Fréttablaðið - 17.12.2016, Page 34

Fréttablaðið - 17.12.2016, Page 34
Hann segir harkalega sjálfsgagnrýni mögulega komna af því að hann sé hræddur við að staðna. „ Ég veit ekki hvað ég hef gert mörg lög sem hafa farið í ruslið.“ FrÉttablaðið/SteFán karlSSon V ið höfðum mælt okkur mót á Café Haiti á Geirsgötu við Ægisgarð niðri við Reykjavíkurhöfn rétt eftir hádegi. Þegar þangað var komið var eng­ inn Mugison. Við tók bið þar sem ég beið ekki aðeins eftir honum, heldur hann einnig eftir mér, bara ekki á Café Haiti, heldur á Cafe Babalú við Skólavörðustíg. „Sorrí, maður. Svona er þetta með mig og Reykjavík,“ segir Örn Elías Geirsson, betur þekktur sem Mugison, þegar ég er kominn upp á efri hæðina á Babalú og hann útskýrir fyrir mér að hann eigi alltaf jafn erfitt með að muna hvar allt er í Reykjavík. Og það þrátt fyrir að hafa unnið sem sendill fyrir Kaupþing á sínum yngri árum, segir hann glett­ inn. Einlægur og heiðarlegur gagn­ vart þessum mistökum sínum sem gerir það að verkum að maður er nánast búinn að fyrirgefa honum áður en maður hittir hann. Við ræðum aðeins hvernig ný­ afstaðna tónleikatörnin gekk, þar sem hann spilaði á Ísafirði, Akra­ nesi, í Reykjanesbæ, á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík, og fylgdi þannig eftir nýrri plötu sinni Enjoy. átti jólin fyrir 5 árum Fimm ár eru síðan hann átti jólin með húð og hári þegar hann gaf út plötuna Haglél árið 2011 sem seldist í rúmum 30 þúsund eintökum. Fjöl­ miðlar þurftu að færa sig yfir á bóka­ markaðinn til að finna hliðstæðu fyrir slíkum vinsældum en þar hafði spennusagnahöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir selt rúm 20 þúsund eintök á sama tíma. Vinsælasta lag plötunnar, Sting­ um af, var á allra vörum og varð Mugison að einum mesta tengda­ mömmudraumi landsins. Margir voru því spenntir að sjá hvað hann myndi gera næst, reyna að fylgja eftir þessum vinsældum og gefa út aðra þjóðlagaplötu á íslensku, eða halda áfram þeirri tilraunastarfsemi sem hann er svo þekktur fyrir. Hann segir aldrei hafa komið til greina að fylgja Hagléli eftir með Mugison gaf út plötuna Enjoy í haust sem hann reyndi að vinna sem mest með ónýtum hljóðfærum. Þetta gerði Mugison til að ögra sér en hann segist stundum hræddur við að staðna. Hann samdi sitt erfiðasta lag á árinu um afa sinn sem féll frá í haust. Galdurinner í mistökunum augljóst, og tekur sem dæmi lögin Please og I’m a Wolf. „Þau eru bæði systkinalög finnst mér, svona „basic“ blús, en þar er meira bara trommuheili, saxó­ fónn og farfísa. Ég þori að veðja að það hefur örugglega aldrei svo­ leiðis band komið fram á blúshátíð,“ segir Mugison og segir það hafa verið meðvitaða ákvörðun að ná slíku fram meðfram hefðbundnum lagasmíðum. „Að það þyrfti að vera „twist“.“ En hvað verður þess valdandi að tónlistarmaður leggst í plötugerð með ónýtum hljóðfærum? „Aðallega til að ögra mér. Per­ sónulega verð ég oft fyrir vonbrigð­ um þegar tónlistarmenn festast í einhverju einu þegar þeir eru búnir að finna formúluna. Ég þori að veðja að ég sé örugglega fastur í eigin klisj­ um, en ég reyni að finna einhverjar nýjar leiðir. Ég hef alltaf ruglstillt gítarinn minn þannig að ég sé ekki alltaf að fara í G­C­D. Ég ruglstilli gítarinn þannig að puttarnir verða að fara eitthvað annað og þá verða til alls konar djasshljómar, eða eitt­ hvað, sem neyða mann í eitthvað annað. Þetta er aðallega fyrir mig gert þannig að ég hafi áhuga á að klára lag,“ segir Mugison og nefnir lagið Lazing On. „Síðasta lag plötunnar. Það er eigin lega í G allan tímann, það er bara bassanótan sem hreyfist, en þetta er alveg fullt af hljómum í þessari stillingu sem ég gerði, fullt af handahreyfingum. Hefði ég fattað að þetta væri bara bassahreyfing en í grunninn væri lagið allt í G­dúr hefði ég örugglega aldrei klárað lagið, það hefði verið of leiðinlegt. Þannig að ég reyni að plata sjálfan mig, eins fáránlega og það hljómar.“ Hann segir harkalega sjálfsgagn­ rýni mögulega komna af því að hann sé hræddur við að staðna. „ Ég veit ekki hvað ég hef gert mörg lög sem hafa farið í ruslið af því að þau eru eins og Ljósvíkingur eða Kletturinn. Það er orðið erfiðara að finna eitthvað sem er spenn­ andi, því maður dettur svo rosalega í eigin klisjur, og þá stækkar bara ruslatunnan.“ annarri plötu á svipuðum nótum. „Það var aldrei spurning. Ég vissi alltaf að það yrði plata á ensku næst. Hefði ég farið á fullu að reyna að fylgja Hagléli eftir og tekið ein­ hvern paranojusjúkling á þetta og ætlað að gera aðra jafn frábæra plötu á íslensku þá hefði ég örugg­ lega skotið mig ennþá meira í löpp­ ina. Það var örugglega nógu mikið sjokk fyrir tengdamömmur Íslands að heyra mig syngja aftur á ensku,“ segir Mugison. Snobbarinn mögulega stærri Á milli Hagléls og Enjoy gerði hann margt, til dæmis tónlist við tvö leikrit Ragnars Bragasonar, Gullregn og Óskastein, tók þátt í Húnaævin­ týrinu og gerði svo plötu með Jónasi Sigurðssyni og Ómari Guðjónssyni undir nafninu Drangar. Hann segir þrjú ár í það heila hafa farið í að vinna Enjoy. „Ástæðan fyrir því að ég var svo lengi var að þetta var erfitt til að byrja með. Ég var ánægður með demóin mín, lag og texta. En síðan var ógeðslega erfitt að ná ein­ hverjum fíling. Ég gerði slatta af útgáfum af sumum laganna og það er kannski að snobbarinn í manni hafi stækkað.“ Hann nefnir sem dæmi lagið Tipzy King, lag númer fjögur á plöt­ unni. „Það var allt í lagi á kassagítar og rödd, fannst lagið vera næs og heiðarlegt. Svo prófaði ég nokkrar útgáfur af því og þá var það ógeðs­ lega bitlaust. Í því lagi til dæmis gerði ég endalausar tilraunir. Ég var með græju sem heitir Octatrack, sænskan samplara, sem ég notaði til að taka upp hverja nótu fyrir sig á gítarinn. Ég var samt búinn að eyðileggja gítarinn aðeins með drasli, svona eins og „príperað“­ píanó (undirbúið píanó). Ég hengdi eitthvert dót á hann til að láta hann hætta að hljóma eins og gítar. Hver nóta var síðan tekin upp og sett inn í samplarann og svo ruglaði ég í tónhæðinni á hverri nótu,“ segir Mugison og hermir eftir plötusnúði. „Það var ábyggilega 10 daga ferli að ná þessum gítar svona,“ segir Mugison sem ákvað að gera það sama með sönginn fyrir þetta lag. „Þá loksins fannst mér ég vera kom­ inn með nýtt og áhugavert sound á hálflélega græju. Þannig að það tók svolítið langan tíma að sortera eitt­ hvað út sem var of venjulegt og of fyrirsjáanlegt og bara með enga til­ finningu í eitthvað sem mér fannst í áttina. Fyrir einu og hálfu ári síðan fannst mér þessi bunki af lögum vera að slípast í það form að þetta væri eitthvað.“ Ónýt hljóðfæri til að ögra Fyrir hverja plötu sem hann vinnur segist hann skrifa mani­ festo, stefnuyfirlýsingu, en í tilviki Enjoy var það að vinna eins mikið og hann gat með ónýt hljóðfæri. „Og reyna að finna vinkil á eitt­ hvað sem er hefðbundið en að gera það þá aðeins öðruvísi, án þess að mamma mín myndi fatta það. Mér fannst það takast,“ segir Mugison og nefnir að á plötunni sé að finna blúslög þar sem er farið hressilega út fyrir formið, án þess að það sé svo Það var örugglega nógu mikið sjokk fyrir tengdamömmur Íslands að heyra mig syngja aftur á ensku. Birgir Olgeirsson birgir@365.is 1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r34 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.