Fréttablaðið - 16.12.2015, Síða 22
JólablaðNettó er komiðút!GÓÐ GJÖF FYRIR ALLA
Gjafakort Nettó
Í ljósi umfjöllunar sem verið hefur
um ofbeldi í garð fatlaðra kvenna
hef ég velt því fyrir mér hvort þú,
lesandi góður, munir trúa mér,
þegar þú áttar þig á því að ég er
kona með þroskahömlun. Er þessu
virkilega háttað svona í okkar sam-
félagi?
Eygló Harðardóttir félagsmála-
ráðherra hafði samband við Átak,
félag fólks með þroskahömlun, þar
sem ég er formaður, til að spyrja
okkur hvað best væri að gera til að
verjast svona ofbeldi. Við sögðum
við hana að það besta sem gert
væri, væri að hlusta á okkur og trúa
okkur. Veita okkur vettvang til þess
að fá að segja okkar sögu, okkar sýn
og okkar skoðun.
Þetta mál stendur okkur nærri og
við viljum segja frá, segja frá upp-
lifun okkar af dökku hliðum sam-
félags okkar, sem allt of lengi hefur
verið horft fram hjá.
Stundum þurfum við sérúrræði
en þá eigum við rétt á að fá þá
þjónustu sem sveitarfélögin eiga
að veita okkar. Það er ekki réttlátt
að ég þurfi alltaf að borga fyrir auka
þjónustu ef mig langar í frí.
Það er í hlutverki sveitarfélaga
að veita þá stuðningsþjónustu sem
mig vantar vegna minnar fötlunar
og það er hlutverk ráðherra að hafa
eftirlit með því að sveitarfélagið
mitt sé að sinna þessari þjónustu.
Hvað þá um þá, sem ekki geta
tjáð sig um eða varið sig fyrir
ofbeldi vegna fötlunar sinnar.
Eiga þeir ekki skilyrðislaust rétt
á almennilegri þjónustu sem þeir
treysta?
Væri ekki betra að það væri sá
sem þekkir til viðkomandi, sá sem
þjónustar hann alla hina dagana,
sem væri að veita þjónustu í fríinu.
Af hverju þarf þjónustan að fara
í frí líka og senda mig í þjónustu
sem ég greiði úr eigin vasa? Þjón-
ustu sem enginn hefur eftirlit með
og þekkir ekki til minna þarfa. Við
eigum að geta valið hvert við förum
og með hverjum. Það ættu að vera
sjálfsögð mannréttindi.
Mannréttindi mín eru ekki frekja
Mannréttindi mín eru ekki sér-
tæk eða frekja um að fá eitthvað
umfram aðra. Þau snúast um það,
eins og segir í samningi Sameinuðu
þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,
að ég hafi jafnan rétt á við aðra í
samfélaginu að gera það sem mig
langar til.
Að fara í frí er eitt af því, sem mig
langar að sé í boði fyrir mig.
Að yfirvöld hlusti á mig þannig
að óprúttnir aðilar séu ekki að mis-
nota sér stöðu fatlaðs fólks til að
lokka það til sín með gylliboðum
og hafa það að féþúfu með ónógri
þjónustu.
Að yfirvöld tryggi mér aðgang að
réttarkerfinu og trúi mér, þannig að
þeir sem slíkt gera fái viðeigandi
refsingu, eru þau mannréttindi sem
óskað er eftir.
Við þurfum stuðning við að
koma okkar málflutningi á fram-
færi. Ekki af því að við erum ekki
góð í því að tala, heldur vegna þess
að upplýsingarnar sem við þurfum
til að taka upplýsta ákvörðun eru
ekki aðgengilegar fyrir alla, bara
suma.
Ég tel því að kominn sé sá tími,
að hætt verði að tala um okkur og
farið verði að tala við okkur.
Trúið okkur fyrir lífsgæðum
okkar, styðjið okkur í að vera fagleg
og trúið okkur þegar við segjum frá,
meira biðjum við ekki um.
Trúir þú mér?
Athugasemd til Halldórs Auðar Svanssonar Fbl. 11.12.Mig langar til að benda þér
á aðra nálgun viðfangsefnisins sem
mér finnst vera í senn lýðræðislegri
og frjálslegri en sú sem Píratar fylgja.
Ástæðan er sú að mér sýnist sú leið
lenda í ógöngum sem á að forða fólki
frá þeim óþægindum að þurfa að
velja í jafn viðkvæmum málum sem
trúarefnum.
Nú er það aldrei nema satt að
fátt skilgreinir samfélagshópa meir
en trúarbrögð. Þau skapa grunn að
almennum viðhorfum. Þess vegna
sýnast svo mörg átök í heiminum
vera á milli trúarsamfélaga þegar
þau eru í raun hagsmunabarátta
menningarheilda. Við þurfum því
allra mest á umburðarlyndi að halda,
þurfum öll að læra það og ættum að
álíta það eðlilegt að þjóðfélagshópar
séu á ýmsan hátt ólíkir og eigi rétt
á sínu félagslífi svo fremi sem það
meiðir engan. Baráttan fyrir jöfnuði
helst svo í hendur við þetta og stefnir
að sömu tækifærum fyrir alla.
Þetta verður fyrst að kenna í skól-
anum og það verður ekki gert með
því að fela fjölbreytnina. Nær er að
hampa henni og hylla ólíka menn-
ingartjáningu. Jólahald í okkar
menningu er aðeins kristið. Vissu-
lega er mönnum frjálst að nota orðið
eins og það vill, en við erum að tala
um Kristsmessu sem á sér djúpar
rætur í samfélaginu og menningu
þjóðarinnar. Við gerum engum
greiða með því að reyna að afhelga
hana, búa til einhverja útþynnta
súpu sem allir geti etið og jólasveina-
jól Þjóðminjasafnsins eru ekkert
hlutlausari í sjálfu sér en litlujólin í
kirkjunni.
Þeir fari í kirkju sem vilja
Náttúrujólin, vetrarsólhvörfin eru
einu hlutlausu jólin í raun og bæra
streng í hverju hjarta. Dagamun geta
menn gert sér hvenær sem er og ekki
óeðlilegt að trúlaust fólk noti jólin til
þess þar sem almennir frídagar bjóða
upp á það. En skólinn, skólayfirvöld
og stjórnvöld ættu að hylla fjölmenn-
inguna og einnig með þeim hætti að
gefa kristnum rúm fyrir sitt jólahald
og öðrum trúarhópum fyrir sínar
hátíðir, hvort sem þeir eru margir
eða fáir. Kennum börnunum að bera
virðingu fyrir og telja hið sjálfsagð-
asta mál að það hafi ekki allir sömu
hátíðir, hátíðasiði og menningar-
tjáningu yfirleitt – og það sé bara fínt.
Þannig fara þeir í kirkjuferð sem
það vilja, aðrir láta það vera en fara
í staðinn eitthvað annað, jafnvel á
öðrum tíma árs. Sumir fara ekki neitt.
Valið þarf þá ekki að vera nein kvöl,
heldur eðlileg hegðun menningar-
heildar hvort hún er stór eða smá.
Þjóðkirkjan þarf þá heldur ekki að
vera tekin fyrir sérstaklega né á hana
eytt svo mörgum orðum sem þú virð-
ist hafa þurft að gera í grein þinni.
Ef við leyfum frjálsræðinu og fjöl-
breytninni að ríkja lendum við síst í
vandræðum, en þegar við ætlum að
fara að stjórna svona hegðun með
tilskipunum lendum við í vanda og
af því er raunar kunnuglegt óbragð
sem kirkjan fyrir sitt leyti vill öllum
fremur venja sig af.
Um kirkjuferðir
barna
Í haust ritaði Gunnlaugur H. Jónsson nokkrar greinar í Fréttablaðið um nýtingu jarð-
hita. Þar hafa komið fram ýmis
atriði sem eru byggð á vafasöm-
um forsendum og leiða til rangra
ályktana. Í þessari grein er fjallað
um hvort taka skuli stóra eða smáa
áfanga við virkjun jarðhitasvæða.
Ástæða þess að þetta er álita-
mál er sú að jarðhitaauðlindin er
að mestu hulin augum okkar ofan
í jörðunni. Öndvert við vatns-
og vindorku fást upplýsingar
um hana aðeins með óbeinum
mælingum frá yfirborði og með
vinnsluprófunum á borholum.
Áður en til vinnslu jarðhita kemur
er takmarkað vitað um hver sjálf-
bær vinnslugeta viðkomandi jarð-
hitasvæðis er. Hún fæst eingöngu
með því að láta reyna á svæðið
með vinnslu. Með vinnslugetu er
átt við hve mikla orku má vinna að
meðaltali á ári úr jarðhitasvæðinu.
Sérfræðingar ÍSOR mæla almennt
með því að jarðhitasvæði séu
virkjuð í hæfilega stórum áföngum
vegna þessarar óvissu. Vandinn er
að meta fyrirfram hvað er hæfilega
stór áfangi til að vinnsla reynist
sjálfbær og hagkvæm er fram í
sækir.
Það getur hvort sem er reynst
óhagkvæmt að virkja í of stórum
eða í of smáum áföngum. Ef við
vanmetum sjálfbæra vinnslugetu
jarðhitasvæðis í upphafi gæti það
leitt til þess að mannvirki og lagnir
yrðu of smá og stækka þyrfti þau
fljótlega. Þannig gæti til dæmis
vanmat á vinnslugetu leitt til þess
að tuga kílómetra aðveituæð fyrir
heitt vatn yrði of grönn og gæti
ekki flutt þá orku sem til staðar
er og þörf væri fyrir. Þá þyrfti
fljótlega að leggja nýja lögn og
kostnaðurinn við tvær lagnir yrði
væntanlega miklu meiri en fyrir
eina heldur víðari lögn í upphafi.
Ef við á hinn bóginn ofmetum
vinnslugetuna í byrjun gæti það
leitt til þess að virkjað yrði í of
stórum áföngum sem leiddi af sér
offjárfestingu og óhagkvæmni.
Vegna eðlis jarðhitakerfa er
venjulega hægt að vinna mun
meiri orku úr þeim fyrstu árin
eða áratugina en nemur sjálfbærri
vinnslugetu til langs tíma. Ef það
er gert þarf að draga úr vinnslunni
síðar og jafnvel þannig að vinnsla
þyrfti um skeið að vera minni en
sjálfbær vinnsla til langs tíma yrði
annars. Það getur auðvitað þýtt að
fjárfest yrði meira í mannvirkjum
en nauðsynlegt er fyrir langtíma-
vinnslu. Það þarf hins vegar ekki
endilega að vera óhagkvæmt að
gera það. Markaðsaðstæður, svo
sem orkuþörf og verð orkunnar,
gætu vel gert það hagkvæmt að
virkja stærra en nemur sjálfbærri
vinnslugetu. Þeir sem þekkja til
fjárhags- og arðsemisáætlana
þekkja það.
Ágeng vinnsla
Gunnlaugur tók dæmi í einni
greina sinna um það sem hann
taldi skynsamlega nýtingu jarð-
hita. Hann segir að Hitaveita
Reykjavíkur hafi á árum áður
virkjað nokkur jarðhitasvæði og
nýtt „þau skynsamlega hvert fyrir
sig að mörkum nýtanlegs afls“
og ekki hafi verið ráðist í virkjun
Nesjavalla fyrr en fullreynt var að
virkjað afl var ekki lengur nægjan-
legt. Þetta er ekki rétt. Þvert á móti
ákvað Reykjavíkurborg af fjárhags-
legum og stjórnmálalegum ástæð-
um að nýta umrædd jarðhitasvæði
með ágengum hætti um árabil til
þess að fresta framkvæmdum á
Nesjavöllum.
Afleiðingarnar voru mjög vax-
andi þrýstifall á jarðhitasvæðinu
í Mosfellssveit, kólnun á vatninu
sem dælt var úr Elliðaársvæðinu
og loks vaxandi saltmengun í jarð-
hitasvæðinu á Laugarnesi. Þegar
Nesjavallavirkjun komst í gagnið
var dregið úr vinnslu á ofangreind-
um jarðhitasvæðum, þau jöfnuðu
sig á nokkrum árum og eru nú nýtt
með sjálfbærum hætti. Þetta dæmi
sýnir einmitt að nýta má jarðhita-
svæði með ágengum hætti um
skeið ef fjárhagsleg rök standa til
þess.
Það er illmögulegt að skaða jarð-
hitasvæði með ágengri vinnslu,
hvað þá heldur að tæma orku-
lindina. Ágeng nýting getur þó
venjulega aðeins staðið í stuttan
tíma, kannski í fáein ár. Þeir sem
taka ákvörðun um ágenga nýtingu
verða því að gera sér grein fyrir
áhættunni sem tekin er og vera
meðvitaðir um að það muni þurfa
draga úr orkuframleiðslunni eða
stækka nýtingavæðið er fram líða
stundir.
Þungamiðjan í þessu öllu er að
ekki ætti að byggja virkjanir út frá
óskhyggju eða fordómum heldur
ættu allar ákvarðanir að hvíla á
þekkingu sem aflað er með ítar-
legum rannsóknum, ábyrgð í
umhverfismálum, vönduðum hag-
kvæmniútreikningum og þörfum
þjóðfélagsins.
Virkjun jarðhita í stórum
eða litlum áföngum
Aileen Soffía
Svensdóttir
formaður Átaks,
félags fólks með
þroskahömlun Mannréttindi mín eru ekki
sértæk eða frekja um að
fá eitthvað umfram aðra.
Þau snúast um það, eins og
segir í samningi Sameinuðu
þjóðanna um réttindi fatlaðs
fólks, að ég hafi jafnan rétt
á við aðra í samfélaginu að
gera það sem mig langar til.
Ekki ætti að byggja virkjanir
út frá óskhyggju eða fordóm-
um heldur ættu allar ákvarð-
anir að hvíla á þekkingu.
Ólafur G. Flóvenz
forstjóri ÍSOR
Kennum börnunum að bera
virðingu fyrir og telja hið sjálf-
sagðasta mál að það hafi ekki
allir sömu hátíðir, há tíða siði
og menningartjáningu yfir-
leitt – og það sé bara fínt.
Jakob Ágúst
Hjálmarsson
eftirlaunaprestur
1 6 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I K U d A G U r22 s K o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð