Fréttablaðið - 17.12.2016, Síða 24

Fréttablaðið - 17.12.2016, Síða 24
Sjónvarpið um helgina Laugardagur 12.20 Palace Chelsea Sport 15.10 Atletico - Las Palmas Sport 16.20 Stjarnan - Haukar Sport 2 17.15 Stoke - Leicester Sport 3 17.20 WBA - Man. Utd Sport 18.30 Sunderland - Watford Sport 2 19.30 Boro - Swansea Sport 20.10 West Ham - Hull Sport 2 Sunnudagur 13.20 Bournemouth - Soton Sport 14.30 Darmstadt - Bayern Sport 2 15.50 Man. City - Arsenal Sport 19.10 Tottenham - Burnley Sport 2 19.40 Barcelona - Espanyol Sport 21.20 Denver - N. England Sport 2 Klopp elsKar rocKy Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri liverpool, sló að venju á létta strengi á blaðamannafundi en það er nánast hægt að ganga að því vísu að Þjóðverjinn bjóði upp á eitthvað skemmtilegt. liverpool mætir everton á mánu- dagskvöldið í lokaleik sínum fyrir jól en leikurinn fer fram á Goodi son park. Klopp komst að því í vikunni að Goodison park kemur við sögu í einni rocky-myndanna. „Það var algjör tilviljun en ég fór í jólapartí í gær og þegar ég kom heim hafði ég ekkert að gera. Ég ákvað að horfa á myndina creed sem var mjög góð,“ sagði Jürgen Klopp og bætti við: „Ég hafði ekki hugmynd um að Goodison park kæmi við sögu í myndinni. Hann leit vel út en ekkert meira en það,“ sagði Klopp brosandi. Bardaginn í creed fór einmitt fram á Goodison park en sylvester stallone er mikill everton- maður. „Þegar ég var yngri reyndi ég einu sinni að nota söguna úr rocky IV, þegar rocky mætir Ivan Drago, á fundi með leikmönnum mínum. eftir aðeins fimm mínútur fór ég að átta mig á því að leikmennirnir höfðu ekki hugmynd um hvað ég var að tala um,“ sagði Klopp. „Ég varð að hætta með söguna því aðeins tveir af leikmönn- unum höfðu séð myndina,“ sagði Klopp. „rocky er æðisleg saga. Ég hef elskað rocky alla mína ævi.“ 1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r24 s p o r t ∙ F r É t t A b L A ð i ð KörFUboLti „Þetta kom mér á óvart því ég bjóst ekki við því að ég myndi yfirgefa Njarðvík á þessari leiktíð,“ segir bandaríski körfuboltamaður- inn stefan Bonneau sem Njarð- víkingar ákváðu að semja ekki við aftur, en samningur hans rann út í desember. Bonneau hefur heillað körfuboltaáhugamenn með til- þrifum sínum síðan hann kom til landsins í janúar 2014 en dvöl hans á Íslandi er lokið í bili. „Mér var sagt að Njarðvík vildi núna vera með stóran mann,“ segir Bonneau sem hefur undanfarin misseri vegna meiðsla sinna deilt mínútum með nokkrum öðrum bandarískum leik- mönnum sem eru alltaf stærri og spila undir körfunni. Þetta hefur verið eitt af a ð a l u m ræ ð u e f n u n u m í kringum Njarðvík en nú þegar Bonneau er heill héldu flestir að hann yrði fyrir val- inu en svo var ekki. Þetta kom þessum smáa en knáa bakverði verulega á óvart en skilaboðin fékk hann ekki frá Daníel Guðna Guðmunds- syni, þjálfara liðsins. Bestu stuðningsmennirnir „Danni sagði mér ekki frá þessu. Ég fékk bara skilaboð um þetta og vissi ekki alveg hvað ég átti að segja. Ég fékk sjokk þegar mér var sagt þetta ef ég á að vera heiðarlegur. Ég vissi ekki hvað ég átti að segja eða gera,“ segir Bonneau sem hugsar þó bara með hlýhug til Njarðvíkur. „Þó ég hafi ekki verið alveg sáttur við hvernig þetta var afgreitt yfir- gef ég ekki Njarðvík með óbragð í munni. Ég elska fólkið þarna og stuðningsmenn Njarðvíkur eru þeir bestu sem ég hef spilað fyrir. Ég elska allt á Íslandi og mun sérstak- lega sakna krakkanna sem gáfu mér mikið og höfðu svo mikinn áhuga á öllu sem ég og liðið vorum að gera. Verst fannst mér að fá ekki tækifæri til að kveðja,“ segir Bonneau. Tók tíma að venjast Bonneau hefur margsinnis endur- tekið hversu mikið hann elskar Ísland en sterk umræða um að hann myndi fá ríkisborgararétt skapaðist fyrr á árinu. Hann minn- ist þess þegar hann kom hingað fyrst um miðjan vetur. Bonneau er ekki frá Flórída eða Kaliforníu og vandist vondu veðri á uppeldisslóðum sínum í New york, en vetrarhörk- urnar voru miklar þegar hann lenti fyrst. „Ég gat bara ekki vanist veðrinu fyrstu mánuðina hérna. Það var alltaf snjór og rok. Ég var að reyna að útskýra þetta fyrir vinum mínum en það þurfti að vera hér til að skilja þetta og aðlagast. Það gerðist svo oft þegar ég var utan- dyra að rokið feykti mér til og frá. Ég var reyndar mjög hrif- inn af sólarljósi allan sólarhring- inn,“ segir Bonneau sem er ekki bara góður í körfubolta heldur hefur útgeislun hans á velli gert hann að einum vinsælasta leikmanni deild- arinnar undanfarin ár. „Ég elska að spila leikinn. Ég brosi bara því ég elska að spila körfubolta. Það var líka svo gaman hérna fyrsta tímabilið. Mirko [stefán Virijevic] var herbergisfélagi minn og svo voru svo flottir strákar þarna eins og Magic, Ólafur Helgi og Hjörtur Hrafn. Maðurinn sem ég mun sakna mest er samt logi Gunnarsson. Það Verst að fá ekki tækifæri til að kveðja Stefan Bonneau hvarf óvænt á braut frá Njarðvík og úr Domino’s-deildinni þegar ekki var samið við hann aftur. Þessi mikli háloftafugl og skemmtikraft- ur átti ekki von á ákvörðun Njarðvíkinga. Stefan Bonneau er einn allra besti leikmaður sem hefur spilað á Íslandi en hann skemmti landsmönnum með frábærum tilþrifum. FréTTABLAðið /ErNir er kóngurinn í Njarðvík og minn maður að eilífu. logi Gunnarsson er langbesti samherji sem ég hef haft á ferlinum,“ segir Bonneau. Gæti komið aftur Bonneau var varla búinn að ná áttum eftir að samningurinn var ekki endurnýjaður þegar danska liðið svendborg rabbits með aðstoðar landsliðsþjálfarann arnar Guðjónsson í brúnni brást við skjótt. Bandaríski bakvörðurinn segist hafa gaman að því að prófa nýja deild. Hann útilokar ekki að koma aftur til Íslands og eiginlega langt frá því. „auðvitað mun ég skoða tilboð frá Íslandi ef eitthvað berst. Ég mun aldrei hafna neinu blindandi frá Íslandi án þess að skoða það. Ísland er góður staður og þangað væri ég mikið til í að koma aftur. Deildin er skemmtileg og landið gott. Ég veit ekki hvað gerist. Við sjáum til hvað gerist í sumar eða jafnvel bara í janúar,“ segir stefan Bonneau. tomas@365.is Logi Gunn- arsson er langbesti samherji sem ég hef haft á ferlinum. Stefan Bonneau Sport
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.