Fréttablaðið - 17.03.2016, Síða 22

Fréttablaðið - 17.03.2016, Síða 22
viðskipti Á síðastliðnu ári var tilkynnt um niðurfellingu 140 þúsund starfa hjá stærstu bönkum Evrópu og Banda­ ríkjanna. Enn er beðið tilkynn­ inga um hópuppsagnir hjá bæði Barclays og BNP Paribas. Auk þess sem nokkrir bankar hafa nú þegar gefið það út að þeir muni segja upp stórum hluta starfsmanna sinna á árinu, þó ekki liggi fyrir hve margir það verða. Á Íslandi bendir hins vegar lítið til mikillar fækkunar meðal starfs­ manna viðskiptabanka landsins. Hjá sumum þeirra fjölgaði starfsfólki á árinu 2015. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir skýringuna ef til vill liggja í því að á Íslandi hafi fjármálafyrirtæki tekið út mjög kröftuglegan niðurskurð beint í kjölfar fjármálakreppunnar, á meðan bankar víða annars staðar héldu lengur út. Í vikunni var greint frá því að Royal Bank of Scotland hefði ákveð­ ið að segja upp þúsund starfsmönn­ um á næstu misserum. Ákvörðunin var tekin vegna skipulagsbreytinga til að lækka rekstrarkostnað, og er hluti af þróun sem hefur átt sér stað undanfarið árið. Stærstu bankar Evrópu og Banda­ ríkjanna hafa áform um að segja upp allt að tíu til tuttugu prósentum starfsfólks á næstu fjórum árum. Allt frá nokkur hundruð starfsmönnum upp í tugi þúsunda. HSBC er sá banki sem hefur tilkynnt um flestar upp­ sagnir, eða um 25 þúsund á komandi árum. Þessi gríðarlegi niðurskurður bætist ofan á þá hálfu milljón bankamanna sem The Financial Times áætlar að hafa misst störf sín á fyrstu fimm árunum eftir að efna­ hagskreppan skall á árið 2008. Niðurskurður virðist einkum vera viðvarandi á fjárfestingarsviði bankanna sem og meðal verðbréfa­ miðlara. Auk þess sem sumir bankar, þeirra á meðal RBS, eru að draga úr fjölda ráðgjafa sem veita fjárfesting­ arráðgjöf og vélvæða ráðgjöfina að ákveðnu leyti. Mikill niðurskurður átti sér stað á Íslandi í kjölfar bankahrunsins árið 2008, starfsmönnum viðskipta­ banka og sparisjóða fækkaði um tæplega tuttugu og fimm prósent milli áranna 2007 og 2009. Á síðast­ liðnum árum hefur hins vegar dreg­ ið verulega úr niðurskurði og hafa tilkynningar um hópuppsagnir ekki borist. Stöðugildum hjá Arion banka fjölgaði um 11 á árinu 2015, eða úr 865 í árslok 2014 í 876 í árslok 2015, á meðan stöðugildum hjá Íslands­ banka fækkaði einungis um 36 frá árslokum 2014 til ársloka 2015. Guðjón Rúnarsson, framkvæmda­ stjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, telur að hluti skýringarinnar á þessum mismun sé sá mikli niður­ skurður sem átti sér stað hér á landi strax í kjölfar efnahagshrunsins. „Bankar á Íslandi tóku þetta mjög kröftuglega út í kjölfar hrunsins, enda voru þeir neyddir til að gera það. Á meðan bankar víða annars staðar héldu út lengur, þeir lentu í miklum erfiðleikum, en hafa verið að taka þetta út seinna, ég held að það sé örugglega meginskýringin,“ segir Guðjón. Rúmlega 140 þúsund uppsagnir á einu ári Stærstu bankar Evrópu og Bandaríkjanna tilkynntu um fjölda uppsagna á síð- astliðnu ári. Síðast var tilkynnt að leggja ætti niður þúsund stöðugildi hjá RBS á komandi misserum. Þetta er ofan á þær 500 þúsund uppsagnir sem áttu sér stað í kjölfar efnahagskreppunnar. Sama ástand ríkir ekki á Íslandi. Guðjón Rúnarsson er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Glæsilegt iðnaðar- og lagerhúsnæði Nánari upplýsingar í síma 666 4000 eða leiga@reginn.is reginn.is simi: 512 8900 reginn@reginn.is Glæsilegt húsnæði til leigu við Miðhellu 2 í Hafnarfirði Um er að ræða 4 leigurými sem geta leigst saman eða í sitthvoru lagi, alls um 1.650 m2 sem skiptast í tvö 550 m2 rými og tvö 275 m2 rými. Milliloft er yfir hluta af gólffletinum og það væri hægt að nýta sem t.d. lager eða skrifstofur. Lofthæð er mikil og innkeyrsludyr stórar og góðar. Gott athafnasvæði er fyrir utan húsið og lóðin er rúmgóð. Frábær eign á góðum stað með mikla möguleika í vaxandi hverfi. ✿ Tilkynntur niðurskurður hjá stærstu bönkum Bandaríkjanna og Evrópu á síðustu tólf mánuðum* HSBC StanChart RBS UniCredit RabobankDeutche Bank Credit Suisse SocGen Crédit Agricole Morgan Stanley 241 25 90 15 108,7 14 146 18,2 89,1 9 48,3 9 9 45,8 148 4 72,6 1,4 55,8 1,2 *Í þúsundum Heimild: The Financial Times, Bloomberg, Reuters og BBC. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að breyta ekki vöxtum bankans. Meginvextir bank­ ans, vextir á sjö daga bundnum inn­ lánum, verða því áfram 5,75 prósent. Á fundi peningastefnunefndar í gær gaf Már Guðmundsson seðla­ bankastjóri í skyn að tíðinda væri að vænta af aflandskrónuútboði og tak­ mörkunum á vaxtamunaviðskipti á ársfundi Seðlabanka Íslands í dag. Þá ýjaði Már einnig að því að laga­ breytingar yrðu fyrir þinglok, sem liðka ættu fyrir afnámi hafta. Vísaði hann þá til takmarkana á vaxta­ munaviðskiptum og aflandskrónu­ útboðs. „Það er hægt að færa fyrir því rök að þetta tæki þyrfti helst að vera tilbúið um leið og útboðið fer fram. Það er ákveðin lagasetning sem þar að fara fram vegna útboðsins,“ sagði Már. – sg Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum n Núverandi starfsmannafjöldi n Fjöldi starfsmanna sem sagt verður upp á næstu misserum Sæunn Gísladóttir saeunn@frettabladid.is HSBC er sá banki sem tilkynnti á síðasta ári um flestar uppsagnir, eða um 25 þúsund störf. FRéttABlAðið/EPA 1 7 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r22 F r é T T I r ∙ F r é T T a B L a ð I ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.