Fréttablaðið - 17.12.2016, Side 68

Fréttablaðið - 17.12.2016, Side 68
Jólamyndir Baldur Gísli, manstu eitthvað eftir jólunum í fyrra? Já, þá fékk ég rúsínur í skóinn. Ertu búinn að fá eitthvað í skóinn núna? Já, ég fékk Everest. Hann á heima í snjónum og er í Hvolpasveitinni. Ertu búinn að baka jólasmá- kökur? Ég skreytti piparköku- hús með mömmu og pabba. Við skreyttum það með snjó og settum smartís á þakið. Hvert er uppáhaldsjóla- lagið þitt? Fann ég á fjalli og Við kveikjum einu kerti á. Eruð þið byrjuð að undirbúa jólin á leikskólanum? Já, ég fór á jólaball á Uglugarði og það komu jólasveinar. Ég man ekki hvað þeir heita. Það er ekki búið að setja upp jólatré á Vinagarði. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að leika með bílana mína. Uppáhaldsbíllinn minn er gulur lítill og svo grænn jeppi. Hver er uppáhaldsjólasveinn- inn þinn? Það er eiginlega bæði Hurðaskellir og Kertasníkir. Þeir eru svolítið fallegir á litinn. Gluggagægir er líka flottur. Kannski kemur Hurðaskellir í nótt. Hvað finnst þér skemmtilegt að gera úti? Fara í göngutúr í Hús- dýragarðinn. Mér finnst nautið svo skemmtilegt. Líka hestarnir. Bráðum ætla ég að fara með snuðin mín í Húsdýragarðinn, ég er hættur að nota snuð. Áttu uppáhaldsbækur til að lesa á kvöldin? Ys og þys í Erilborg. Emil í Kattholti er líka skemmti- legur. Uppáhaldssagan mín er um Krumma. Skemmtilegast að leika með bíla Baldur Gísli Sigurjónsson er þriggja ára piltur. Hann er á leikskólanum Vinagarði og er búinn að fara á jólaball á deild sem heitir Uglugarður og þangað mættu jólasveinar. Baldur Gísli á bæði stóra og litla bíla, sá græni er einn af köggunum. FréttaBlaðið/Vilhelm Hann Walter Björgvin Hinriksson sendi okk- ur þessa Grýlumynd. mamma: Hvað er að sjá þig? Ásta: Ég datt í drullupoll. mamma: Í þessum fínu fötum? Ásta: Já, ég hafði ekki tíma til að fara úr þeim. Unnur: Hugsaðu þér mamma, kennarinn minn hefur aldrei séð hest. mamma: Hvernig veistu það? Unnur: Ég teiknaði hest í skólanum í dag og hann vissi ekki hvaða dýr það var. Kalli: Hvers lags hundur er þetta? lára: Þetta er lögregluhundur. Kalli: Mér finnst hann nú ekkert líkur lögregluhundi. lára: Það er af því hann er leynilög- regluhundur. Kennarinn: Nefndu mér tíu afrísk dýr. Gummi: Níu gíraffar og einn fíll. Brandarar MÓTORSPORTIÐ Opið í dag 11-14 Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi / Sími 557 4848 / www.nitro.is ✓Motocrossgalla ✓Hanska ✓Mótorhjólafatnað ✓Vélsleðagalla ✓Skó ✓Hjálma ✓Gleraugu Og allt hitt... Eigum allt fyrir Bragi Halldórsson 230 „Jæja þá, sudoku gáta,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að leysa sudoku að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa hana,“ bætti hún við. Konráð horfði á gátuna. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg til í keppni. „Við glímum öll við hana og þá kemur í ljós hversu klár þú ert orðin,“ sagði hún. „Allt í lagi,“ sagði Kata. „En ég vara ykkur við, ég er orðin mjög klár,“ sagði hún montin. Heldur þú að þú getir leyst þessa sudoku gátu hraðar en Kata? 1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r68 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.