Fréttablaðið - 17.03.2016, Qupperneq 66
Við erum reyndar
ákVeðnir í að spila
lag sem Við höfum aðeins
einu sinni spilað, þá á
sónarhátíðinni í ár.
Kristján Kristjánsson heldur upp á
60 ára afmælið sitt í Hörpu. Hann
lítur yfir farinn veg, leikur lögin sín,
segir sögur og tekur á móti gestum.
Hljómsveit skipa Eyþór Gunnarsson,
Jón Ólafsson, Guðmundur Pétursson,
Benedikt Brynleifsson, Bryndís Halla
Gylfadóttir, Lilja Valdimarsdóttir,
Andri Ólafsson og Sölvi Kristjánsson.
Þorleifur og Kormákur úr gamla góða
KK bandinu mæta og Maggi Eiríks og
Ellen líta að sjálfsögðu í heimsókn.
Verið hjartanlega velkomin
á afmælistónleika KK í Hörpu.
09
04
16
Midasala á tix.is, harpa.is, í midasölu Hörpu og í síma 528 5050
60 ÁRA
AFMÆLISTÓNLEIKAR
Í ELDBORG
9. APRÍL 2016
KK BAND
ELLEN KRISTJÁNS
MAGGI EIRÍKS
EYÞÓR GUNNARS
JÓN ÓLAFSSON
FJÖLDI ANNARRA
LISTAMANNA
Það er lítið mál fyrir okkur að að mæta á Kex, fá okkur kannski einn bjór og spila á tónleikum
þar sem við getum safnað peningum
fyrir UNICEF. Við þurfum þennan
klukkutíma ekki, og sér í lagi ekki
í stóra samhenginu,“ segir Helgi
Sæmundur Guðmundsson, annar
tvíeykisins í einhverri vinsælustu
rappsveit landsins, Úlfur Úlfur. Stígur
bandið ásamt tónlistarfólkinu í Milky
whale, AmabAdamA, Sóleyju, Kött
Grá Pjé, dj. flugvél og geimskipi og DJ
Silja Glømmi á svið á Kexi hosteli í
kvöld, er blásið verður til styrktartón
leika í ljósi þess að fimm ár eru liðin frá
upphafi átaka í Sýrlandi.
„Þetta snertir alla. Eins og staðan
er núna eru um tvær og hálf milljón
barna á flótta. Það skiptir máli að geta
lagt sitt af mörkum í þessari söfnun,
en allt sem kemur inn rennur óskipt
til UNICEF. Allir listamennirnir og þeir
sem að þessu koma gefa vinnu sína. Ég
mun sömuleiðis pottþétt borga mig
sjálfur inn,“ bendir Helgi á og bætir við
að sannarlega séu forréttindi fólgin í
að vera í þeirri stöðu að geta hjálpað
með þessum hætti.
Segist Helgi býsna ánægður með þá
tónlistarmenn sem stefni á að pakk
fylla Kex. „Þetta er góður vinahópur
í rauninni. Við unnum með Kött Grá
Pjé á síðustu plötu og erum þannig oft
saman á tónleikum. Vorum með dj.
flugvél og geimskipi um daginn og svo
er alltaf ákveðin tenging við AmabA
dama,“ segir hann og glottir. „Auk þess
sem krakkarnir eru góðir vinir okkar,
við höldum mikið með þeim. Þetta er
allt saman toppfólk.
Að einhver geti leitað til manns
og maður þannig lagt hönd á plóg er
mjög góð tilfinning. Við reynum eftir
fremsta megni að hjálpa þegar við
erum beðnir.“
Hefjast leikar klukkan 17.30 á morg
un en Helgi og Arnar Freyr Frostason,
mótherji hans í bandinu, loka kvöldinu
og stíga á svið klukkan 22.30. Aðspurð
ur um hvort þeir hagi prógramminu
eitthvað öðruvísi á tónleikum er snerta
á viðkvæmum málefnum samanborið
við til dæmis Airwaves segir hann svo
ekkert endilega vera.
„Við ákveðum aldrei fyrirfram hvað
við gerum heldur mætum bak við og
metum stöðuna og stemninguna í
salnum. Þannig að það kemur ekki í
ljós fyrr en á reynir. Við erum reyndar
ákveðnir í að spila lag sem við höfum
aðeins einu sinni spilað, þá á Sónarhá
tíðinni í ár. Það er ekki komið út, og
ekki einu sinni komið nafn á það,“
segir hann og brosir. „Þeir sem ekki
mæta geta sent sms í 1900 og lagt
þannig 1.900 krónur inn á samtökin.
En það kostar 1.500 krónur inn, svo
maður nánast græðir á að koma og
hlusta á fullt af góðri tónlist,“ segir
hann og skellir upp úr. – ga
munar ekkert
um þennan
klukkutíma
Að einhver geti leitað til manns og maður
þannig lagt hönd á plóg er mjög góð tilfinn-
ing, segir Helgi Sæmundur Guðmundsson,
annar meðlimur Úlfs Úlfs sem auk annarra
banda safnar fyrir UNICEF á Kexi í kvöld.
Hópurinn er ánægður með að geta lagt hönd á plóg og safnað peningum með þessum hætti. Fjörið hefst klukkan 17.30 og Úlfur Úlfur stígur á svið kl. 22.30 með lokaatriðið. Fréttablaðið/anton brink
1 7 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r66 L í F I ð ∙ F r É T T a B L a ð I ð