Fréttablaðið - 16.12.2015, Síða 64

Fréttablaðið - 16.12.2015, Síða 64
Algjört stjörnustríð á frumsýningu Óhætt er að fullyrða að mikið hafi verið um dýrðir í Dolby-leikhúsinu vestanhafs í gær þegar blásið var til sér-legrar viðhafnarsýningar myndarinnar.  Gömlu brýnin, sem léku hin ógleymanlegu Han Solo, Leiu Organa prinsessu og Luke Skywalker létu öll sjá sig eftir dágóðan tíma í sundur og léku á als oddi. Mikil eftirvænting hefur skapast vegna myndarinnar um allan heim, sem er sú sjöunda í röðinni og eru þrjátíu og þrjú ár síðan fyrsta myndin leit dagsins ljós. Varla verður sagt að vinsældirnar hafi dvínað. Myndin verður frumsýnd á Íslandi í dag en forsala hófst fyrir um tveimur mán- uðum, svo ætla má að sams konar rífandi stemning einkenni bíóhús landsins. Þess ber auðvitað að geta að hluti myndarinnar var einmitt tekinn upp á Íslandi, svo hér sést hópur Íslandsvina samankominn. Leikarinn Peter Mayhew, sem þekkt- astur er fyrir stórleik sem sjálfur Chewbacca, lét sig auðvitað ekki vanta. Daisy Ridley, eitt aðalnúmerið í myndinni. Mark Hamill, betur þekktur sem Luke Skywalker, var í essinu sínu og baðaði út öngunum í tíma og ótíma. 3CPO var í spari- skapinu. R2D2 kunni vel við sig á rauða dregl- inum. Öllu var til tjaldað fyrir þessa viðhafnar- sýningu. 1 6 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I K U d A G U r44 L í f I Ð ∙ f r É T T A b L A Ð I Ð Carrie Fisher, Leia prinsessa, sprellaði með legginn beran í slagtogi við dóttur sína, leik- konuna Billie Lourd. Harrison Ford, eða sjálfur Han Solo, var glæsilegur sem aldrei fyrr þótt kominn sé á átt- ræðisaldur. Karl- arnir í brúnni, George Lucas og J.J. Abrams, voru yfir sig ánægðir á rauða dreglinum, þó það nú væri.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.