Fréttablaðið - 16.12.2015, Qupperneq 42
MARKAÐURINN
SVIPMYND
INGÞÓR KARL EIRÍKSSON
Ingþór Karl Eiríksson var á dög-
unum skipaður í embætti fjársýslu-
stjóra til fimm ára. Hann tekur við
starfinu 1. janúar næstkomandi.
Hann segir starfið leggjast mjög vel
í sig. „Þetta er lykilstofnun á sviði
opinberra fjármála og spennandi
verkefni að fara að takast á við,“
segir Ingþór.
Fjársýsla ríkisins er lykilaðili í
fjárstjórn og rekstri ríkisins. Hlut-
verk hennar er að stuðla að hag-
kvæmri og árangursríkri starfsemi
ríkisins með samhæfingu fjármála-
stjórnar og þjónustu við ríkisaðila.
Stofnunin samræmir reikningsskil
ríkisaðila, tryggir tímanlegar og
áreiðanlegar upplýsingar um fjár-
mál og starfsemi ríkisins og stuðlar
að öruggri og skilvirkri greiðslu-
miðlun ríkissjóðs. Hún annast
þróun og rekstur sameiginlegra
upplýsingakerfa ríkisins á sviði fjár-
og mannauðsmála.
Ingþór Karl lauk cand. oecon.-
prófi af fjármálasviði viðskipta-
deildar Háskóla Íslands árið 1998
og M.Sc.-gráðu í fjármálum fyrir-
tækja frá sama skóla árið 2012.
Síðastliðin sjö ár hefur hann
starfað sem sérfræðingur á skrif-
stofu stjórnunar og umbóta í fjár-
mála- og efnahagsráðuneyti. Þar
hefur hann verið tengiliður ráðu-
neytisins við Fjársýslu ríkisins og
hefur borið ábyrgð á helstu mála-
flokkum stofnunarinnar fyrir hönd
ráðuneytisins. „Ég er því í sama
umhverfi, en Fjársýslan er sjálfstæð
stofnun sem heyrir undir ráðu-
neytið,“ segir Ingþór.
Áður starfaði Ingþór Karl sem
fjármálastjóri SMI ehf., sem sér-
fræðingur í fjárhagsdeild hjá
Íslandsbanka, sem sérfræðingur í
fjárhagsdeild og deildarstjóri fjár-
reiðudeildar hjá Eimskipafélagi
Íslands ehf. og deildarstjóri fjár-
hagsdeildar Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur.
Ingþór er kvæntur Lísu Björk
Óskarsdóttur, rekstrarstjóra hjá
ÍSAM, og eiga þau tvö börn. Utan
vinnunnar segir Ingþór helsta
málið vera samveru með vinum
og fjölskyldu. „Þegar frítími gefst
stunda ég aðallega útivist með
fjölskyldunni. Við ferðumst og
stundum skíði og stangveiði, og
svo hef ég aðeins verið að reyna
að koma mér af stað í golfi,“ segir
Ingþór. Hann segir engin sérstök
svæði standa upp úr í veiðinni. „Ég
reyni bara að stunda bæði laxveiði
og silungsveiði.“ Fjölskyldan hefur
stundað skíði á Akureyri í vetrarfrí-
um barnanna og svo farið í Bláfjöll.
Ingþór tekur ekki við starfinu
fyrr en á nýju ári. „Fram að því er
verið að fara yfir mín verkefni með
yfirmönnum mínum, loka því sem
hægt er að loka og finna öðrum
verkefnum farveg innan ráðuneyt-
isins og fara yfir það hvernig þeim
verður best fyrirkomið,“ segir Ing-
þór. saeunn@frettabladid.is
Nýtur stangveiða og að skíða
Ingþór Karl Eiríksson tekur við embætti fjársýslustjóra þann 1. janúar næstkomandi. Hann hefur starfað hjá
fjármála- og efnahagsráðuneytinu síðustu sjö ár sem sérfræðingur og verið tengiliður við Fjársýsluna. Utan
vinnu stundar hann skíði og stangveiði með fjölskyldunni og er að reyna að koma sér af stað í golfinu.
Ingþór Karl Eiríksson hefur starfað hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu síðustu sjö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Guðrún Agnes Þorsteinsdóttir
hefur verið skipuð formaður nýrrar
úrskurðarnefndar velferðarmála til
fimm ára. Nefndin tekur til starfa 1.
janúar næstkomandi.
Guðrún Agnes verður jafnframt
forstöðumaður úrskurðarnefndar-
innar.
Guðrún Agnes lauk lögfræðiprófi
frá Háskóla Íslands árið 1991. Hún
hefur frá árinu 2008 verið fram-
kvæmdastjóri úrskurðarnefndar
almannatrygginga. – sg
Skipuð yfir
úrskurðarnefnd
velferðarmála
Kristín Pétursdóttir hefur verið
ráðin forstjóri upplýsingatækni-
fyrirtækisins Mentors ehf. og tekur
hún til starfa í janúar 2016.
Kristín Pétursdóttir er annar
stofnenda og fyrrverandi forstjóri
Auðar Capital. Kristín var aðstoð-
arforstjóri hjá Kaupþingi Singer &
Friedlander í London árin 2005-
2006 og framkvæmdastjóri fjár-
stýringar Kaupþings frá 1997-2005.
Kristín er hagfræðingur frá Háskóla
Íslands og með mastersgráðu í
alþjóðaviðskiptum frá Handels-
höyskolen í Bergen. – sg
Í stól forstjóra
hjá Mentor
GUÐRÚN AGNES
ÞORSTEINSDÓTTIR
KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR
ÞRÖSTUR EYSTEINSSON
Þröstur Eysteinsson hefur verið
skipaður skógræktarstjóri til fimm
ára frá 1. janúar næstkomandi.
Þröstur hefur frá árinu 2003 starfað
sem sviðsstjóri Þjóðskóganna hjá
Skógrækt ríkisins. Þröstur lauk
doktorsprófi í skógarauðlindum
frá háskólanum í Maine í Bandaríkj-
unum og meistaragráðu í skógfræði
frá sama skóla. Áður en hann tók
við stöðu sviðsstjóra Þjóðskóganna
starfaði hann sem fagmálastjóri
Skógræktar ríkisins. – sg
Skógræktarstjóri
um áramótin
George Lucas, skapari Star Wars,
er einn auðugasti maður í Holly-
wood. Hann hefur hagnast gríðar-
lega á Star Wars þar sem hann
samdi við Fox-myndverið á sínum
tíma um að þiggja lægri laun fyrir
leikstjórn fyrstu myndarinnar
gegn því að eignast allar fram-
haldsmyndirnar og réttinn á öllu
tengdu efni.
Síðan þá hafa heildartekjur alls
þess sem tengt er Star Wars numið
um 3.700 milljörðum króna. Þetta
var meðal þess sem kom fram í
máli Björns Bergs Gunnarssonar,
fræðslustjóra VÍB, á fundi um fjár-
mál Star Wars í gær.
Fram kom á fundinum að árið
2012 keypti Disney Lucasfilm (þar
með talið Star Wars) af George
Lucas á um 530 milljarða íslenskra
króna, sem er ekki fjarri eignar-
hlut lífeyrissjóðanna á íslenskum
hlutabréfamarkaði, eða um þriðj-
ungur landsframleiðslu Íslands.
Það kemur ef til vill sumum
á óvart að 46 prósent af tekjum
af Star Wars koma úr leikfanga-
sölu, en einungis 12 prósent úr
miðasölu í kvikmyndahúsum.
19 prósent af tekjum koma frá
VHS- og DVD-sölu, og 12 prósent
frá tölvuleikjum. Nýjasti kaflinn
í Star Wars seríunni, Star Wars:
The Force Awakens er væntanleg
í kvikmyndahús hér á landi í vik-
unni. Áætlaðar tekjur af Star Wars
árið 2016 eru svipaðar fjárlögum
íslenska ríkisins.
Disney sér mikla möguleika í
Star Wars. Hafist verður handa
við smíði tveggja gríðarstórra
skemmtigarða árið 2016 (í Flórída
og Kaliforníu) og næstu sex árin
kemur út að minnsta kosti ein
mynd á ári. Ef allt gengur upp er
áætlað að heildartekjur Star Wars
verði yfir 3.000 milljarðar króna,
en Disney fær þó að sjálfsögðu
ekki allt í vasann. – sg
Tekjur af Star Wars svipaðar tekjum íslenska ríkisins
530
milljarða króna fékk George
Lucas fyrir Lucasfilm
1 6 . D E S E M B E R 2 0 1 5 M I Ð V I K U D A G U R8