Fréttablaðið - 17.03.2016, Page 1

Fréttablaðið - 17.03.2016, Page 1
Makar geta verið að fást við ýmsa hluti í atvinnulífi eða í störfum sínum. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis Í gær hófst uppskipun áls í þriðja flutningaskipið í Straumsvík frá því verkfall félagsmanna Hlífar hófst. Yfirmenn í álverinu ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli, m.a. Rannveig Rist sem sést hér á myndinni. Sjá síðu 6 Fréttablaðið/Ernir — M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —6 5 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 1 7 . M a r s 2 0 1 6 bjúgaldin Gult Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 Fréttablaðið í dag Fréttir Mann- réttindadómstóll Evrópu mun taka mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar gegn íslenska ríkinu til umfjöllunar. 2 sport Guðmundur Guðmunds- son undir pressu. 36- 42 Menning Ljósmyndarinn Gavin Evans sýnir Bowie – The Session í nýjum Esjusal Hörpu. 48-59 lÍFið Var settur í brandarabann og stofnaði því Facebook-hóp- inn Myndskrítlufélagið. 64-72 plús 2 sérblöð l Fólk l  lÍFið *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 VELDU ÞÉR LYKILVIKU Á ÓB.IS OG ÞÚ STYÐUR MOTTUMARS PI PA R \T BW A • S ÍA • 1 61 24 3 Forstjórinn gengur enn í störf undirmanna stjórnMál Reglur um hagsmuna- skráningu maka eiga ekki við um maka þingmanna. Einar K. Guðfinns- son, forseti Alþingis, segir að mjög gild rök þurfi til að breyta þessu. Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eigin- kona Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar forsætisráðherra, upplýsti á Facebook í fyrrakvöld að hún ætti félagið Wintris Inc. Félagið er skráð á Bresku Jómfrúareyjum. Það var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra. Fréttavefurinn Vísir greindi svo frá því í gær að félagið hefði lýst um 500 milljóna króna kröfum í slitabú föllnu bank- anna. Ekki liggur fyrir hve mikið af kröfunum var samþykkt. „Þessi umræða var tekin á sínum tíma þegar reglurnar um hagsmuna- skráningu voru settar. Sem var raun- ar áður en ég varð þingforseti,“ segir Einar og bætir við að það hafi verið niðurstaðan að undanskilja maka. „Meðal annars vegna þess að þarna var auðvitað verið að undirstrika sjálfstæði makans. Ekki síst í nútíma samfélagi. Makar geta verið að fást við ýmsa hluti í atvinnulífi eða í störfum sínum,“ segir Einar. Hann bætir við að víða í heiminum, þar sem reglur um hagsmunaskráningu gilda, séu hagsmunir maka ekki til- greindir né heldur hagsmunir þing- manna vegna eigin húsnæðis. Hið sama eigi við hér. Harðar umræður upphófust um málið í gær þegar Björn Valur Gísla- son, varaformaður VG, kvaddi sér hljóðs í þinginu. Óskaði hann þess að þingfundi yrði frestað og for- sætisráðherra útskýrði mál sín fyrir Alþingi. „Nú er komið í ljós að for- sætisráðherrahjónin eru í gegnum peningafélag sitt skráð á Tortóla meðal kröfuhafa í alla íslensku bankana upp á mörg hundruð millj- ónir króna,“ sagði Björn Valur. Þing- forseti hafnaði ósk Björns Vals en samflokksmenn Björns tóku undir málflutning hans. Alþingi samþykkti í gær þings- ályktunartillögu um siðareglur fyrir alþingismenn. Þar kemur fram að þingmenn skuli „forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjár- hagslegra hagsmuna þeirra eða annarra hagsmuna sem eru faglegir, persónulegir eða tengdir fjölskyldu þeirra, hvort sem þeir eru raun- verulegir eða hugsanlegir.“ Takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi eigi hann að upplýsa um þá. – jhh Makar verði undanskildir skráningu hagsmuna Forseti Alþingis telur að mjög gild rök þurfi til að undanskilja ekki maka frá hagsmunaskráningu þingmanna. Hiti var í þingmönnum í gær vegna upplýsinga um fjármál forsætisráðherra. lÍFið „Þetta er átta þátta sería þar sem átta veiðimenn taka þátt og í hverjum þætti dettur einn út. Fyrsti þátturinn í þessari seríu var tekinn upp hér á Íslandi,“ útskýrir Valgerður Árna- dóttir sem tók að sér stöðu dómara í bresku þáttaröðinni Earth’s Wildest Water: The Big Fish sem BBC-sjón- varpsveldið framleiðir. Sjónvarpsmennirnir Ben Fogle og Matt Hayes heimsóttu landið í fyrra ásamt fylgdarliði í þeim tilgangi að leggja þrautir fyrir keppendur og dómari hvers lands sem heimsótt var sá svo um að vega og meta færni viðkomandi. Þættirnir hafa nú þegar verið teknir til sýningar í Bretlandi, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi og munu birtast víðsvegar um Evrópu innan skamms. – ga / sjá 72 Dæmir í breskum veiðiþætti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.