Fréttablaðið - 18.03.2011, Síða 24

Fréttablaðið - 18.03.2011, Síða 24
2 föstudagur 18. mars núna ✽ ekki missa af augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Anna María Sigurjónsdóttir Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is og Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 blogg vikunnar Tískuliðið Bloggið Fashionsquad.com var stofnað af stílistanum Carolinu Eng- man árið 2006. Á blogginu skrá- setur Eng- man klæðn- að sinn við ýmis tilefni. Auk þess er hún dug- leg að fjalla um tísku al- mennt. New York tíska Blogginu www.fashiontoast.com er haldið úti af Rumi Neely sem er hálf- ur Japani og hálf- ur Bandaríkjamað- ur. Hún starfar bæði sem fyr- irsæta og stíl- isti og hefur haldið úti blogginu frá árinu 2007. Hún segir helstu tísku- fyrirmyndir sínar vera fyrirsæturn- ar Erin Wasson og Daria Werbowy og lýsir stíl sínum sem afslöppuðum Kali- forníu-stíl. Skemmti- legt blogg sem gaman er að lesa. LEIKKONAN CLEMENCE POESY mætti afslöppuð og sæt á verð- launahátíð í London um helgina. NORDICPHOTOS/GETTY H afste inn Júl íusson vöruhönnuður mun kynna vörulínuna HAF by Hafsteinn Júlíusson í verslun GK Reykjavík á meðan á HönnunarMars stendur. Fyrr í vik- unni gerði hann einnig samning við verslunina Selfridges í Lond- on varðandi sölu og dreifingu á vörum sínum. Hafsteinn er menntaður vöru- hönnuður frá LHÍ og og Scuola Politecnica í Mílanó. Hafsteinn stofnaði HAF by Hafsteinn Júlí- usson í byrjun síðasta árs ásamt kærustu sinni og Daníel Ólafs- syni en fyrirtækið þróar, framleið- ir og dreifir íslenskum hönnunar- og lífsstíls- vörum. Hann ákvað að stofna fyrirtækið eftir að fjöldi fyrirspurna fór að berast frá erlendum söluaðilum, þar á meðal bresku stórverslun- inni Selfridges sem hann gerði ný- verið sölusamning við. Hafsteinn hefur verið búsettur í Mílanó und- anfarin þrjú ár og segir mikinn kost að búa í svo mikilli nálægð við miðju hönnunarhringiðunnar. Eins og áður hefur komið fram mun Hafsteinn kynna vörulínu sína í verslun GK Reykjavík á meðan á HönnunarMars stendur og er þetta í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í viðburðinum. „Mig langaði að kynna HAF og okkar vörur til sölu á Íslandi í gegnum HönnunarMarsinn og hafði því samband við Hönnunarmiðstöð og þannig kom þetta til. Sýning- in sem við ætlum að setja upp í GK Reykjavík nefnist Vörur í vinnslu og er eins konar þrí- vítt súlurit sem lýsir ferli og stöðu hverrar vöru fyrir sig á myndrænan hátt,“ útskýr- ir Hafsteinn. Sérstakt opnunarteit i fer fram fimmtudaginn 24. mars og mun Danni Deluxe spila verkið HAF 001: Music that Inspired Us auk þess sem allir sýningargestir fá afhentan QR- kóða sem inniheldur verkið. GK Reykjavík mun einnig hefja sölu á hinum stórskemmtilegu Grow- ing Jewelry mosaskartgripum eftir Hafstein við þetta tilefni. HAFSTEINN JÚLÍUSSON VÖRUHÖNNUÐUR TEKUR ÞÁTT Í HÖNNUNARMARS: GERÐI SAMNING VIÐ SELFRIDGES Atorkusamur Hafsteinn Júlíusson vöruhönnuður tekur þátt í HönnunarMars og setur meðal annars upp sýningu í GK Reykjavík. F áir fatahönnuðir hafa tjáð sig um mál Johns Galliano á opinberum vettvangi síðan hann var handtekinn í París fyrir kynþáttafordóma. Hönn- uðurinn Isaac Mizrahi er ekki í þeim hópi og hefur meðal annars sagt að hann vonist til að Galliano muni aldrei starfa innan tískubransans aftur. „Ég var aldrei sérstaklega hrifinn af því sem Galliano gerði. Ég var hrifnari af því sem McQueen og Vivienne Westwo- od gerðu. Og nú kemst ég að því að hann hatar gyðinga og ég hugsaði með mér: „Bæ, bæ Gal- liano“. Ég held að hann muni aldrei starfa innan bransans aftur. Ég vona það alltént í það minnsta,“ sagði Mizrahi í viðtali við The Cut. Isaac Mizrahi er ekki hrifinn af John Galliano: Vonar að hann starfi aldrei aftur Ekki hrifinn Isaac Mizrahi vonar að Galliano muni aldrei aftur starfa innan bransans. NORDICPHOTOS/GETTY OFURKONA Vorlína snyrtivöruframleiðand- ans MAC nefnist Wonder Woman og er til heiðurs ofurhetjunni frægu. Litirnir eru kvenlegir og inniheld- ur línan meðal annars litaða maskara, þrjár augn- skuggapallettur og ofurstóran varagloss.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.