Fréttablaðið - 16.12.2015, Qupperneq 41
Hrifinn af Íslandi
Lars fer ekki leynt með hrifningu sína
af landi og þjóð og segir Íslendinga
mjög framtakssama, þótt einhverjir
hafi farið fram úr sér á árunum fyrir
hrun. „Við fylgjumst með því sem er í
gangi hér og ég held að það séu mörg
jákvæð teikn á lofti í hagkerfinu,“ segir
hann. Hann hafi rætt við fullt af fjár-
festum hér sem hafi séð mörg áhuga-
verð fjárfestingatækifæri. „Auðvitað
eru allir að bíða eftir þeim degi þegar
hægt er að afnema fjármagnshöftin,
en ég held að fólk sé mjög bjartsýnt og
það er mjög jákvætt.“
Hann segist telja að þegar litið sé
yfir heiminn í heild þá hafi ekki verið
gert nógu margt til að leysa þann
vanda sem blasti við árið 2008. „Sums
staðar er allt of mikil skuldabyrði,
evru svæðið er enn þá í tómu rugli og
við höfum ekki leyst vanda Grikkja.
Við höfum ekkert leyst mörg vanda-
mál. Við höfum meira verið að fresta
þeim. Þannig að mér finnst við ekkert
vera komin út úr skóginum enn,“ segir
hann. Það sé vont að horfa til þess að
vaxtastigið í heiminum sé óheilbrigt
og það geti leitt til meiri skuldsetn-
ingar og nýrra bóla. „Verð á skulda-
bréfamarkaði er allt of hátt miðað við
þá áhættu sem þar er verið að taka og
það er í raun erfitt að finna skynsam-
lega fjárfestingu nú um stundir,“ segir
Lars Seier. Þetta megi meira að segja í
Kaupmannahöfn þar sem eignaverð
rýkur upp.
Miklar breytingar fram undan
Lars segir þetta meðal annars ástæðu
þess að hann er að gera miklar
breytingar á lífi sínu. „Ég hætti sem
forstjóri í bankanum og ætla að fara
að einbeita mér að ýmsum öðrum
fjárfestingum,“ segir hann. Hann vill
fjárfesta í meðalstórum og smáum
félögum. „Þar eru spennandi hlutir
að gerast. Og þar er nýsköpunin og
þar er verið að skapa störfin,“ segir
hann. Hann telur að nýsköpunarfyrir-
tæki standi frammi fyrir vanda við
að fjármagna sig. „Bankar þora ekki
mikið að lána um þessar stundir og í
rauninni fara 80 prósent af fjármagni í
heiminum til 20 prósenta fyrirtækja,“
segir hann. Þetta skapi mikinn vanda
í rekstrarumhverfi start-up-fyrirtækja
og frumkvöðla. Á hinn bóginn skapi
þetta mikil tækifæri fyrir fólk eins og
hann sem vill fjárfesta í slíkum verk-
efnum. „Það er mikið af góðum hug-
myndum þarna úti. Það er verið að
leita að fjármagni og fólki eins og mér
sem getur hjálpað til, komið með ein-
hverja sérþekkingu inn og auðvitað
líka fjármagn, þannig að ég held að
það séu mjög mikil tækifæri þarna,“
segir hann.
Það sé vandamál hve stórt hlutfall
fjármagns fari í gegnum stærri fyrir-
tæki sem skapi ekki störf og bæti engu
við vöxtinn í hagkerfinu. Stærstur
hluti starfa verði til hjá litlu og með-
alstóru fyrirtækjunum og því þurfi
að hlúa að þeim. Hann telur að það
sé að verða hugafarsbreyting þarna
á. Æ fleiri vilji setja peningana sína í
nýsköpun og það sé jákvætt. „En auð-
vitað er áhættan þarna mjög mikil,“
segir hann og bendir á að flest fyrir-
tækin sem verði stofnuð muni ekki
skila neinu af sér. Nokkur þeirra muni
hins vegar skila einhverju af sér. Ein-
staka fyrirtæki muni svo skila mjög
mikilli velgengni. Allur kostnaðurinn
við fyrirtækin sem klikki verði borg-
aður með þessum stöku fyrirtækjum
sem skila árangri. „Það er auðvitað
erfitt að spá um hvert þeirra mun ná
árangri. Því ef þú gætir spáð um það
þá væri lífið nú frekar létt,“ segir hann.
Vill meira frjálslyndi í stjórnmálin
Lars Seier Christensen fylgist vel með
dönskum stjórnmálum. En hann
hefur ekkert sérstaklega mikið álit
á þeim. Telur þau reyndar frekar
stöðnuð. „Þú ert með sex eða sjö
flokka sem eru allir að gera það
sama,“ segir hann. Það skipti engu
máli hvort sósíaldemókratarnir eða
Venstre (sem er mið-hægriflokkur)
séu við völd. Það var þess vegna sem
hann fór að fá aftur áhuga á stjórn-
Ayn Rand var rithöfundur, heimspekingur, leikritaskáld og handritshöf-
undur. Hún var fædd í Rússlandi árið 1905. Rétt rúmlega tvítug fluttist
hún til Bandaríkjanna, þar sem hún hóf skriftir en sinnti jafnframt marg-
víslegum öðrum störfum til að framfleyta sér. Þekktustu skáldsögur Ayn
Rand voru Uppsprettan (The Fountainhead) sem kom upphaflega út
árið 1943 og Undirstaðan (Atlas Shrugged) sem kom út árið 1957. Báðar
bækurnar hafa selst í milljónum eintaka um allan heim og verið gefnar
út í íslenskri þýðingu. Rand er þekktust fyrir heimspekistefnu sem kölluð
er hlutlægnishyggja eða object ivism. Hún hafnaði heildarhyggju og ríkis-
hyggju, en aðhylltist frjálshyggju og var talsmaður einstaklingsréttinda.
Hver var Ayn Rand?
málum eftir að hann fluttist til Dan-
merkur á tíunda áratugnum. Og hafði
enga sannfæringu fyrir þeim flokkum
sem voru fyrir, sem allir töluðu fyrir
sterkum opinberum geira og lögðust
gegn skattalækkunum.
„Ég taldi að Danmörk þyrfti á ein-
hverju nýju að halda. Við erum með
hæsta skattahlutfall í heimi. Við erum
með næststærsta opinbera kerfið í
heimi á eftir Noregi og ég taldi að
við þyrftum að fara aðra leið,“ segir
Lars Seier. Hann taldi nauðsynlegt að
lækka skatta, gera rekstrarumhverfið
meira aðlaðandi fyrir fjárfesta. Og til
að skapa störf þá þyrfti að gera opin-
bera kerfið skilvirkara. „Við erum með
óskilvirkasta opinbera kerfi í öllum
heiminum. Við þurfum að koma fólki
úr aðstæðum þar sem það er á félags-
legum bótum og í kerfi þar sem það er
í störfum sem skipta máli fyrir samfé-
lagið. Enginn virtist vera að vinna í þá
átt,“ segir hann.
Lars Seier segir að Liberal Alliance
hafi því höfðað vel til sín þegar það
varð til árið 2007. Flokkurinn hafi
byrjað vel og komið ágætlega út úr
fyrstu þingkosningum. En síðan hafi
allir yfirgefið flokkinn nema tveir
góðir þingmenn og flokkurinn ekki
mælst með neitt fylgi. Lars segir að í
þessum aðstæðum hafi hann gefið sig
á tal við leiðtoga flokksins og lýst yfir
vilja til að styðja við bakið á honum.
Hópur fólks hafi sest niður og lagt lín-
urnar að málefnagrundvelli flokksins.
Hvernig ætti að byggja hann upp og
hvernig ætti að markaðssetja hann.
Ákveðið var að byggja stefnumál
flokksins upp á fjórum meginþemum.
Krafist yrði lægri skatta, skilvirkara
opinbers kerfis, betra viðskiptaum-
hverfis og meira einstaklingsfrelsis.
Þetta skilaði flokknum 7,5 prósentum
í síðustu kosningum.
„Ég tek ekki virkan þátt, hjálpaði til
við að koma þessu af stað og hef hjálp-
að þeim við að fjármagna kosninga-
baráttuna. En ég hef aldrei ætlað mér
að verða stjórnmálamaður eða taka
sæti á þingi. Og nú þegar flokkurinn er
kominn á rétta braut að þá hef ég engin
afskipti af þessu,“ segir Lars Seier. Hann
segist þó vera ákaflega stoltur af þeim
árangri sem hafi náðst. Flokkurinn sé
með þrettán þingmenn og sé jafnvel
að bæta við sig í skoðanakönnunum.
Bankar þora ekki
mikið að lána um
þessar stundir og í rauninni
fara 80 prósent af fjármagni í
heiminum til 20 prósenta
fyrirtækja,
Lars Seier Christensen
Stefán Máni
eins og hann gerist bestur!
Kvikmyndarétturinn seldur!
„Fléttan er afspyrnuvel byggð upp [...]
fer lega góður spennulestur“
Auður Haralds, Virkir dagar á RÚV
„Óhugnanlega vel skrifuð, vel fléttuð og
spennandi saga.“
Brynhildur Björnsdóttir í Fréttablaðinu
„Mjög flinkur höfundur.“
Sigurður Valgeirsson og Sunna Dís í Kiljunni
„Maður sogast inn í heillandi hrylling
[...] Hrikalega vel plottuð og upp byggð.“
Baldvin Z leikstjóri
markaðurinn 7M I Ð V I K U D A G U R 1 6 . D e s e M b e R 2 0 1 5