÍT O N / S ÍA SUMT MÁ HELST EKKI VANTA! Íslensk getspá er öflugur ba khjarl íþrótta- og ungmennafélags hreyfingarinnar og öryrkja á Íslandi. Allir vinna þegar þú tekur þá Leyfðu þér s má Lottó. LOTTÓRÖÐIN HÆKKA R Vegna verðlagsþróunar und anfarinna ára hefur Lottóröðin hækkað og kostar nú 130 kr. Sú hækkun skilar sér að sjá lfsögðu í hækkun vinninga í öllum vinningsflo kkum. tt. Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusamba nds Íslands, Öryrkjabandalags Íslands og Ungmennafélags Ísla nds.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.