Fréttablaðið - 16.12.2015, Side 6

Fréttablaðið - 16.12.2015, Side 6
Voðaverkin eru enn að koma í ljós Gráta tuttugu ára gömul afbrot Tárvotar konur fylgjast með uppgreftri úr fjöldagröf í Kozluk í Bosníu, skammt frá bænum Srebrenica þar sem um 8.000 manns voru myrtir árið 1995. Fréttablaðið/EPa Óveður Tilkynningar sem borist hafa stóru tryggingafélögunum þremur, VÍS, Sjóvá og Trygginga- miðstöðinni, vegna óveðursins á mánudagskvöld í síðustu viku eru farnar að nálgast 300. Flestar tilkynningarnar bárust VÍS. Allir búast við að talan eigi enn eftir að hækka. Björn Friðrik Brynjólfsson, upp- lýsingafulltrúi VÍS, segir að tilkynn- ingar til þeirra séu farnar að nálgast 200. Um 170 tilkynningar eru vegna eignatjóns, en þar fyrir utan um 20 tilkynningar vegna tjóns á öku- tækjum. Hann segir að fólk sé seint að taka við sér og senda inn tilkynn- ingar. Ástæðurnar séu margvíslegar. „Í sveitunum er þetta oft tjón á úti- húsum,“ segir Björn. Bændur byrji þá á því að dytta að sjálfir og skoði svo skemmdirnar betur síðar meir og sendi inn tilkynningar. Sigurjón Andrésson hjá Sjóvá segir að tilkynningarnar berist smátt og smátt. „Það eru um 70 tjón sem hafa verið tilkynnt til okkar. Það er ekkert mjög stórt tjón sem hefur verið tilkynnt til okkar,“ segir Sigurjón. Þetta séu mest allt rúður og foktjón, þakkantar og fleira. „Þetta eru einhverjir tugir milljóna en ekkert mjög stórt,“ segir hann. Tjónið hafi verið mest á suður- ströndinni. Tryggingamiðstöðinni bárust svo á milli 50 og 60 tilkynningar, einnig mest á Suðurlandi og í Vest- mannaeyjum. Matið núna bendi til þess að bótaskylt tjón nemi um 40 milljónum. „Það fór betur en á horfðist,“ segir Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir hjá TM. Hún tekur fram að flestar tilkynningar sem bárust hafi verið vegna lekamála. Það séu óbótaskyld tjón sem hafi orsakast af því að fólk hafði ekki hugað að því að opna fyrir niður- föll og moka af svölum, húsþökum og öðru slíku. Mikilvægt sé að hafa þetta í huga núna þegar búist er við því að það hláni mikið á næstu dögum. Það sé enn hægt að koma í veg fyrir tjón. „Það er um að gera að hvetja fólk til þess að komast hjá því að lenda í því. Þetta voru flest málin sem tengdust óveðrinu síðast. Mál sem voru utan trygginga,“ segir hún. Hún segir að nákvæmara tjóna- mat eigi eftir að fara fram á stærri málum. En stærstu málin séu fok í Vestmannaeyjum þar sem þakið fór og svo söluskáli sem eyðilagðist við Skógafoss. jonhakon@frettabladid.is Enn er hægt að koma í veg fyrir tjón Tilkynningar til tryggingafélaga vegna tjóns í óveðrinu sem gekk yfir landið í byrjun síðustu viku eru komnar yfir þrjú hundruð. Kostn- aður hleypur á tugum milljóna króna. Búist við því að fleiri tilkynningar berist þegar fram í sækir. Mikilvægt að búa sig undir hlánun. Óveðrið var verst á suðurströndinni og var mikið tjón við Seljalandsfoss, þar sem söluskúr sprakk. Fréttablaðið/Friðrik ÞÓr sveitarstjÓrnir Anna Ipsen, hjúkr- unarforstjóri HSU í Laugarási, segir póstnúmer í héraðinu vera „ómögu- leg“ og vill að Bláskógabyggð verði öll í póstnúmerinu Laugarvatn 840 í stað þess að vera í 801. Þetta kemur fram í bréfi Önnu til sveitarstjóra Bláskógabyggðar þar sem hún kveðst einnig ætla að leggja til við Grímsnes- og Grafn- ingshrepp að að sveitarfélagið verði í póstnúmerinu 840 Laugarvatn. Þá vilji hún að Skeiða- og Gnúp- verjahreppur sæki um að vera í póstnúmerinu 845 Flúðir. „Þeir sem skráðir eru í 801 eru skráðir í heilsugæslunni á Selfossi og mikil handavinna að laga það,“ er meðal óþæginda sem hjúkrunar- forstjórinn nefnir af núverandi póst- númerakerfi þar sem 801 nær frá Selvogi og upp alla Árnessýslu. – gar Forstjóri vill í annað póstnúmer Orkumál Landsnet og hugbúnaðar- fyrirtækið Kolibri gerðu í gær sam- komulag um þróun nýs hugbúnaðar sem mun gera Landsneti kleift að selja umframraforku á raforkuneti sínu í rauntíma. „Það er nauðsynlegt fyrir okkur að framleiðsla og notkun raforku sé í sem mestu jafnvægi því við getum ekki geymt raforku. Fram- boð og eftir spurn í raforkukerfinu er breytileg frá einni viku til ann- arrar og alltaf einhver frávik frá áætlunum,“ segir Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunar- sviðs Landsnets. Jafnframt segir hún svokölluðum reglunaraflsmarkaði haldið úti þar sem framleiðendur og kaupendur geta lagt fram tilboð um að auka við sig eða draga úr framleiðslu. – þea Þróa hugbúnað fyrir raforkusölu Guðmundur ingi Ásmundsson, forstjóri landsnets, og Pétur Orri Sæmundsen, stjórnarformaður kolibri, handsala samkomulagið. Mynd/landSnEt Það eru um 70 tjón sem hafa verið tilkynnt til okkar. […] Þetta eru einhverjir tugir milljóna en ekkert mjög stórt, Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri á deild markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá evrÓpusambandið Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins lagði í gær fram tillögu þess efnis að leggja niður Landamærastofnun Evrópu, oft kölluð FRONTEX, og koma þess í stað á fót nýrri stofnun, Evrópsku landamæra- og landhelgisgæsl- unni. Í tillögunni kemur fram að fastir starfsmenn nýju gæslunnar skuli vera um þúsund talsins en fastir starfsmenn FRONTEX eru nú um 350. Þá myndu einnig um 1.500 landamæraverðir aukalega vera til taks ef þess gerðist þörf. Einnig myndi nýja gæslan vera frábrugðin FRONTEX að því leyti að landamæraverðir hennar hefðu rétt á að taka völdin á landamær- um Evrópusambandsríkja án þess að þurfa leyfi viðkomandi ríkis hverju sinni. Gífurlegur fjöldi flóttafólks, einkum frá Sýrlandi, hefur undan- farna mánuði flætt inn fyrir landa- mæri Evrópusambandsins. Hefur ástandið á ytri landamærum sam- bandsins valdið töluverðum titr- ingi innan þess. Þá urðu hryðjuverkaárásirnar á París til þess að ákveðið var að herða landamæraeftirlit innan Schengen-samstarfsins. Í tilkynningu framkvæmda- stjórnarinnar í gær er haft eftir varaforseta framkvæmdastjórnar- innar, Frans Timmermans, að nýja gæslan myndi taka völdin á landa- mærum í undantekningartilvikum, þegar sambandsríki réðu ekki við stöðuna. „Þetta verður öryggisnet sem, líkt og öll öryggisnet, við vonum að við kæmum aldrei til með að nota. En það er nauðsynlegt til að endurreisa trúverðugleika landamæraeftirlits okkar,“ segir Timmermans. – þea Evrópusambandið hyggst stórefla landamæraeftirlit Þetta verður ör- yggisnet sem, líkt og öll öryggisnet, við vonum að við komum aldrei til með að nota. En það er nauðsynlegt til að endurreisa trúverðug- leika landamæraeftirlits okkar. Frans Timmer­ mans, varaforseti framkvæmda­ stjórnar Evrópusam­ bandsins 1 6 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m i ð v i k u d a G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.