Fréttablaðið - 17.03.2016, Side 26

Fréttablaðið - 17.03.2016, Side 26
Á dögunum birtist okkur enn á ný aðdáunarverður sam­takamáttur og einhugur um verndun miðhálendisins þegar um 20 frjáls félagasamtök útivistarfólks og umhverfisverndarsinna tóku saman höndum við Samtök ferða­ þjónustunnar og undirrituðu vilja­ yfirlýsingu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Vinstrihreyfingin – grænt fram­ boð fagnar framtakinu og sam­ kenndinni sem birtist í óskinni um verndun miðhálendis Íslands, enda hefur krafan um verndun miðhá­ lendisins verið kjarninn í umhverfis­ stefnu vinstri grænna frá upphafi. Hálendi Íslands er eitt stærsta landsvæði Evrópu sunnan heim­ skautsbaugs sem aldrei hefur verið numið. Við blasa svartir sandar, hvítir jöklar og gróðurvinjar, algjör­ lega óregluleg í stærð og lögun. Yfir þessu tárast stundum Íslendingar á heimleið. Það er þessi hrikalega fegurð sem nú veldur því að hingað koma ferðamenn sem leita að ein­ stakri upplifun; ósnortinni nátt­ úru sem maðurinn hefur enn ekki hróflað við. Þessi ósnortna náttúra hefur gildi í sjálfri sér, óháð mann­ legum mælikvörðum. Viljayfirlýsing náttúru­ og úti­ vistarsamtakanna er sjálfsögð krafa um að íslenska þjóðin sveigi ekki af braut verndunar á viðkvæmri og einstakri náttúru landsins. Sú braut var mörkuð vorið 1928 þegar Alþingi samþykkti lög um friðun Þingvalla. Þar með urðu þau mikil­ vægu tímamót í sambúð lands og þjóðar að landsvæði í almannaeigu hlaut viðurkenningu löggjafans um vernd og mannvirkjagerð voru settar þröngar skorður til verndar viðkvæmri náttúru, en ekki síður var almenningi gert kleift að njóta óspilltrar náttúru. Skrefin í átt til meiri verndunar urðu sem betur fer fleiri. Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður 1967 á grundvelli þágildandi náttúruverndarlaga og með stuðningi alþjóðlegu náttúru­ verndarsamtakanna World Wild­ life Fund (WWF). Þjóðgarður var svo settur á stofn í Jökulsár­ gljúfrum árið 1973 og árið 2001 var Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull stofn­ aður. Enn víðtækari verndun Á 10. áratug síðustu aldar fór svo allmikil umræða fram um málefni miðhálendisins sem stafaði m.a. af því að þá var unnið að svæðisskipu­ lagi miðhálendisins sem lyktaði með staðfestingu þess árið 1999. Í því andrúmi óx áhugi almennings á verndun miðhálendisins og skiln­ ingur á náttúruverndarmálefnum. Aðkoma Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að hugmyndinni um miðhálendisþjóðgarð kom úr smiðju Hjörleifs Guttormssonar, náttúrufræðings og þingmanns, sem lagði fram tillögu til þingsályktunar um þjóðgarða á miðhálendinu árið 1998 þar sem lagt var til að stofnaðir yrðu fjórir þjóðgarðar á miðhálend­ inu um hverfis helstu jökla þess. Til­ lagan var samþykkt að því leyti að breytt var upphaflegu orðalagi svo að í stað fjögurra þjóðgarða var gert ráð fyrir stofnun eins, Vatnajökul­ sþjóðgarðs. Með þeirri ráðstöfun Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna Hjarta landsins Er rétt að kalla lífeyri aldraðra frá almannatryggingum bætur? Ég tel ekki. Þetta er lífeyrir. Einnig mætti kalla þetta laun, a.m.k. eftir­ laun, hjá öldruðum. Bætur er ekki réttnefni. Aldraðir, sem komnir eru á eftirlaun, hafa greitt skatta til ríkisins alla sína starfsævi. Þeir hafa greitt til almannatrygginga og eiga rétt á líf­ eyri eða eftirlaunum frá almanna­ tryggingum. Þegar þeir síðan fá líf­ eyri frá almannatryggingum heldur ríkið áfram að skatteggja þá þó þeir séu hættir störfum. Ríkið tekur 20% til baka af lífeyrinum. Þannig að eldri borgari sem fær 200 þúsund krónur á mánuði frá almannatryggingum verður að greiða ríkinu til baka 40 þúsund krónur! Með öðrum orðum: Á sama tíma og lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum dugar ekki til sómasamlegrar framfærslu hrifsar ríkið til baka 1/5 af lífeyrinum! Orðið bætur er neikvætt En er rétt að kalla lífeyri öryrkja bætur? Nei. Ég tel heppilegra að halda sig við orðið lífeyrir. Það er eitthvað neikvætt við orðið bætur. Og ekki hefur núver­ andi fjármálaráðherra bætt ímynd orðsins. Hann hefur ítrekað talað niður til „bótaþega“ sem hann kallar svo. Fjármálaráðherra talar niðrandi um það að vera á bótum og segir, að vissir stjórnmálamenn vilji, að allir séu á bótum! Það er að sjálfsögðu frá­ leitt að halda slíku fram. Þegar menn slasast alvarlega eða fá langvinna sjúk­ dóma geta þeir misst starfsorkuna að fullu eða hluta hennar og orðið öryrkjar. Enginn kýs sér það hlutskipti. Atvinnulífið hefur verið fjandsamlegt öryrkjum. Nauðsynlegt er að aðstoða sem flesta öryrkja við að komast út í atvinnulífið á ný. En til þess að svo geti orðið þurfa atvinnurekendur að vera jákvæðir gagnvart öryrkjum og þeim, sem misst hafa starfsorkuna að ein­ hverju leyti. Æskilegt væri, að atvinnu­ rekendur byðu öryrkjum hlutastörf. Það gildir það sama um öryrkja og eldri borgara: Lífeyrir almannatrygg­ inga, sem öryrkjar fá, er of lágur og dugar ekki til framfærslu. Hverjir eru að fá bætur? Ég tel, að lífeyrisþegar séu ekki með bætur heldur lífeyri. En það eru hins vegar aðrir á Íslandi, sem eru að fá bætur í dag: Fyrst og fremst eru það þeir, sem fá afnot af auðlindum þjóð­ arinnar án þess að greiða fullt afgjald fyrir. Þar vil ég fyrst nefna útgerðar­ menn, sem greiða alltof lágt afgjald fyrir afnot af sjávarauðlindinni, sem er sameign þjóðarinnar. Veiðigjöldin voru lækkuð mikið. Á sama tíma og fjármuni vantar til þess að greiða öldruðum og öryrkjum nægilega háan lífeyri er ótækt að létt sé gjöldum af útgerðinni. Afgjöldin voru síst of há. Íslenska þjóðin á að fá eðlileg afgjöld af auðlindum sínum. Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri Þrátt fyrir að efnahagsum­ræða sé oft á tíðum flókin er grundvallarstarfsemi hag­ kerfa harla einföld. Vinnuafl og fjár­ magn skapa vörur og þjónustu sem ganga kaupum og sölum á markaði. Fyrir vinnuframlag greiðast laun og fyrir fjárfestingar greiðist arður. Hluta virðisaukans sem verður til á almennum markaði er síðan ráðstafað til samneyslu í gegnum skattkerfið. Á þessum megin­ grunni byggja öll vestræn hagkerfi. Umræða síðustu vikna bendir til að ýmsir telji rétt að Íslendingar víki frá þessu fyrirkomulagi og hætti að veita eðlilegt endurgjald fyrir fjár­ magn. Þannig mættu nýlegar arð­ greiðslur skráðra fyrirtækja á hlutabréfamarkaði mikilli gagn­ rýni frá neytendum, stjórnmála­ mönnum, fjölmiðlamönnum og jafnvel fulltrúum þeirra samtaka sem standa að rekstri lífeyris­ sjóða landsins. Málefnaleg gagn­ rýni og sterkt neytendaaðhald eru heilbrigð einkenni markaða. Sú umræða sem fylgdi áðurnefndum arðgreiðslum fellur því miður ekki í þá flokka. Skipting kökunnar Til að unnt sé að skapa verðmæti þarf bæði fjármagn og vinnuafl. Á Íslandi hefur sparnaðar­ og fjár­ festingarstig verið lágt saman­ borið við Norðurlöndin þrátt fyrir að hlutfall skyldusparnaðar sé hæst hérlendis. Hvata til fjár­ festinga virðist því skorta. Á sama tíma hafa launagreiðslur sem hlut­ fall af heildarvirðisauka verið háar í alþjóðlegum samanburði. Íslenska þjóðarkakan skiptist því fremur launþegum en fjárfestum í hag. Til lengri tíma getur lágt fjárfestingar­ stig reynst dragbítur á framleiðni og því ástæða til að efla umhverfi til fjárfestinga frekar en að gera það fjandsamlegra. Eðli fjármagnsmarkaða Fjárfestar geta valið um ólíkar leiðir þegar kemur að ávöxtun fjármagns. Innstæður á bankareikningum og skuldabréf skila öruggri en hlut­ fallslega lágri ávöxtun. Fjárfesting í þessum eignum skilar sér til baka með greiðslu vaxta. Fjárfestingar í hlutabréfum fyrirtækja eru áhættu­ samari valkostur og skila sér til baka í gegnum arðgreiðslur. Þær eru jafnframt mikilvægustu fjár­ festingarnar þegar kemur að verð­ mætasköpun. Fjármögnun sam­ neyslu og greiðsla launa á sér ekki stað nema með arðbærum fyrir­ tækjum og án þeirra væri grund­ völlur efnahagskerfisins numinn á brott. Þetta vita stjórnmálamenn, fjölmiðlar og fulltrúar þeirra sam­ taka sem eiga aðkomu að rekstri líf­ eyrissjóða landsins. Það er eðlileg krafa að umræddir aðilar fjalli um arðgreiðslur með framangreindar staðreyndir í huga. Hverra hagsmuna er verið að gæta? Lífeyrissjóðirnir eru langstærstu fjárfestar landsins og ávöxtun þeirra skiptir sköpum fyrir afkomu Íslendinga. Þá eru hlutabréf í skráðum félögum meðal bestu fjárfestingarkosta sjóðanna, enda vænt langtímaarðsemi tiltölulega há og upplýsingaskylda umræddra fyrirtækja mikil. Það skýtur því skökku við þegar lífeyrissjóðir og aðstandendur þeirra standa í vegi fyrir arðgreiðslum skráðra fyrirtækja í þeirra eigu. Með því er samhliða dregið úr væntri ávöxtun umræddra fyrirtækja og almennum hvata fyrirtækja til að skrá hlutabréf sín á skipulagðan verðbréfamarkað. Hvort tveggja skapar tjón fyrir hagkerfið og vegur að hagsmunum sjóðfélaga lífeyris­ sjóðanna. Upplýst umræða er öllum í hag Tæknilegar afkomutilkynningar veita oft ófullnægjandi svör við spurningum neytenda og annarra hagsmunaðila. Gagnsæi og virk upplýsingamiðlun eru því mikil­ vægar forsendur trausts. Fyrirtæki landsins þurfa í auknum mæli að laga sig að kröfu um slíka hegðun, einkum stórfyrirtæki á neytenda­ markaði. Á sama tíma er óásættan­ legt að stjórnmálamenn, fjölmiðlar og aðstandendur lífeyrissjóða fjalli um arðgreiðslur með jafn óábyrgum hætti og raun ber vitni. Heilbrigð fyrirtæki eiga að skila ásættanlegum langtímaarði. Öðru­ vísi verður ekki staðið undir þeim lífskjörum sem Íslendingar vilja búa við. Fyrirtæki eiga að skila arði Frosti Ólafsson framkvæmda­ stjóri Viðskipta­ ráðs Íslands Björgvin Guðmundsson viðskipta­ fræðingur Fyrirtæki landsins þurfa í auknum mæli að laga sig að kröfu um slíka hegðun, einkum stórfyrirtæki á neyt- endamarkaði. Á sama tíma er óásættanlegt að stjórn- málamenn, fjölmiðlar og aðstandendur lífeyrissjóða fjalli um arðgreiðslur með jafn óábyrgum hætti og raun ber vitni.Ég tel, að lífeyrisþegar séu ekki með bætur heldur lífeyri. En það eru hins vegar aðrir á Íslandi, sem eru að fá bætur í dag: Fyrst og fremst eru það þeir, sem fá afnot af auð- lindum þjóðarinnar án þess að greiða fullt afgjald fyrir. Það er gert í ljósi þess að skilningur á nauðsyn og gildi náttúruverndar fer sívaxandi á meðal fólks og að kröfunni um friðun miðhálendisins eykst fylgi ár frá ári. Á sama tíma er sóst eftir því að svipta hálendið sérkennum sínum, breyta ásýnd þess og eiginleikum og eyða því þar með sem einstöku fyrirbæri á heimsvísu. varð til víðáttumesti þjóðgarður Íslands, og raunar Evrópu, árið 2008. Frá stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs hafa þingmenn VG beitt sér fyrir enn víðtækari verndun hálendisins. Og nú liggur fyrir þingsályktunar­ tillaga alls þingflokks VG en í henni er lagt til að þjóðgarður verði stofn­ aður sem taki yfir allt miðhálendi Íslands. Það er gert í ljósi þess að skiln­ ingur á nauðsyn og gildi náttúru­ verndar fer sívaxandi á meðal fólks og að kröfunni um friðun miðhá­ lendisins eykst fylgi ár frá ári. Á sama tíma er sóst eftir því að svipta hálendið sérkennum sínum, breyta ásýnd þess og eiginleikum og eyða því þar með sem einstöku fyrirbæri á heimsvísu. Nægir þar að nefna að í hugmyndabanka orkufyrirtækj­ anna má nú finna að minnsta kosti fimmtán hugmyndir að virkjunum og uppistöðulónum á hálendinu. Þá eru uppi ýmsar hugmyndir um raflínulagnir og uppbyggða vegi á hálendinu. Við þeim áætlunum þarf að sporna. Viðhorfskannanir meðal almennings sýna hins vegar að meirihluti íslensku þjóðarinnar er hlynntur stofnun miðhálendis­ þjóðgarðs, enda stuðningur vaxið almennt við náttúruvernd og mót­ staðan styrkst gegn hugmyndum og áætlunum um stórfellda mann­ virkjagerð á miðhálendi Íslands. Miðhálendi Íslands á hvergi sinn líka. Þar er samspil jarðelds og íss stórbrotið og fágætar aðstæður með auðnum og ósnortnu víðerni sem auka mjög á aðdráttarafl landsins og lífsgæði okkar allra í návígi við síkvika náttúruna. Þessa náttúru­ gersemi ber okkur Íslendingum að varðveita og vernda, ekki bara okkar sjálfra vegna, heldur í þágu komandi kynslóða og náttúrunnar sjálfrar. Þess vegna verðum við öll að berjast fyrir verndun miðhá­ lendisins. 1 7 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r26 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.