Fréttablaðið - 18.03.2011, Síða 8

Fréttablaðið - 18.03.2011, Síða 8
18. mars 2011 FÖSTUDAGUR8 1. Hvaða stofnun er ætlað að undirbúa kynningarefni fyrir Icesave-bæklinginn? 2. Hvað fékk árásarmaðurinn í Laugardalnum þungan dóm? 3. Hvaða íslenska sjónvarpsefni verður sýnt í Kína? SVÖR 1. Lagastofnun HÍ 2. Þriggja ára fangelsi 3. Latibær TÆKNI Íslenski veðurspávefurinn Belgingur hefur síðastliðna viku reiknað veðurspár í þéttu neti fyrir átakasvæði í Tripólí, höfuð- borg Líbíu, og hamfarasvæðið við Fukushima-kjarnorkuverið í Japan. Veðurspárnar eru reiknaðar í nýju veðurspákerfi sem nefnist SARWeather (Search And Rescue Weather) og lýsa staðbundnu veðri af mikilli nákvæmni. Þær eru unnar í samvinnu við ýmsar alþjóðlegar stofnanir, þar á meðal Sameinuðu þjóðirnar, og nýtast björgunarsveitum á svæðunum við áætlanagerð. Ef illa fer í Fuk- ushima má nýta gögnin til að áætla dreifingu geislavirkni í næsta nágrenni kjarnorkuversins. Framkvæmdastjórinn Ólafur Rögnvaldsson segir spákerfi Belgings hafa verið í þróað í nánu samstarfi við Almannavarnir og Slysavarnafélagið Landsbjörgu frá 2007. „Þegar Gísli Ólafsson, liðsstjóri íslensku rústabjörgunarsveitar- innar á Haítí, bað okkur um veður- spá fyrir svæðið, þá tók það okkur innan við tvo tíma að vinna hana. Þá fyrst áttuðum við okkur á því hversu öflugt tæki við vorum með í höndunum,“ segir Ólafur. Við spágerðina notar Belgingur opin gögn og hugbúnað frá Banda- rísku veðurstofunni og banda- ríska háskólasamfélaginu. Annað nýnæmi SARWeather-spákerfis- ins er að nauðsynlegur tölvubún- aður er leigður af tölvuskýi Green- Qloud í Hafnarfirði. Með því móti er nægt reikniafl alltaf tryggt. Reiknistofa í veðurfræði og GreenQloud verða á meðal þátt- takenda í upplýsingatæknimessu sem hefst á morgun. - jab Íslendingar sjá um að búa til veðurspá fyrir rústabjörgunarsveitir í Japan: Belgingur fylgist með hamfarasvæðum ÓLAFUR Björgunarsveitir víða um heim geta bætt áætlanagerð sína með veðurspágögnum Belgings. BANDARÍKIN Hillary Clinton, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að bjóða sig aftur fram til forseta Bandaríkjanna. Hún ætlar held- ur ekki að sækj- ast eftir því að verða varafor- seti né varnar- mála- eða utan- ríkisráðherra. Þetta segir Hillary í samtali við CNN-fréttastofuna. „Ég er í besta starfi sem ég get haft. Þetta er tímabil í sögunni þar sem það er nánast erfitt er að ná andanum. Ég er að gera það sem ég vil gera núna og hef hvorki fyrir ætlanir né nokkrar hugdett- ur um að bjóða mig fram aftur,“ segir Hillary. - jhh Clinton ekki aftur í framboð: Segir eitt kjör- tímabil nóg HILLARY CLINTON FYRIRTÆKIN TAKI FRUMKVÆÐIÐ Opnunarávarp: Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra Fulltrúar þriggja fyrirtækja sem nýtt hafa úrræði Beinu brautarinnar munu kynna reynslu sína. Frummælendur: Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Pallborðsumræður með fulltrúum bankanna verða í lok fundar. Fyrir og eftir fundinn geta fundargestir ráðfært sig við fulltrúa frá ýmsum fyrirtækjum sem veita ráðgjöf í tengslum við Beinu brautina. Fundarstjóri: Rakel Sveinsdóttir, hjá Creditinfo Group Fundurinn er á Grand Hótel Reykjavík, Gullteig þriðjudaginn, 22. mars frá klukkan 8:30-10:00. Morgunverður í boði frá kl. 8:00 - Þátttaka á fundinum er endurgjaldslaus. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef Viðskiptaráðs: www.vi.is Opinn kynningarfundur um samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja. HÖRÐUR RÆÐIR UM VIRKJUNINA Norræni fjárfestingarbankinn hefur fram til þessa verið tregur til að lána fjármagn hingað til lands eftir hrunið 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VIÐSKIPTI „Það er ánægjulegt að þetta er í höfn, ágætt að brjóta ísinn. Það er alltaf erfiðast að fá fyrsta lánið,“ segir Hörður Arnar- son, forstjóri Landsvirkjunar. Fyr- irtækið tilkynnti í gær að skrifað hafi verið undir lánasamning við Norræna fjárfestingarbankann (NIB). Lánið, sem er til sextán ára, hljóðar upp á sjötíu milljónir dala, jafnvirði 8,6 milljarða króna, og er ætlað til fjármögnunar á fram- kvæmdum við Búðarhálsvirkjun. Upphæðin jafngildir þriðjungi af heildarfjármögnun virkjunarinn- ar sem reist verður fyrir lánsfé. Fyrirvarar eru í lánasamningi þess efnis að Landsvirkjun ljúki fjármögnun virkjunarinnar áður en lánið verður greitt út. Enginn fyrirvari er um lausn Icesave-deil- unnar, að sögn Harðar. Landsvirkjun hefur ekki gefið upp lánskjör að öðru leyti en því að það beri Libor-millibankavexti, vexti á milli fjármálastofnana í London í Bretlandi, auk hagstæðs álags. Hörður segir það að frumkvæði NIB að kjör séu ekki gefin upp. „En þau eru mjög ásættanleg enda með hóflegu vaxtaálagi miðað við lengd lánsins,“ segir hann og bend- ir á að tiltölulega auðvelt sé að fá þriggja til fimm ára lán á viðun- andi kjörum. Landsvirkjun leiti hins vegar eftir því að fá fimm- tán til tuttugu ára lán, sem sé öllu erfiðara. Hörður og fleiri sem Fréttablað- ið hefur rætt við, segja lántökuna mikilvægan áfanga. Norræni fjár- festingarbankinn hefur verið treg- ur til lánveitinga eftir hrunið og er lánið til Landsvirkjunar það fyrsta til fyrirtækis hér á landi síðan í október 2008. Það eitt og sér sé gæðastimpill á Landsvirkjun og framkvæmdina við Búðarháls- virkjun. Framkvæmdir þar eru á áætlun og stendur til að hún verði tilbúin til notkunar í lok árs 2013. Hörður segir haldið áfram að tryggja fjármögnun Búðarháls- virkjunar. „Þetta er mikil vinna og tekur tíma. Við bindum vonir við að henni ljúki á næstum vikum og mánuðum.“ jonab@frettabladid.is Landsvirkjun brýtur ísinn Norræni fjárfestingarbankinn leggur 8,6 milljarða króna til Búðarhálsvirkjunar. Erfitt að finna lán til tuttugu ára, segir forstjórinn Hörður Arnarson. Lán Landsvirkjunar, jafnt í krónum sem erlendri mynt, bera almennt 2,2 prósent vexti, samkvæmt síðasta hálfsársuppgjöri. Þar af bera lán í Banda- ríkjadölum 2,4 prósenta vexti. Lán fyrirtækisins í breskum pundum eru því undanskilin en þau bera tæplega ellefu prósent vexti. Landsvirkjun fékk hundrað milljón dala skuldabréfalán til fimm ára fyrir milligöngu Deutsche Bank í september í fyrra. Lánið bar fasta 6,5 prósenta vexti. Hver eru vaxtakjör Landsvirkjunar? EFNAHAGSMÁL Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hafnar hugmyndum um „ofur- skatta á ofurlaun“. Í ræðu sinni á ársfundi Sam- taka verslunar og þjónustu (SVÞ) í gær sagði ráðherra að stjórn- völd mættu ekki falla í þá gryfju nú að leggja á skatta í pólitískum tilgangi sem gætu haft neikvæð efnahagsleg áhrif. Umboð meiri- hlutans nái ekki til þess að leggja á skatta „til að mæta pólitískum dægurþörfum“. Þessi afstaða Árna Páls er í and- stöðu við háværar raddir, jafnvel innan stjórnarliðsins, sem kalla eftir sérstökum hátekjusköttum á laun yfir ákveðinni upphæð. Árni sagði í ræðunni að ekki væru nú forsendur til þess að hækka skatta á launatekjur. „Ofur- skattar kunna að eiga við til að hemja óviðráðanlegt launaskrið á þenslutímum en eiga ekkert erindi þegar landsframleiðsla hefur dregist saman í tvö ár í röð [...]. “ Margrét Kristmannsdóttir, for- maður SVÞ, gagnrýndi í ræðu sinni meint afskiptaleysi stjórn- valda gagnvart verslun og þjón- ustu og kallaði eftir einu öflugu atvinnuvegaráðuneyti þar sem öllum yrði gert jafnt undir höfði. Þá sagði Margrét að samþykkt Icesave-laga sé „forgangsverk- efni þjóðarinnar númer eitt“ og kallaði eftir ríkisstjórn um þjóð- arhag, helst samsteypustjórn Sam- fylkingar og Sjálfstæðisflokks. - þj Efnahags- og viðskiptaráðherra á ársfundi SVÞ: Hafnar hugmyndum um ofurskatta á laun FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.