Fréttablaðið - 16.12.2015, Side 34
Fólk| ferðir
fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala
og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir | Sölumenn: Atli Bergmann,
atlib@365.is, Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, Jóhann Waage, johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is
sem notað verður á laugardag þegar
keppnin fer fram.
Arna hafði ekki langan tíma til að
undirbúa sig fyrir ferðina þar sem stutt
er síðan Ungfrú Ísland var haldin hér á
landi. „Ég hafði tvo mánuði til að undir-
búa mig og hef notað allan þann tíma
vel,“ segir hún.
DraUMUr Í laUMi
Þegar hún er spurð hvort það sé gamall
draumur að rætast að taka þátt í þess-
ari keppni, játar hún því. „Já, svona í
laumi. Ég hafði alltaf áhuga en talaði
aldrei um það. Svo þetta er gamall
draumur að rætast en fáir vita það.“
Arna Ýr var aðeins tíu ára þegar
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir var kjörin
Miss World árið 2005 eða fyrir tíu árum.
Arna segist muna vel eftir þeirri stundu.
„Ég sá ekki sólina fyrir henni. Hugsan-
lega kveikti sú upplifun áhuga minn á
Miss World,“ segir Arna sem verður á
stífum æfingum í Sanya næstu daga.
„Það eru spennandi dagar fram undan,
fullir af spenningi, þreytu en samt gleði
og hamingju.“
HVar Verða Jólin?
Ef Arna kemst í úrslit, það er topp
fimm, þarf hún hugsanlega að vera viku
lengur í Kína eftir að keppni lýkur. Þá
þarf hún að halda jólin þar. Henni er
sama um það. „Jólin koma alltaf aftur
en þessi einstaka lífsreynsla er eitthvað
sem ég ætla að taka með mér hvert sem
ég fer og njóta meðan á henni stendur,“
segir hún. Ef hún kemst ekki áfram
getur hún notið jólanna heima í faðmi
fjölskyldunnar. Hins vegar er aldrei
að vita hvaða tækifæri bjóðast í fram-
tíðinni. „Það hefur ýmislegt breyst í lífi
mínu eftir að ég hlaut titilinn Ungfrú
Ísland, til dæmis þessi ferð til Kína. Ég
hef kynnst yndislegu fólki, 120 stúlkum
frá mismunandi menningarheimum en
sjálf hef ég ekkert breyst. Ég vil halda í
það sem ég geri og mín framtíðarplön,“
segir Arna en hún kom mjög vel út úr
svokölluðu dómaraviðtali. „Nú er bara
að gera mitt besta á sviðinu og njóta.“
Þess má geta að Linda Pétursdóttir,
Miss World 1988, er dómari í þessari
keppni og því stödd í Sanya ásamt dótt-
ur sinni, Ísabellu. Keppnin verður sýnd
í beinni útsendingu á laugardag en talið
er að rúmlega milljarður manna fylgist
með henni. Sex fyrrverandi Miss World
stúlkur eru meðal dómara.
gOTT gengi
Íslendingar eiga þrjár Miss World stúlk-
ur og keppnin vekur ávallt athygli. Þetta
er 65. keppnin en frá árinu 2003 hefur
hún verið haldin í Kína. Sanya er ákaf-
lega glæsilegur strandstaður á eyjunni
Hainan og vinsæll ferðamannastaður.
Það ætti því ekki að væsa um stúlk-
urnar á þessum fallega stað. Landslagið
þykir einstakt í Sanya og hótelið, þar
sem stúlkurnar dvelja, sannkallaður
lúxus.
Þegar rætt var við Örnu Ýri eftir
keppnina hér heima í september, sagði
hún: „Eftir fimm ár sé ég mig sem ham-
ingjukonu og reynslunni ríkari. Búin að
ferðast um heiminn og hef tekið þátt í
góðgerðarstörfum erlendis. Eftir fimm
ár verð ég háskólanemi í hjúkrunar-
fræði að stefna á ljósmóðurina hvort
sem það verður hér á Íslandi eða er-
lendis.“
n elin@365.is
fallegT lanDSlag Þessa mynd setti Arna Ýr inn á Face
booksíðu sína. Það er gríðarlega fallegt í Sanya. MYND/EINkASAFN
gaMan Það er mikið um að vera alla daga. Hér er Arna til vinstri ásamt vinkonum sínum í Sanya. MYND/MISS WORlD
allTaf flOTT linda Pétursdóttir, Miss
World 1988, er dómari í keppninni í ár.
MYND/EINkASAFN lINDU
SS býður nýja vöru, taðreykt hangikjöt.
Kjötið er verkað eftir gömlum íslenskum
aðferðum sem hafa verið notaðar um aldir
í sveitum landsins. Kjötmeistarar velja kjötið
af kostgæfni, það er pækilsaltað og reykt við
tað þar til réttum lit, bragði og áferð er náð.
Þeir sem vilja gamaldags þjóðlegt
hangikjöt með miklu bragði ættu að
velja Taðreykta hangikjötið frá SS.
Veldu rétt
Taðreykt hangikjöt
Það bragðmikla
Tindfjallahangikjet
Það ljúffenga Birkieykt hangikjöt
Hið bragðmilda Þessi gullverðlaunavara er tvíreykt, þurrkuð
og söltuð með sjávarsalti. Verkunartíminn
getur verið allt upp í 3 mánuðir en
lærið heldur áfram að verkast og batna
með tímanum, ársgamalt er úrvals.
Tindfjallahangi kjetinu er pakkað í lofttæmdar
umbúðir og sett í sérsaumaðan strigapoka
og er sælgæti sem borðað er hrátt.
Hentar sérstaklega vel sem forréttur
eða smáréttur og er tilvalið í
jólapakkann eða til þess að hafa uppi
við á aðventu og bjóða gestum og
gangandi jólabita.
Birkireykta hangikjötið frá SS er sígilt og
löngu landsþekkt. Það er aðeins framleitt
úr fyrsta flokks hráefni. Við reykingu er
notað íslenskt birki.
Þeir sem vilja mjúkt, safaríkt og
bragðmilt hangikjöt ættu að velja
Birkireykta hangikjötið frá SS.
HVernig HangikjÖT VilTU Um jÓlin?
Sjáið jÓlaúrValið inná HeimaSíðU SS, SS.iS