Fréttablaðið - 17.12.2016, Side 40

Fréttablaðið - 17.12.2016, Side 40
Atli Örvarsson er einn virtasti tón­listarmaður okkar Íslendinga. Hann hefur í gegnum tíð­ina unnið til fjölda verðlauna fyrir kvikmyndatónlist sína sem er mikils metin um víða veröld. Atli hefur um árabil starfað í Los Angeles við tónsmíðar í kvik­ myndum. Fyrir rúmu ári flutti hann heim, nánar tiltekið til Akureyrar, ásamt fjölskyldu sinni og stundar þar tónsmíðar sínar. Atli hefur unnið að stórum verk­ efnum á síðustu árum. Til að mynda stórmyndinni Pirates of The Caribb­ ean, sem og að vinna að kvikmynd­ inni The Edge of 17 með Hailee Steinfeld í aðalhlutverki en hún skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hafa leikið í myndinni True Grit þar sem hún var tilnefnd til Óskars­ verðlauna. „Mest af mínum verkefnum er í Bandaríkjunum en það er að aukast talsvert í Evrópu. Einnig hef ég unnið að því að semja alla tónlist í Chicago­þáttaseríunum sem sýndar eru á NBC­sjónvarpsstöðinni, Chic­ ago Med, Chicago P.D., Chicago Fire og Chicago Justice. Þeir þættir eru að fá mikið áhorf. Um tíu milljónir manna horfa á frumsýningu þeirra þátta og svo eru þeir einnig sýndir um allan heim,“ segir Atli. Vildi finna ræturnar Eftir rúma tvo áratugi í Bandaríkj­ unum ákvað Atli að breyta til og flytja norður til Akureyrar. Ekki þarf að fara mörgum orðum um muninn á þessum tveimur stöðum, en fyrir áhugasama eru um 2.400 færri sólar­ stundir á Akureyri en í Hollywood á ári hverju. En af hverju ákvað Atli, í þeirri stöðu sem hann er, að flytja norður á Akureyri af öllum stöðum? „Móðurfjölskylda mín kemur frá Mýri í Bárðardal, þannig að ég er hálfur Þingeyingur, og ólst upp að miklu leyti á Akureyri. Ég flutti til Bandaríkjanna árið 1993 og hef verið starfandi í Los Angeles síðan árið 1998. Eftir þennan langa tíma ákváðum við að tengjast meira Evr­ ópu og Íslandi og finna ræturnar. Svo á ég tvö börn, fjögurra og átta ára, og vildi leyfa þeim að tengjast rótunum líka. Þannig að úr varð að við fluttum norður.“ Norður frá skarkalanum Atli segir mikinn mun á þessum tveimur stöðum. Hann þarf að vera mikið á ferðalögum vegna vinnu sinnar, rekur hljóðver í Los Angeles og þarf að hafa samskipti við starfs­ menn sína. Því vinnur hann heiman frá sér á tveimur tímabeltum. „Þetta er svolítið eins og að vera á frystitogara,“ segir Atli. „Ég er mikið á ferðalögum svo þessi stað­ setning er kannski ekki svo galin, að geta komið norður frá skarkal­ anum. Einnig áttaði ég mig ekki fyrr en eftir á á því hvað það er gott að koma heim. Þetta er ákveðinn aukabónus sem ég fæ,“ segir hann og minnist á hvað kyrrðin geri honum gott á Akureyri. „Ég verð einhvern veginn meira skapandi í Eyjafirði. Þegar þú ert úti, eins og til dæmis í Los Angeles, er einhvers konar sálrænn kliður sem truflar mann nokkuð. Bakgrunnsómur sem er alltaf viðvarandi. Þennan klið er ekki að finna á Akureyri og því hreinsast slíkt áreiti í burtu. Fyrir listamann að komast í svona umhverfi þar sem rætur manns eru skiptir miklu máli fyrir sköpunar­ gáfuna. Hér er meira andrými og ég verð afkastameiri fyrir vikið.“ Óhefðbundin leið að tónlistinni Upphafið að tónlistarferli Atla má í raun rekja til Akureyrarkirkju árið 1975. Mun hann hafa farið nokkuð óhefðbundna leið, öðru­ vísi en flestir aðrir á hans aldri. „Ég byrja í tónlistarskóla um sex ára aldurinn þannig að í upphafi fer ég akademísku leiðina í tónlist á meðan margir aðrir kannski byrja í bílskúrsböndum eða fara aðrar leiðir. Ég var kominn í nám sex ára gamall,“ segir Atli. Á hann afa sínum að þakka að hafa byrjað í tónlist. „Þetta var þannig að einn daginn fór ég í heimsókn með afa mínum til bróður hans, Áskels Jónssonar org­ anista í Akureyrarkirkju,“ segir Atli og brosir við. „Afi sagði við hann að það væri alveg öruggt að það byggi tónlist í stráknum. Því ákvað ég daginn eftir að banka upp á hjá honum og vildi fá kennslustund í orgelleik. Þannig hófst þetta nú allt saman. Síðan geng í gegnum tónlistar­ skólann á Akureyri sem var magn­ aður undirbúningur fyrir ævi­ starfið. Þar fékk maður að leika í blásarakvintett, skólahljómsveit­ inni og svo var maður tekinn inn í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt hljómsveit leikfélagsins. Ég var því farinn að vinna fyrir mér sem tónlistarmaður 13 ára gamall.“ Spila með tilfinningar Tilgangur kvikmyndatónlistar er að hjálpa til við að segja sögu og dýpka hana og kalla fram tilfinningar. „Það er öll tónlist leyfileg í kvik­ myndum, hvort sem það er rokk eða sólóharmónikka í Hrútum, eða 80 manna stórhljómsveit tekin upp í Abbey Road,“ segir Atli og bendir á að líklega sé það toppurinn, að fá að stýra sinfóníuhljómsveit á heims­ mælikvarða í því alkunna hljóðveri. „Kvikmyndatónlist er mér að skapi og helgast það af því að þú ert að eiga við tilfinningar, styðja þær eða kalla þær fram. Það er mitt „forte“,“ segir Atli. Hann hefur ekki haft mjög gaman af þeim flokki tónsmíða þar sem verið er að fara eftir fyrirfram ákveðnum reglum, þar sem reglan sé mikilvægari en útkoman og loka­ afurðin. Stærðfræðin sé að yfirtaka tónlistarsmíðina í of miklum mæli. Þekking að aukast Hrútar slógu eftirminnilega í gegn, bæði hér á landi sem og erlendis og vann til fjölda verðlauna. Melan­ kólísk saga sauðfjárræktunar tveggja bræðra í Bárðardalnum, heimahögum Atla, féll vel í kramið erlendis. Tónlist Atla fær að njóta sín mjög í myndinni en hann samdi alla tónlist í henni. Atli segir Íslendinga mikla og góða sögumenn og að menning okkar sé þannig mikilvæg útflutn­ ingsvara okkar, bæði í tónlist, kvik­ myndum og sögum. „Gamla góða höfðatalan getur til að mynda ekki útskýrt alla þessa góðu glæpasagna­ höfunda okkar, við höfum ekki nægilega marga glæpi á Íslandi til að útskýra þetta,“ segir Atli. „Kvik­ myndir héðan eru einnig að fá meira lof erlendis þar sem þekk­ ingin í greininni er að aukast.“ „Það er merkilegt hvað við erum að framleiða mikið gæðaefni þrátt fyrir minni efni og tilkostnað. Því höfum við tileinkað okkur að vera meira skapandi í lausnum. Við erum í raun að gera frábæra hluti bæði í kvikmyndum og sér í lagi í tónlist þar sem við erum einhvers konar alþjóðlegt fyrirbæri og menn undrar hversu gott efni kemur héðan.“ Atli segir það hins vegar skjóta skökku við að Íslendingar virðist frekar fara á bandarískar spennu­ myndir í kvikmyndahúsum hér­ lendis en íslenskar myndir. „Það kannski vantar smá tengingu milli kvikmyndagerðar og almennings. Ef menn skoða hvað við erum að framleiða þá eru það kannski meira „art house“ myndir í staðinn fyrir að vera söluvara eins og banda­ rísku myndirnar. Það er fín blanda að setja þetta saman. Og ég held að það sé að breytast. Áhuginn er að aukast og myndirnar eru að höfða til fleiri án þess að slegið sé af kröf­ um um gæði kvikmyndanna.“ Atli og Anna Örvarsson, kona hans, prúðbúin við hátíðlegt tækifæri í Beverly Hills, Los Angeles. MyNd/TArA ZieMBA/FiLMMAgic „Eins og að vera á frystitogara“ Tónskáldið Atli Örvarsson hefur getið sér gott orð fyrir kvikmyndatón- list sína síðustu árin. Þrátt fyrir miklar annir í Hollywood ákvað hann fyrir rúmu ári að flytjast búferlum á heima- slóðir á Akureyri. Atli segir íslenska kyrrð veita sér hugarró og innblástur. Dæmi um tónlist Atla í frægum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum Sveinn Arnarsson sveinn@frettabladid.is 1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r40 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.