Fréttablaðið - 17.03.2016, Blaðsíða 30
Tryggvi Felixson í Fréttablað-inu 3.3. og Snorri Baldursson í sama blaði 7.3. gera harða
hríð að undirrituðum vegna greinar
minnar í blaðinu 27.2. Um leið og ég
virði góðan hug og einbeittan vilja
þeirra til þess að varðveita þau verð-
mæti sem felast í íslenskri náttúru
þá afsakar það á engan hátt endur-
teknar tilraunir þeirra til þess að
afflytja texta og innihald laga um
rammaáætlun þannig að það henti
þeirra málstað.
Þeir reyna hvað þeir geta að ætla
verkefnisstjórn rammaáætlunar
nýtt og stærra hlutverk í stjórnsýsl-
unni og Snorri, sem reyndar sakar
undirritaðan um að viðhafa vonda
lögfræði, gengur svo langt að kalla
hana „fjölskipað stjórnvald sem er
jafnsett Orkustofnun í stjórnkerf-
inu“. Lítum á það hvað sagt er um
þetta í athugasemdum með frum-
varpinu: „Líkt og fyrri verkefnis-
stjórnum yrði henni eingöngu ætlað
að hafa ráðgjafarhlutverk. Verði
frumvarpið að lögum er því á engan
hátt hróflað við hlutverki opinberra
stofnana á sviði rannsókna og stjórn-
sýslu.“
Hvar liggja mörk friðlýsingar?
Tryggvi telur óþarfa að skilgreina
það svæði sem á að njóta verndar
því í skýringum við lögin standi að
virkjunarsvæði í vatnsafli miðist við
allt vatnasvið fallvatns ofan virkjun-
ar og farveg fallvatnsins neðan virkj-
unar. Í athugasemdum við frum-
varpið segir hins vegar: „Í 4. mgr.
kemur fram að verkefnisstjórnin
skuli afhenda ráðherra rökstuddar
tillögur um flokkun virkjunarkosta
og afmörkun landsvæða í samræmi
við flokkunina. Á verkefnisstjórnin
því að afmarka virkjunarsvæði og
þau landsvæði sem hún telur rétt að
friðlýst séu.“ Þar er reyndar einnig
sagt að til álita komi að vernda heil
vatnasvið en líka skýrt tekið fram að
til álita komi að friðlýsa hluta vatna-
sviðs eða hluta fallvatns.
Lög um rammaáætlun eru skýr
um það hvernig virkjunarkostir
koma til umfjöllunar hjá verkefnis-
stjórn sbr. eftirfarandi tilvísun úr
9. grein laganna. Þar koma fram
hlutverk Orkustofnunar og verk-
efnisstjórnarinnar.
„Ef virkjunarkostur er að mati
Orkustofnunar nægilega skilgreind-
ur skal verkefnisstjórn fá hann til
umfjöllunar. Orkustofnun getur
einnig að eigin frumkvæði falið
verkefnisstjórn að fjalla um virkj-
unarkosti. Verkefnisstjórn fjallar
um virkjunarkosti skv. 2. mgr. og þau
landsvæði sem viðkomandi virkj-
unarkostir hafa áhrif á að hennar
mati. Verkefnisstjórn getur að eigin
frumkvæði eða samkvæmt beiðni
endurmetið virkjunarkosti og land-
svæði sem gildandi áætlun nær til og
lagt til breytingar á henni.
Í framhaldi af þessu er skýrt hve-
nær virkjanakostir koma ekki leng-
ur til umfjöllunar í rammaáætlun,
þ.e.a.s ef leyfi til nýtingar eða virkj-
unar hefur verið gefið út eða ef frið-
lýsing, ekki tillaga um friðlýsingu,
bannar framkvæmdina.
Tillaga um friðlýsingu
er ekki friðlýsing
Tryggvi býsnast yfir þeirri ósvífni
Orkustofnunar að leggja fram til-
lögur um breyttar útfærslur á virkj-
unarkostum, sem eru í verndar-
flokki annarrar rammaáætlunar. Þá
þarf hann að útskýra hvað átt er við
með eftirfarandi málsgrein í athuga-
semdum með frumvarpinu:
„Einnig þarf áætlunin að skapa
svigrúm til ákvarðana um friðlýsingu
ákveðinna svæða gagnvart orku-
vinnslu. Til þess að svo megi verða
þarf áætlunin að ná til hæfilega
langs tíma. Á sama tíma verður þó að
veita ákveðið svigrúm til aðlögunar
með tilliti til breyttra forsendna. Í því
sambandi getur m.a. þurft að taka
tillit til nýrra virkjunarkosta. Einn-
ig þarf að vera unnt að taka tillit til
nýrra rannsókna og nýrrar þekkingar
og tækni. Þá má nefna að aðferðir við
nýtingu viðkomandi orkulinda hafa
breyst og nýjar aðferðir verið þró-
aðar við mat á áhrifum nýtingar og
verndargildis viðkomandi svæða.“
Í upphaflegu frumvarpi var
ákvæði um að gildistími ramma-
áætlunar yrði 12 ár. Í nefndaráliti
atvinnuveganefndar er lagt til að
það ákvæði yrði fellt á brott með
eftirfarandi rökstuðningi: „Að mati
nefndarinnar er þetta óþarft þar sem
verndar- og orkuáætlunin er stöðugt
í endurskoðun og því ekki endanleg
áætlun en hún kemur til endurskoð-
unar eigi sjaldnar en á fjögurra ára
fresti “
Þetta verður að mínu mati ekki
túlkað öðruvísi en svo að þeir kostir
sem ekki fá umfjöllun hjá verkefnis-
stjórn rammaáætlunar og eru ekki
með í ályktun Alþingis á hverjum
tíma lendi sjálfkrafa í biðflokki.
Ég vil ekki trúa að það sé mark-
mið þeirra sem berjast fyrir því að
kostir í núverandi verndarflokki séu
ekki teknir til umfjöllunar í máls-
meðferð þriðju rammaáætlunar
og hafni þannig í biðflokki næstu
áætlunar. Mikilvægt er að tryggt
verði, að slíkir kostir fái lögformlega
rétta málsmeðferð samkvæmt þeim
lögum sem tóku gildi eftir að önnur
rammaáætlun var samþykkt.
Af góðri og vondri lögfræði
Þetta verður að mínu mati
ekki túlkað öðruvísi en svo
að þeir kostir sem ekki fá
umfjöllun hjá verkefnis-
stjórn rammaáætlunar og
eru ekki með í ályktun
Alþingis á hverjum tíma
lendi sjálfkrafa í biðflokki.
Guðni A.
Jóhannesson
orkumálastjóri
Meðferðarúrræði fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum hefur verið
starfrækt fyrst frá 1998 til 2002 og
síðan óslitið frá 2006 undir nafninu
„Karlar til ábyrgðar“. Undanfarin
misseri hefur konum sem gerendum
og körlum sem þolendum einnig verið
boðið upp á aðstoð. Hefur sú þjónusta
farið vaxandi, þó hægt fari.
Þessar útvíkkuðu forsendur hafa
leitt til þess að nafnið, sem átti svo
ágætlega við í upphafi, er nú orðið
villandi. Því hefur verið ákveðið að
leggja til hliðar hið upprunalega nafn
og velja annað sem hefur breiðari
skírskotun: Heimilisfriður, með
undirtitlinum „Meðferðar- og þekk-
ingarmiðstöð um ofbeldi í nánum
samböndum“.
Með þessum undirtitli er vísað til
þess að auk þess að bjóða gerendum
og þolendum ofbeldis í nánum sam-
böndum upp á meðferð er Heim-
ilisfriði ætlað að miðla fræðslu og
þjálfun varðandi ofbeldi í nánum
samböndum og afleiðingar þess til
fagfólks og almennings. 8. mars sl. var
undirritaður þjónustusamningur vel-
ferðarráðuneytisins við Heimilisfrið
þar sem kveðið er á um að ráðuneytið
greiði niður meðferð fyrir gerendur af
báðum kynjum auk áhættumatsvið-
tala við maka. Auk þessa mun Heim-
ilisfriður bjóða þolendum meðferð í
samvinnu við félagsþjónustur sveitar-
félaga.
Vel varðveitt leyndarmál
Til skamms tíma var ofbeldi í nánum
samböndum vel varðveitt leyndar-
mál. Þó vitað væri að slíkt ætti sér stað
var hið ríkjandi viðhorf að ofbeldi
milli karls og konu í nánu sambandi
félli undir friðhelgi einkalífsins. Það
voru kvennahreyfingar 7. og 8. ára-
tugarins sem opnuðu umræðuna og
beittu sér fyrir aðstoð við konur sem
bjuggu við ofbeldi af hendi maka síns:
kvennaathvörfum var komið á fót og
aukinn þrýstingur var á lögreglu og
heilbrigðisstarfsfólk að gefa þessu
vandamáli gaum: þróa viðeigandi við-
brögð og spyrja viðeigandi spurninga.
Frá byrjun var ofbeldi í nánum
samböndum skilgreint sem kynbund-
ið, þ.e. gerendurnir væru í langflestum
tilvikum karlar og þolendurnir í lang-
flestum tilvikum konur. Ofbeldið var
talið eiga sér rætur í gildum feðraveld-
isins: hin kynbundna félagsmótun,
stofnanir og formgerð samfélagsins,
viðhorf og venjur, eignarréttur karla
og ábyrgðarleysi samfélagsins gagn-
vart því sem ætti sér stað innan veggja
heimilisins. Sálfræðilegum skýringum
á hegðun gerandans var hafnað. Á
þessu hefur orðið breyting.
Undanfarið hefur verið fjallað um
það í fjölmiðlum að rannsóknir sýni
að það er sáralítill munur á ofbeldis-
beitingu kynjanna í nánum sam-
böndum, þ.e. að það sé álíka algengt
að konur og karlar beiti líkamlegu
ofbeldi. Þetta eru ekki nýjar fréttir,
rannsóknir allt aftur til 1975 hafa
staðfest þetta. Þannig að það er löngu
ljóst að heimilisofbeldi er ekki kyn-
bundið í þeim skilningi að það séu
einungis karlar sem eru gerendur og
einungis konur sem eru þolendur.
Tímabær skref
Hins vegar er ofbeldi í nánum sam-
böndum kynbundið í þeim skilningi
að í þorra alvarlegustu tilvikanna eru
karlar gerendur og konur þolendur og
það er einnig kynbundið í þeim skiln-
ingi að rannsóknir sýna að konur sem
eru þolendur upplifa ofbeldi af hendi
maka miklu frekar sem ógnun en
karlar sem eru þolendur. Þessi munur
verður auðveldlega skýrður með lík-
amsburðum, en einnig er líklegt að
félagslegar og fjárhagslegar ástæður
hafi veruleg áhrif, þ.e. konur eru lík-
legri til að vera félagslega og fjárhags-
lega háðari sambandinu en karlar.
Þess vegna er rökrétt að þróunin
hafi verið sú að fyrst er athyglinni
beint að heimilisofbeldi þar sem
karlar eru gerendur og konur þol-
endur og meðferðar- og stuðnings-
úrræði þróuð út frá þörfum þeirra, en
síðan sé athyglinni beint að stuðningi
við karla sem eru þolendur og með-
ferð fyrir konur sem eru gerendur. Sé
athyglinni og úrræðunum eingöngu
beint að hinu kynbundna ofbeldi er
ljóst að hópur gerenda og þolenda og
börn þeirra fá litla athygli í umræð-
unni og þ.a.l. litla hvatningu til að
leita sér hjálpar til að rjúfa vítahring
ofbeldisins. Að mati greinarhöfunda
var orðið tímabært að stíga þau skref
hér á landi.
Ofbeldi í nánum samböndum:
Heimilisfriður, meðferðar-
úrræði fyrir gerendur
Andrés Proppé
Ragnarsson
sálfræðingur
Einar Gylfi
Jónsson
sálfræðingur
Sé athyglinni og úrræðunum
eingöngu beint að hinu kyn-
bundna ofbeldi er ljóst að
hópur gerenda og þolenda
og börn þeirra fá litla athygli
í umræðunni og þ.a.l. litla
hvatningu til að leita sér
hjálpar til að rjúfa vítahring
ofbeldisins.
STOMP PRODUCTIONS OG GLYNIS HENDERSON PRODUCTIONS
KYNNA Í SAMSTARFI VIÐ SENU LIVE
HARPA11. &12. JÚNÍ
MIÐASALA TIX.IS, HARPA.IS OG Í MIÐASÖLU HÖRPU.
NÁNAR Á WWW.SENA.IS/STOMP
„SANNKALLAÐIR
SVIÐSTÖFRAR!“
- THE SUNDAY TELEGRAPH
REYKJAVÍK LONDON NEW YORK DUBAI LAS VEGAS
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA!
REYKJAVÍK
SÍÐDEGIS
ER Í LOFTINU
MILLI KL. 16:00 - 18:30VIRKA DAGA
1 7 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r30 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð