Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.03.2011, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 18.03.2011, Qupperneq 38
22 18. mars 2011 FÖSTUDAGUR Umfjöllun íslenskra fjölmiðla í kjölfar hins alþjóðlega fjár- málahruns hefur því miður oft á tíðum einkennst af slúðri og slag- orðum. Það er vond blanda og ekki einungis skaðleg fyrir fórnarlömb- in hverju sinni heldur alla umræðu í landinu, sem bæði verður neikvæð og afturvirk. Þegar til lengri tíma er litið kann það að verða dýrkeypt fyrir allt samfélagið. Hjá fjölmiðlunum virðast „kröf- ur markaðarins“ oftast ráða för í efnistökunum, rétt eins og lýðhyllin virðist stýra stjórnmálamönnum en ekki leiðsögnin sem þeim er ætlað að veita. Hraðinn í fréttaflutningi og e.t.v. fjárskortur í ofanálag virð- ist bitna á metnaði og gæðum. Ég hef að öllu jöfnu ekki hirt um að elta ólar við ónákvæmni eða upp- spuna í umræðunni en um þessar mundir fæ ég þó ekki lengur orða bundist og leyfi mér að benda á nokkur dæmi um óvandaða blaða- mennsku á undanförnum dögum. 1. Ég hygg að flestir fjölmiðlar hafi sagt frá því að mér og reynd- ar öllum öðrum sem handteknir voru í tengslum við húsleitir Ser- ious Fraud Office, SFO, og Sérstaks saksóknara í London og á Íslandi hafi verið sleppt sama kvöld „gegn tryggingu“. Sjálfur var ég frjáls ferða minna í eftirmiðdag þessa dags eftir 15 mínútna langa yfir- heyrslu og ekki krafinn um nein- ar tryggingar frekar en aðrir sem færðir voru til yfirheyrslu. Enginn þessara fjölmiðla gaf sér tíma til að spyrja um hvers konar tryggingar væri að ræða. Bullið tók hver mið- illinn upp eftir öðrum og enginn þeirra hefur séð ástæðu til að leið- rétta sig. 2. Önnur ónákvæmni fjöl- miðlanna þar sem hver étur upp eftir öðrum er að handtökur hafi verið framkvæmdar í kjölfar hús- leitar. Um leið er gefið í skyn að við húsleitirnar hafi fundist gögn sem réttlættu handtökur. Það er rangt. Hins vegar voru menn færðir til yfirheyrslu samhliða húsleitum. Á þessu tvennu er mikill munur – en fjölmiðlum stendur á sama. 3. Sérstakur saksóknari hélt því fram í upphafi að hann kæmi hvergi nærri þessum húsleitum heldur væru þær alfarið á vegum SFO í London. Á sama tíma mætti Björn Þorvaldsson aðstoðarsak- sóknari á heimili mitt í London og reyndi að dyljast í stórum hópi inn- fæddra án þess að gera grein fyrir sér. Þegar á hann var gengið sér- staklega sagðist hann vera túlkur til aðstoðar ef einhver grunsam- leg skjöl fyndust á íslensku. Hvort Björn hafi löggildingu sem slíkur læt ég ósagt um. 4. Fréttastofa RÚV hefur á sínum snærum sérstakan pistlahöfund í London, Sigrúnu Davíðsdóttur. Hún hefur gefið sig út fyrir yfir- gripsmikla þekkingu á málefn- um Kaupþings í aðdraganda falls bankans og hefur ekki tekið fyrr- verandi stjórnendur bankans nein- um vettlingatökum. Hún setti hins vegar á sig silkihanskana þegar hún tók hátíðarviðtal við fyrrver- andi fjármálaráðherra Bretlands, Alistair Darling, og leyfði honum án nokkurrar gagnrýni eða athuga- semda að klifa á sinni gömlu lyga- möntru um óeðlilega flutninga fjár- magns til Íslands. Vafalaust átti þessi skáldskapur Darling stóran þátt í því að Bretar ákváðu að fella Kaupthing Singer Friedländer á sama tíma og þeir komu fjölmörg- um öðrum breskum og mun verr stöddum bönkum til hjálpar. Sú mismunun er mér enn óskiljanleg – og sömuleiðis sú ákvörðun Breta að beita hryðjuverkalögum á Lands- og Seðlabankann með skelfilegum afleiðingum fyrir samfélagið. Um þetta hirti hin sérfróða fréttakona RÚV ekki að spyrja enda þótt sjálf- ur fjármálaráðherra Breta á þess- um tíma sæti fyrir framan hana. Hún bugtaði sig og beygði í lotn- ingu fyrir viðmælanda sínum og leyfði honum að nota sig sem krana fyrir eldgamla og úrelta lygasögu. Sigrúnu var sama um sannleikann. Ríkisútvarpinu líka. Og öðrum fjöl- miðlum. Hvergi er risið upp til að rannsaka eða mótmæla þessum rakalausu dylgjum. 5. Íslenskir fjölmiðlar hafa á und- anförnum dögum margtuggið það upp úr breskum fjölmiðlum að tjón breskra skattgreiðenda af Kaup- thing Edge reikningum og starf- semi Kaupthing Singer Friedländer þar í landi eigi eftir að leika á millj- örðum punda. Engin tilraun er gerð til að sannreyna þessar staðhæfing- ar heldur látið nægja að endurflytja þær sem staðreyndir. Hið rétta er að enn er óljóst hvort eitthvert tjón verður af starfseminni, jafnvel þótt bankinn hafi verið felldur, þar sem ágætlega hefur gengið að inn- heimta eigur hans. Hið háa endur- heimtuhlutfall staðfestir það sem stjórnendur KSF hafa alltaf haldið fram en það er að bresk stjórnvöld hafi gert skelfileg mistök þegar þau ákváðu að meðhöndla KSF öðruvísi en alla aðra breska banka haustið 2008. Um þetta er íslenskum fjöl- miðlum sama. Sönglið skal snúast um tjónið af völdum bankanna – ekki Bretanna. 6. Og nú síðast kemur fram enn einn fjölmiðlamaðurinn sem nærist á sviðsljósinu og heldur því fram að í gömlum bankahvelfingum Kaup- þings í Lúxemborg liggi vand- lega þvegnir leynisjóðir frá nafn- greindu rússnesku gasfyrirtæki. Ásakanir um peningaþvætti eru um leið ásakanir um alvarlegt lög- brot, í þessu tilfelli bæði bankans og viðskiptavinarins. Atvinnuróg- ur og meiðyrði í fjölmiðlum eru að verða daglegt brauð. Hið rétta er að engin rússnesk fyrirtæki voru nokkru sinni með nokkur viðskipti við Kaupthing Luxembourg. Hið rétta er líka að við endurskipulagn- ingu bankans voru allar innistæð- ur í honum greiddar til eigenda sinna. Uppspuninn um rússneska leynisjóði og peningaþvætti er innistæðulaus þvættingur. Höf- undinum Sölva Tryggvasyni er sama. Líka þeim sem gefa hann út. Og aðrir fjölmiðlar láta sér svona smotterí í léttu rúmi liggja. 7. Nýjasta slúðrið er síðan á vef- miðlinum AMX þar sem nafnlaus- ir smáfuglar (litlir í orðsins fyllstu merkingu) hvísla um það í radd- styrk Gróu á Leiti að líklegast séu gömlu stjórnendur Kaupþings og klíkan í kringum þá í broddi fylk- ingar hins nýja eignarhalds á Arion banka. Enginn fótur er fyrir þessu og væntanlega veit hvíslarinn það jafn vel og allir aðrir. Honum er sama. Eiganda miðilsins er sama. En slúðrið er skemmtilegt og aðal- atriðið að skvetta meiri olíu á eld- inn og stíga dansinn í kring. Síðasta dæmið um metnaðarleysi fjölmiðlanna, nafnlausa fuglahvísl- ið á AMX, er alls ekki það alvar- legasta sem ég hef gert að umfjöll- unarefni í þessari grein. Það er hins vegar umhugsunarefni hvort ábyrgðarleysi þessa dvergmiðils gefi vísbendingu um það sem hinir stærri leyfi sér líka. Þar undanskil ég engan en vil þó nefna það að Fréttablaðið gerir sig að mínu viti sjaldnar en aðrir sekt um vinnu- brögð af því tagi sem ég hef gert að umtalsefni. Ég vil líka vekja sér- staka athygli á því að einn íslensk- ur fjölmiðill hefur lögbundnar sam- félagslegar skyldur enda að fullu í eigu þjóðarinnar allrar. Þess vegna er honum, og ekki síst fréttamönn- um hans og pistlahöfundum, gjarn- an treyst betur en öðrum. Þessu fólki er fært mikið vald. Það er sorglegt að sjá það oft á tíðum vera sporgengla kollega sinna og jafnvel forystusauði í þjónkun við spurn markaðarins eftir fleiri aftökum á alþingi götunnar. Slúðrandi fjölmiðlun Fjölmiðlar Sigurður Einarsson fv. stjórnarformaður Kaupþings Engin rússnesk fyrirtæki voru nokkru sinni með nokkur viðskipti við Kaup- þing Luxemburg. Hið rétta er líka að við endurskipulagningu bankans voru allar innistæður í honum greiddar til eigenda sinna. Uppspuninn um rússneska leynisjóði og peningaþvætti er þvættingur. Opnunartími: Mán-Fös. kl: 12-18 Laug-Sun. kl: 12-16 Fossháls 5-7 l 110 Reykjavík Sími 551 5600 l utilegumadurinn.is Fyrsta sýningarhúsið komið frá þýska hjólhýsarisanum Dethleffs Sýnum einnig Eximo 2011 hjólhýsi E xi m o 3 70 Verð: 2.398.000krVerð: 2.998.000kr E xi m o 5 20 L Verð: 2.998.000kr E xi m o 5 20 B Verð: 2.798.000kr E xi m o 4 60 Verð frá: 3.468.000kr

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.