Fréttablaðið - 17.03.2016, Page 12

Fréttablaðið - 17.03.2016, Page 12
Ástand heimsins 1. Björgunarliðar í Pakistan á vettvangi sprengjuárásar í Pesh­ awar í gær. Minnst 15 létu lífið og 25 slösuðust. Fréttablaðið/EPa 2. Málaður drengur í Gianyar á Balí í Indónesíu. Þar var haldin Ngerebeg­helgiathöfnin sem er ætlað að reka illa anda úr þorpum. Fréttablaðið/EPa 3. SU­25 herþota tekur á loft frá Hmeymim­velli í Sýrlandi. Her­ þotur Rússa sem þar voru fá nýjan heimavöll í Rússlandi, eftir skipun Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um að kalla her Rússa að mestu frá landinu. Fréttablaðið/EPa 4. Leikkonan Angelina Jolie, sem einnig er sérstakur sendifulltrúi Flóttamannastofnunar Sam­ einuðu þjóðanna, heimsótti í gær athvarf flóttafólks í grísku hafnar­ borginni Piaeus. Fréttablaðið/EPa 5. Í Lettlandi var þess í gær minnst að 1944 voru varnir landsins gegn Sovétríkjunum brotnar á bak aftur. Hátíðargöngur til heiðurs Lettnesku herdeildinni eru litnar hornauga af mörgum sem telja þær upphefja nasisma. Deildirnar voru undir stjórn þýsku Waffen SS herdeildanna. NordicPhotos/aFP 1 2 3 4 5 1 7 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r12 F r é T T I r ∙ F r é T T a B L a ð I ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.