Fréttablaðið - 17.12.2016, Page 52
Undirbúningur
jólanna nær senn
hæsta snúningi.
Gunnar V.
Andrés son, ljós-
myndari Frétta-
blaðsins, dró
fram nokkrar að-
ventumyndir frá
fyrri árum fyrir
okkur að skoða.
Sumt virðist
lítið breytast en
aðrir siðir sýnast
horfnir fyrir fullt
og allt.
Jólasveinarnir sprellfjörugu sem búa í Esju létu sig ekki vanta á Austurvöll þegar kveikt var á Óslóartrénu í miklu mannhafi í árið 1989. Jón Sigurðsson stóð líka vaktina að venju.
Háir og lágir gerðu jólainnkaup á aðventunni 1978. Það gilti líka um
forseta Íslands. Kristján Eldjárn og eiginkona hans, Halldóra Ingólfs-
dóttir, röltu um Austurstrætið, kíktu í búðarglugga og brostu við
blaðaljósmyndara.
Í höfuðstað Íslands voru engin jól án jólaöls. Nokkrum dögum áður en hátíðin gekk í garð árið 1978 dúkkuðu borgarbúar upp með öll not-
hæf ílát og stilltu sér upp í biðröð hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar í Þverholtinu.
Rjúpnaskyttur nútímans teljast heppnar að rata heim með sjálfar sig úr veiðinni. Árið 1993 var veiðin
frjálsari og magnveiðimenn skiluðu þúsundum fugla á jólaborð landsmanna. Snorri Jóhannesson, bóndi
á Augastöðum í Borgarfirði, skaut sér til tekna í Okinu og var með 800 rjúpur í bílskúrnum.
Haukur Morthens, ástsælasti söngvari þjóðarinnar í áratugi, mætti í upptökusal í Sjónvarpinu í
desember byrjun 1981 þar sem tekinn var upp jólaþáttur fyrir börnin og alla aðra sem horfðu með. Hér
sést Haukur undirbúa sig fyrir næstu töku.
hátíð
var í bæ
Man ég þá er
Gunnar V.
Andrésson
gva@365.is
ljósmyndari
1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r52 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð