Fréttablaðið - 16.12.2015, Side 57

Fréttablaðið - 16.12.2015, Side 57
EITTHVAÐ VIÐ ALLRA HÆFI MEÐ JÓLAÍSNUM FRÁ EMMESSÍS Fyrir gleðistundir jólanna PI PA R\ TB W A • S ÍA Allt frá árinu 2003 hefur Styrktar- félag lamaðra og fatlaðra staðið að útgáfu Kærleikskúlunnar og eru kúlurnar því orðnar þrettán talsins. Frá upphafi hafa kúlurnar fengið frábærar viðtökur lands- manna enda um að ræða einstakt safn listaverka eftir marga þekkt- ustu listamenn okkar Íslendinga. Ófá heimilin hafa safnað kúlunum frá upphafi og eru þær víða orðnar eitt helsta jóladjásn heimilisins. Kærleikskúla ársins ber heitið Landslag og er eftir listakonuna Rögnu Róbertsdóttur. Ragna er meðal helstu myndlistarmanna Íslendinga og hefur starfað að list sinni hérlendis síðan snemma á 8. áratugnum. Verk hennar hafa verið sýnd afar víða, m.a. í öllum helstu söfnum og sýningarsölum á Íslandi en einnig hefur hún sýnt víða erlendis. Hún var tilnefnd til Carnegie-verðlaunanna árið 2012 og einkasýning hennar Kynngi- kraftur á Kjarvalsstöðum árið 2004 er talin ein af áhrifameiri sýningum safnsins. Ragna hefur oft verið sögð „landslagslistamaður“. Verk hennar eru þó ekki myndir af landslagi heldur færir hún lands- lagið sjálft inn í sýningarrými og einkaheimili. Hún vinnur verk sín úr náttúruefnum, sem hún safnar yfirleitt saman á gönguferðum sínum um Ísland. Helst dregst hún að eldfjöllunum, krafti þeirra til umbreytingar, afbyggingar og uppbyggingar, sem eru mann- eskjunni yfirsterkari. Við gerð Kærleikskúlunnar not- aðist Ragna við sjálflýsandi plast- agnir sem hún notar sem tákn fyrir hin litríku íslensku líparít- fjöll og sláandi litadýrð þeirra sem orsakast af háu steinefnamagni og samspili þess við birtuna. – mg Hin litríku líparítfjöll í Kærleikskúlunni Ragna Róbertsdóttir myndlistarkona með Kærleikskúlu SLF þessi jólin. Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatón- leika í kirkjum nú rétt fyrir jólin. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og þrjú ár og þykir mörgum ómiss- andi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason klarinettuleik- ari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórs- son sellóleikari ásamt góðum gesti, Einari Jóhannessyni sem leikur á eitt af uppáhaldshljóð- færum Mozarts, bassetthornið. Á efnisskránni í ár eru Kvintett- ar fyrir klarinettu, bassetthorn og strengi, Allegro úr Divertimento fyrir strengi og Kvartett fyrir klar- inettu og strengi. Einnig syngja tveir ungir söngv- arar, þeir Björn Ari Örvarsson og Tryggvi Pétur Ármannsson, Ave Maria úr Cosi fan tutte. Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálm- inn góða, Í dag er glatt í döprum hjörtum, sem er úr Töfraflautunni eftir Mozart. Tónleikarnir verða í Hafnar- fjarðarkirkju laugardagskvöldið 19. desember, í Kópavogskirkju, sunnudagskvöldið 20. desember, í Garðakirkju mánudagskvöldið 21. desember og loks í Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudagskvöldið 22. desember. Tónleikarnir eru klukku- s t u n d a r l a n g i r o g h e f j a s t þ e i r a l l i r k l u k k a n 2 1 . 0 0 . Aðgangseyrir er 2.500 krónur og 1.500 krónur fyrir nemendur og eldri borgara. Frítt er inn fyrir börn. Miðasala við innganginn. – mg Leika Mozart við kertaljós víða í kirkjum nú fyrir jólin Kammerhópurinn Camerarctica heldur víða tónleika á næstunni. Að vAndA lýkur öllum- tónleikunum AfskAplegA hátíðlegA og glAðlegA með því Að CAmerArCtiCA leikur jólAsálminn í dAg er glAtt í döprum úr hjörtum úr töfrAflAutunni eftir mozArt. M e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 37M i ð V i K U D A g U R 1 6 . D e s e M B e R 2 0 1 5

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.