Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2016, Qupperneq 92

Fréttablaðið - 17.12.2016, Qupperneq 92
Besta erlenda plata árs-ins að mati álitsgjafa Fréttablaðsins reyndist platan Lemonade með Beyoncé. Sex álitsgjafar settu plötu hennar á lista og tekur hún því fyrsta sætið á undan hinum fjölhæfa rappara og pródúsent Kanye West, en platan hans Life of Pablo var þó jafn oft sett í fyrsta sætið og plata Beyoncé, eða tvisvar sinnum. Fast á eftir þeim koma svo þrjár plötur sem voru allar nefndar til fjórum sinnum en það eru plöturnar Starboy með The Weeknd, Blonde með Frank Ocean og A Seat at the Table með Solange Knowles. Þar sem Starboy var einu sinni sett í fyrsta sætið tekur hún forystuna og fær að tylla sér í þriðja sætið. Blonde tekur svo fjórða sætið enda oftar sett ofar á lista en A Seat at the Table. Það sem er áberandi á þessum erlenda lista er að hann er nánast R&B afar áberandi þetta árið Allar bestu erlendu plötur þetta árið utan ein eru R&B plötur. Hér líkt og á íslenska listanum eru áberandi frumlegar útgáfur, þó að sumar þeirra hafi kannski ekki verið neitt sérstaklega aðgengilegar vegna sam- keppni á tónlistarstreymismarkaðnum. Stefán Þór Hjartarson stefanthor@ frettabladid.is einungis skip- aður R&B-söngvurum, en þetta virðist hafa verið afar sterkt ár í þeirri senu. Í fyrra var rappið áber- andi á listanum en mjúki ættinginn ræður nú ríkjum. Spurning hvað það segir okkur um heiminn í dag. Drottning poppsins Beyoncé var ákaflega áberandi á þessu ári og stóran þátt í því átti öll markaðsmaskínan sem fór í gang í kringum útgáfuna á Lemonade, sem samt sem áður kom eiginlega eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það höfðu ekki komið neinar tilkynn- ingar um útgáfudag en hún birtist bara á streymisveitunni Tidal einn góðan veðurdag. Það er þó ekki alveg rétt enda kom fyrst út sérstök mynd sem var sýnd á HBO-sjón- varpsstöðinni og var í raun tón- listarmyndband fyrir alla plötuna í heild. Það var ekki til að minnka vinsældir poppdrottningarinnar að í textum hennar mátti greina megna óánægju hennar með hjónaband sitt og sögusagnirnar fóru á kreik. Lemonade var miklu meira en bara plata. Lífið sjálft sem list Kanye West var að sama skapi ákaf- lega áberandi en þó umdeildari en Beyoncé, svona eins og honum einum er lagið. Fyrir útgáfu The Life of Pablo fór Kanye mikinn á Twitt- er þar sem hann bunaði út úr sér alls konar hlutum sem margir tóku illa. Fólk fór að efast um geðheilsu rapparans. En líklega hefur hann verið allt annað en veikur á geði því að þetta umtal varð einungis til að vekja athygli á plötunni. Hann notaði að mörgu leyti eigin persónu sem markaðstól, líf hans sjálfs var auglýsingin. Hún kom einungis út á Tidal-tónlistarveitunni og birtist þar ókláruð – Kanye West dundaði sér við að bæta og breyta löngu eftir að hún kom út. Mörgum fannst það sniðugt en öðrum ekki – hins vegar verður ekki deilt um að platan er stórgóð og þetta er ekki eini listinn þar sem hún kemst hátt. Söngvarinn myrki verður Stjörnustrákur The Weeknd hefur bókstaflega skot- ist upp á stjörnuhimininn á síðustu árum. Hann byrjaði feril sinn sem ákaflega myrkur og dularfullur R&B-söngvari sem lýsti skugga- hliðum djammlífernisins. Síðan breyttist það töluvert þegar hann fór að vinna með poppaðri hljóm en Starboy er algjör hápunktur ferils söngvarans kanadíska, epískt ferðalag í gegnum allt það vinsæl- asta í popptónlist í dag. Á plötunni má einnig finna nokkra góða gesti en titillag plötunnar, sem tröllríður útvarpsstöðvunum þessa dagana, er unnið með franska rafdúóinu Daft Punk og einnig eru þarna Future, Lana Del Rey og Kendrick Lamar – sannkallað stórskotalið. Platan sem var beðið eftir Frank Ocean fer aldrei troðnar slóðir í tónlist sinni. Í fyrsta lagi lét hann aðdáendur sína bíða í mörg ár eftir þessari plötu. Síðan eins og til að strá salti í sárin stríddi hann þeim í marga daga en á vefsíðunni birti hann undarleg og hálf til- gangslaus myndbönd sem upphaf- lega virtust vera lifandi streymi en reyndust svo lúppur. Fólk flykktist samt til að horfa á þessi undarlegu myndbönd og beið alltaf eftir því að loksins kæmi platan Boys Don’t Cry út – það gerðist þó aldrei og þess í stað var hún titluð Blonde. Engu að síður er um frábært lista- verk að ræða. Það er eitthvað í vatninu hjá Knowles-fjölskyldunni A Seat at the Table með Solange Knowles hefur fengið frábæra dóma alls staðar og halda gagnrýn- endur vart vatni yfir þessu meistara- stykki, tónlistarvefsíðan Pitchfork velur hana sem plötu ársins. Á A Seat at the Table fjallar Solange um reynslu sína sem svört kona í heimi nútímans og má að vissu leyti tala um að hún sé „mótmælaplata“, ákaflega pólitísk og viðeigandi í ljósi þróunar stjórnmála í Banda- ríkjunum. Logi PeDro StefánSSon tónlistarmaður Innlendar Aron Can Þekkir stráginn Sturla Atlas Season 2 emmsjé gauti Vagg og velta Sin fang Spaceland gKr GKR Erlendar Kanye West The Life of Pablo frank ocean Blonde DVSn Sept. 5th the Weeknd Starboy rihanna Anti KAró söngkona Innlendar Sturla Atlas Season 2 Aron Can Þekkir stráginn emmsjé gauti Vagg og velta reykjavíkurdætur RVKDTR Cyber Cyber Is Crap Erlendar rihanna Anti Kanye West The Life of Pablo Beyoncé Lemonade frank ocean Blonde Drake Views Björn VALur PáLSSon plötusnúður og pródúsent Innlendar emmsjé gauti Vagg og velta gKr GKR Aron Can Þekkir stráginn emmsjé gauti 17. nóvember Sturla Atlas Season 2 Erlendar Anderson Paak Malibu Keytranada 99,9% the Weeknd Starboy Skepta Konnichiwa Young thug Slime Season 3 HeLgA PáLeY listakona Innlendar tSS Glimpse of Everything WeSen Wall of Pain Kælan mikla Kælan mikla Dj flugvél og geimskip Nótt á Hafsbotni gKr GKR Erlendar Angel olsen My Woman jerry Paper Toon Time Raw! jessy Lanza Oh No father I’m a Piece of Shit Solange A Seat at the Table HuLDA HóLmKeLSDóttir blaðamaður á Vísi Innlendar emmsjé gauti Vagg og velta gKr GKR reykjavíkurdætur RVKDTR Aron Can Þekkir stráginn Kælan mikla Kælan mikla Erlendar David Bowie Blackstar the Weeknd Starboy Beyoncé Lemonade Sia This Is Acting Zayn Mind of Mine geoffreY SKYWALKer forstjóri Priksins Innlendar Bjarki Б emmsjé gauti 17. nóvember Kælan mikla Kælan mikla nonnimal Freyja Aron Can Þekkir stráginn Erlendar Anderson Paak Malibu Young thug Jeffery roy Woods Waking Up at Dawn Drake Views Skepta Konnichiwa KjArtAn AtLi fjölmiðlamaður Innlendar emmsjé gauti Vagg og velta Aron Can Þekkir stráginn emmsjé gauti 17. nóvember gKr GKR Sturla Atlas Season 2 Erlendar Beyoncé Lemonade Chance the rapper Coloring Book Lil Durk 2x frank ocean Blonde mike Posner At Night, Alone óSK gunnArSDóttir útvarpskona á fm957 Innlendar Kaleo A/B mugison Enjoy emilíana torrini Colourist júníus meyvant Júníus Meyvant Þórunn Antonía Þórunn Antonía Erlendar Beyoncé Lemonade frank ocean Blonde Kanye West Life of Pablo Solange A Seat at the Table Kings of Leon Walls DAníeL óLAfSSon plötusnúður og lífskúnstner Innlendar Aron Can Þekkir stráginn emmsjé gauti Vagg og velta gKr GKR Herra Hnetusmjör og joe frazier Bomberbois Alexander jarl Kókosolíu- furstar Erlendar Kanye West Life of Pablo Young thug Slime Season 3 travis Scott Birds in the Trap Sing McKnight jessy Lanza - Oh No Post malone – Stoney KjArtAn guðmunDSSon fagurkeri Innlendar Sturla Atlas Season 2 terrordisco Fyrst emmsjé gauti Vagg og velta Sin fang Spaceland morðingjarnir Loftsteinn Erlendar A tribe Called Quest We Got It from Here … Thank You 4 Your Service David Bowie Blackstar Danny Brown Atrocity Exhib- ition Beyoncé Lemonade Blood orange Freetown Sound SteinÞór HeLgi athafnamaður Íslenskt Bjarki Б Aron Can Þekkir stráginn Kælan mikla Kælan mikla emmsjé gauti Vagg og velta Snorri Helgason Vittu til Erlent Anohni Hopelesness Danny Brown Atrocity Exhibition 21 Savage Savage Mode Kornél Kovács The Bells Solange A Seat at the Table ÞurA StínA plötusnúður Íslenskt reykjavíkurdætur RVKDTR gauti 17. nóvember gKr GKR Aron Can Þekkir stráginn gauti Vagg og velta Erlent Skepta Konnichiwa Kanye West Life of Pablo Beyoncé Lemonade Views Drake21 Savage og Metro Boomin Savage Mode SiggA LitLA altmuligt kona Íslenskt Sturla Atlas Season 2 Aron Can Þekkir stráginn Samaris Black Lights Sin fang Spaceland emmsjé gauti Vagg og velta Erlent Weeknd – Starboy roy Woods - Waking at Dawn A tribe Called Quest - We Got It from Here … Thank You 4 Your Service Solange - A Seat at the Table majid jordan - Majid Jordan Steinunn eLDfLAug tónlistarkona Íslenskt Andi Andi Páll ivan This Is My Shit Panos from Komodo Pana- sonic Motor Sindri freyr Tónlist fyrir kafara naðra Allir vegir til glötunar Erlent noisia Outer Edges Black sun Empire Kero Kero Bonito Bonito Generation oranssi Pazuzu Värähtelijä Current Value Biocellulose Álitsgjafar Fréttablaðsins 1 2 3 4 5 1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r92 L í f i ð ∙ f r É T T A b L A ð i ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.