Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2013, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 12.01.2013, Qupperneq 110
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 78 „Ef Arnold gat orðið ríkisstjóri, get ég orðið for- seti.“ Hollywood- leikarinn Tom Cruise tjáir sig um framtíðarplön- in í nýútkomnu bókinni Going Clear: Scientology, Hollywood and the Prison of Belief. MEÐ TONN AF BÚNAÐI Raftónlistarmaðurinn Squarepusher kemur hingað til lands með rúmlega tonn af búnaði vegna tónleika sinna á Sónar-hátíðinni sem verður haldin í Hörpu um miðjan febrúar. Við þennan búnað bætist svo stærsti ljósaskjár sem til er á Íslandi sem verður settur upp í Silfur- bergi. Sökum umfangs munu Squarepusher og aðstoðarmenn mæta fyrr til Íslands en fyrirhugað var. - fb ÁRNI TILNEFNDUR TIL BRIT Bassaleikarinn Árni Hjörvar Árnason og félagar hans í bresku rokksveitinni The Vaccines hafa verið tilnefndir til Brit-verðlaunanna sem verða afhent í London 20. febrúar. Þeir eru tilnefndir sem besta breska tónleikasveitin og eru þar í flokki með ekki ómerkari böndum en The Rolling Stones, Coldplay, Muse og Mumford and Sons. The Vaccines hefur einu sinni áður verið tilnefnd til Brit-verðlaunanna, eða á síðasta ári í flokknum besti breski nýliðinn. Þá bar Ed Sheeran sigur út býtum. - fb „Þetta er mjög flottur samningur sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur,“ segir framkvæmda- stjóri framleiðslufyrirtækisins Caoz, Arnar Gunnarsson. Fyrirtæk- ið mun sjá um gerð nýrrar teikni- myndaseríu um norska skipið Elías. Um er að ræða tveggja ára samning sem hljóðar upp á 52 teiknimyndaþætti um litla björg- unarskipið Elías. Caoz sér um alla framleiðslu og tekur þátt í endur- sköpun á efni þáttanna að einhverju leyti. Arnar er mjög ánægður með fyrirætlað samstarf. „Norska fyrir- tækið Animando kom hingað til lands til að skoða aðstæður fyrir tilstuðlan Film in Iceland sem er rekið af Íslandsstofu. Þeir komust í samband við okkur og leist vel á,“ segir Arnar. Vinnan við þættina hefst á næstu mánuðum. Um þrjátíu ný störf skapast hjá fyrirtækinu við gerð seríunnar og því um mikil uppgrip að ræða. Arnar segir reynslu fyrirtækisins við gerð teiknimyndarinnar um Þór hafa hjálpað til við að tryggja sér þetta verkefni, en sú teiknimynd hefur farið sigurför um heiminn. Samkvæmt norskum miðlum hljóðar fjárhagsáætlun þessarar nýju seríu um Elías upp á um 44 milljónir norskra króna. „Þetta er lyftistöng fyrir okkur og á eftir að styrkja bransann hér á Íslandi enn frekar.“ Hollywood-fyrirtækið Jim Hen- son Company hefur svo keypt dreif- ingarréttinn á Elíasi en fyrir tækið er einna þekktast fyrir að eiga heiðurinn af Prúðuleikaraþáttun- um. Þættirnir um Elías eru þekktir barnaþættir í Noregi þar sem vin- sældum hans er líkt við hinn þekkta Einar Áskell. Arnar segir teng- inguna við Hollywood opna margar dyr fyrir Caoz. „Jim Henson Comp- any er tengt Disney-fyrirtækinu svo þetta er flott tækifæri. Þór opnaði margar dyr fyrir okkur og þetta samstarf gerir það enn frekar.“ alfrun@frettabladid.is Caoz aðstoðar skipið Elías til Hollywood Íslenska kvikmyndafyrirtækið Caoz hefur hafi ð samstarf við norska fyrirtækið Animando AS um gerð teiknimyndaseríu um skipið Elías. Opnar margar dyr fyrir íslenska teiknimyndagerð að sögn framkvæmdastjórans, Arnars Gunnarssonar. FLOTTUR SAMNINGUR Arnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri kvikmyndafyrirtækis- ins Caoz, er ánægður með samninginn um norsku teiknimyndina Elías sem skapar um 30 ný störf hjá fyrirtækinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ■ Björgunarskipið Elías er barnaefni eftir Alf Knutsen og Sigurd Slåttebrekk. ■ Fyrsta bókin kom út árið 1998. ■ Fyrsta serían fór í loftið á barnastöð- inni TV2 Junior árið 2005. ■ Tvær bíómyndir hafa verið gerðar um Elías: Elías og kóngaskipið árið 2007 og Elías og gull hafsins árið 2010. ■ Frumsýning nýju seríunnar er áætluð vorið 2014. ■ Kvikmyndafyrirtækið Caoz hefur gert teiknimyndirnar Þór, Litlu lirfuna ljótu, Önnu og skapsveiflurnar og teiknimynd um Egil Skallagrímsson. ■ Þór sló í gegn um allan heim á síðasta ári og er hún langtekjuhæsta íslenska kvikmyndin sem gerð hefur verið með yfir einn milljarð í miðasölutekjur. Teiknimyndaserían Elías HEIMSÓTTU SJÁLFBOÐALIÐA Borgarfulltrúar í Reykjavík eru annasamt fólk. Fulltrúarnir gerðu til að mynda víðreist í gær og heimsóttu nokkur sjálfboðaliðasam- tök til að fræðast um störf þeirra. Fyrst á heimsóknalistanum hjá Gísla Marteini Baldurssyni, Elsu Yeoman og félaga var Mæðrastyrksnefnd, svo var haldið til Stígamóta og að lokum var skrifstofa Landsbjargar í Skógarhlíð heimsótt. Heimsóknirnar voru gerðar í tilefni af alþjóð- legum degi sjálfboðaliða, sem reyndar var í desember síðast- liðnum. - þeb Þorrablót Þorrablót Félags Þingeyinga í Reykjavík og nágrenni verður haldið í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi laugardaginn 26. janúar 2013. Ekki laugardaginn 19. janúar eins og auglýst var í síðasta Fréttabréfi. Húsið opnar kl. 19.00, Glæsileg dagskrá Verð kr: 5.500.- Magnús Kjartansson og félagar spila fyrir dansi Upplýsingar og miðapantanir: Alma 897 8722 hervora@hi.is Benedikt 843 1291 bennilund@gmail.com, og Guðný 892 5660 timbur@mmedia.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.