Fréttablaðið - 17.03.2016, Síða 64
Við opnum í dag á sjálfan St. Patrick’s day, sem er tilvalið þar sem þetta er írskur pöbb
og stemningin á staðnum í anda
Írlands. Á föstudaginn verðum við
svo með formlegt opnunarpartí, þar
sem við ætlum að gleðjast með vinum
og fjölskyldu og fagna opnun Drunk
Rabbit en við höfum unnið hér dag og
nótt í nær fjóra mánuði,“ seg ir Andr
és Björns son, ann ar eig andi Drunk
Rabbit í Aust ur stræti.
Þeir félagar Andrés og Ómar
Ingimars son lentu í hörðum deilum
vegna nafnsins sem þeir völdu á
staðinn í upphafi en létu það ekki á
sig fá. Þeir félagar höfðu farið til New
York til að kynna sér írska pöbba og
sækja sér innblástur varðandi útlit
og stemningu fyrir staðinn. Í kjölfar
ferðarinnar völdu þeir nafnið Dead
Rabbit, en þar sem annar staður ber
það nafn fengu þeir ábendingu um
að þetta væri ekki við hæfi og ákváðu
þeir því að breyta nafni barsins.
„Okkur bárust þær fréttir að eig
endur The Dead Rabbit í New York
væru ekki sátt ir og teldu okkur vera
að herma eftir þeim. Í framhald
inu fengum við frekar neikvæða
umfjöllun frá öðrum bareigendum
í Reykjavík. Eftir talsverðar vanga
veltur tókum við þá ákvörðun að
breyta nafninu í Drunk Rabbit Irish
Pub, enda er miklu betra að vera
fullur heldur en dauður,“ segir Andr
és léttur í bragði.
Á staðnum verður boðið upp á
fjölbreytta kokteila en þeir félagar
hafa fengið í lið við sig reynda bar
þjóna sem hafa hannað kokteilaseðil
þar sem er að finna yfir tuttugu mis
mundi kokteila. Auk þess hyggjast
þeir bjóða upp fjölbreytt úrval bjór
tegunda. Allt á staðnum eru uppruna
legar antikvörur frá Írlandi og óhætt
að segja að ásýnd staðarins beri mann
hálfa leið til Írlands.
„Ég hannaði staðinn ásamt Ómari
og lagði mikið upp úr því að lúkkið
á staðnum yrði í anda írskra pöbba,
ég er með mikið af flottum antikhús
gögnum frá Írlandi, heildarlúkkið á
staðnum er svokallað „old fashion“.
Við lögðum mikla áherslu á það
að staðurinn væri fyrir alla, bæði
skemmtilega stelpnahópa sem vilja
setjast niður og fá sér flotta viskí
kokteil a að írsk um sið og fyrir þá
sem vilja kíkja með félögunum eftir
vinnu og horfa jafnvel á skemmti
lega íþróttaviðburði en við ætlum
að sýna alla stóru íþróttaviðburðina
sem fram undan eru,“ segir Andrés og
bætir við að hann sé mjög ánægður
með útkomuna.
Þeir Andrés og Ómar Ingimars son
eru ekki að opna bar í fyrsta skipti en
þeir ráku staðinn Brook lyn Bar sem
var í sama húsnæði.
„Við opnuðum Brooklyn Bar, það
gekk ekki alveg eins og ætlað var, en
við lærðum af reynslunni. Brooklyn
Bar þróaðist hálfpartinn í hamborg
arastað en það var alls ekki ætlunin.
Við tókum því ákvörðun um að loka
staðnum og byrja upp á nýtt; á Drunk
Rabbit komum við einungis til með
að bjóða upp á snarl með drykkj
unum,“ segir Andrés fullur bjartsýni.
gudrunjona@frettabladid.is
Miklu betra að vera fullur en dauður
Félagarnir Andrés Björnsson og Ómar Ingimarsson opna Drunk Rabbit Irish Pub í
Austurstræti. FRéttABlAðIð/ERnIR
Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands og hef þær hugmyndir að Ísland sé algjörlega
töfrandi staður. Ég er viss um að
ég mun fá góðan innblástur fyrir
listsköpun mína hér,“ segir Hanna
Karlzon aðspurð hvort hún telji
landið geta veitt henni innblástur,
en hún kom til Íslands í gær og verð
ur viðstödd litapartí í A4 í Skeifunni
í kvöld frá klukkan 20.00. Þar mun
hún segja fólki frá bakgrunni sínum
og hvernig hún rakst inn í þennan
litaheim.
Allar teikningar Hönnu eru hand
unnar og kýs hún helst að nota blek
við listsköpun sína. Hanna er þekkt
fyrir að leyfa smáatriðunum að
njóta sín en henni finnst skemmti
legast að teikna blóm, tré, hús og
dýr. Innblásturinn fær hún frá nátt
úrunni og oft eru teikningar hennar
sveipaðar dulúð og draumkenndum
tilfinningum.
„Ég fæ mestan innblástur frá
náttúrunni í kringum mig í Norð
urSvíþjóð þar sem ég bý. Móðir
mín býr í gömlu húsi sem hefur
tilheyrt fjölskyldunni okkar í
margar kynslóðir. Húsið stendur
alveg í skógarjaðrinum og það er
æðislegur garður í kringum húsið.
Þegar ég leita að hugmyndum fyrir
teikningarnar mínar hugsa ég alltaf
um þennan fallega stað. Þegar ég
teikna myndirnar mínar reyni ég
að sameina náttúruna og æsku
minningar, svo finnst mér gaman
að bæta við draumkenndu ívafi,“
segir Hanna.
Smáatriðin eru áberandi í teikn
ingum Hönnu og litabækurnar
hennar hafa rokið út eins og heitar
lummur. Framleiðslan hefur aukist
mikið undanfarin ár vegna mikillar
eftirspurnar og vinsælda. En hvað
ætli taki langan tíma að teikna
mynd sem hefur þessi óteljandi
smáatriði?
„Það fer alveg eftir því hversu
flókin myndin er, ef ég er í stuði og
teikna heila opnu getur það tekið
allt að tvo daga, en ef ég er
að gera eina mynd tekur
það einn dag. Ég
verð nánast aldrei
óþolinmóð þegar
ég er að skapa og
teikna, en það
getur þó komið
fyrir. Sérstak
lega þegar ég
er alveg að
v e r ð a b ú i n
með mynd og er
farin að sjá fyrir
mér næstu mynd.
Svo hefur það líka
komið fyrir þegar ég er
að renna út á tíma,“ segir
Hanna og bætir við að það að
teikna taki tíma og er hún alveg sátt
við það.
Hanna hefur teiknað myndir frá
því hún man eftir sér, en stíll hennar
hefur þróast mikið enda er ferillinn
langur hjá þessari stjörnulistakonu
sem hefur vakið athygli um allan
heim.
„Ég hef teiknað alveg síðan ég
man eftir mér, í upphafi var ég mest
í grafík teikningum og málverkum.
Þessar svokölluðu blekteikningar
sem ég er að gera núna hef ég verið
að þróa síðustu ár. Þegar ég var að
byrja að teikna gerði ég blekmyndir
því ég var mikið að vinna með silki
þrykk. Ég teiknaði mína eigin hönn
un og þrykkti á föt.
Eftir talsverðan tíma í þeirri
vinnu ákvað ég að einbeita mér
hægt og rólega einungis að teikn
ingum og ákvað að halda mig við
hreinar blekteikningar. Stuttu síðar
fór ég að gera litabækurnar og þá
fór ég að þróa teikningarnar mínar
ennþá meira. Ég þróaði mynd
irnar þannig að það
væri auðveldlega
hægt að teikna
þær en á sama
t í m a væ r u
þ æ r l í k a
flottar einar
og sér án
lita,“ segir
Hanna létt
í bragði.
Algjör rokkstjarna í
litabókabransanum
Hanna Karlzon, sænskur hönnuður og menntaður myndlistar-
kennari, er konan á bak við litabækurnar sem allir elska. Heimurinn
bíður í ofvæni eftir nýju litabókinni hennar, Sommarnatt, sem
kemur út í apríl á heimsvísu. Þetta litabókaæði er ekki bara bundið
við Ísland heldur hefur það farið eins og eldur í sinu um heiminn.
Hér má sjá teikn-
ingu sem er í nýjustu
litabók Hönnu,
Sommarnatt.
Ég fæ
MestAn
innblástur frá
náttúrunni í
kringuM Mig hÉr í
norður-svíþjóð
þAr seM Ég bý.
Móðir Mín býr í
göMlu húsi seM
hefur tilheyrt
fjölskyldunni
okkAr í gegn uM
MArgAr kyn-
slóðir.
Ég hef verðið Að
teiknA Alveg síðAn
Ég MAn eftir MÉr, í upphAfi
vAr Ég Mest í grAfíkteikn-
inguM og MálverkuM. þessAr
svokölluðu blekteikningAr
seM Ég er Að gerA núnA hef
Ég verið Að þróA síðustu ár.
Guðrún Jóna
Stefánsdóttir
gudrunjona@frettabladid.is
Hanna Karlzon, sænskur hönnuður, er konan á bak við litabækurnar sem allir
elska. MynD/SAMuEl PEttERSSon
1 7 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r64 L í F I ð ∙ F r É T T a B L a ð I ð
Lífið