Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 2
Veður Suðaustan 5-13 og rigning um landið norðan- og austanvert framan af degi, en annars hægari norðlæg átt og skýjað. Breytileg átt, 3-8 og þurrt um mest allt land um kvöldið. sjá síðu 28 Sauðfé bjargað úr háska Gríðarleg úrkoma hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum undanfarna daga. Það varð til þess að þjóðveginum var lokað við Hornafjörð og var gert ráð fyrir að hann yrði opnaður aftur í dag. Björgunarsveitarmenn þurftu að sigla um tún til að bjarga sauðfé frá drukknun. Hátt í hundrað kindum var bjargað á Héraði. Lögreglan á Suðurlandi opnaði í gær aðstöðu fyrir ferðalanga sem komust ekki leiðar sinnar. Mynd/AgnAr Benediktsson 2x10 PI PA R\ TB W A • S ÍA Láttu mæla í þér sjónina Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN S:587 2123 FJÖRÐUR S: 555 4789 umhverfismál Urðunarstaðurinn Stekkjarvík við Blönduós mun á næstu dögum óska eftir undanþágu á starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Telja forsvarsmenn urðunarstaðar- ins að þeir fari yfir leyfilegt magn úrgangs til urðunar í ár vegna auk- ins sláturúrgangs sem þeir urða á staðnum. Urðunarstaðurinn hefur leyfi til að urða allt að 21.000 tonn árlega. Árið 2014 voru um 16 þúsund tonn urðuð á staðnum svo magnið hefur aukist gríðarlega síðustu ár. Mest- megnis er það sláturúrgangur. Árið 2012 var bætt við urðunarhólfi fyrir sláturúrgang og dýrahræ en sá úrgangur er urðaður sérstaklega. Fannar Viggósson, verkstjóri urðunarstaðarins, segir tvær megin- skýringar á því að þörf sé á undan- þágu frá Umhverfisstofnun. Annars vegar hendi einstaklingar meiru en þeir gerðu hér áður fyrr, sem er merki um uppsveiflu í einkaneyslu, og hins vegar að tekið sé við sorpi og úrgangi frá stærra svæði. Upptöku- svæði sorps sem tekið er á móti í Stekkjarvík er allt Norðurland að mestu leyti. Allt frá Húnaþingi vestra austur í Norðurþing. „Við erum til að mynda að taka sláturúrgang frá stærstu slátur- húsum Norðurlands og það fellur til afar mikið af sláturúrgangi frá þessum stóru aðilum. Við tökum síðan á móti efni allt frá Húsavík og því er þetta farið að stækka hjá okkur. Þegar við fengum starfsleyfið átti þetta að vera feikinóg en annað hefur komið á daginn,“ segir Fannar. Kristján Ólafsson, framkvæmda- stjóri Moltu í Eyjafirði, segist geta tekið við öllum þeim sláturúr- gangi sem fellur til á Norðurlandi. Það sé hins vegar þannig að það sé ódýrara fyrir fyrirtækin að láta urða úrganginn en að búa til moltu úr honum. Hið síðarnefnda er þó mun umhverfisvænna í alla staði. Hægt er að vinna mikið magn moltu úr lífrænum úrgangi sem nýt- ist vel við landgræðslu hvers konar. Landsvirkjun hefur til að mynda nýtt moltu til að bæta kolefnisspor sitt. Einnig hefur Landgræðslan og Skógrækt ríkisins notað moltu með mjög góðum árangri. sveinn@frettabladid.is Urða frekar úrgang en að nýta hann í moltu Óskað er eftir undanþágu frá starfsleyfi fyrir urðunarstað við Blöndu ós. Aukinn sláturúrgangur orsakar að urða þarf meira en leyfilegt er á staðnum þetta árið. Framkvæmdastjóri Moltu í Eyjafirði segir ódýrara að urða en búa til moltu. Urðunarstaður stekkjarvíkur er í landi sölvabakka. FréttABlAðið/pjetUr Tvær meginskýringar eru sagðar á því að undanþágu þurfi fyrir urðunarstaðinn frá Umhverfisstofnun. Annars vegar hendi einstakl- ingar meiru vegna aukinnar einkaneyslu. Hins vegar er verið að taka við úrgangi frá stærra svæði. NeYTeNDur Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, ESB, kveðst ósátt- ur við að sums staðar í Evrópu séu gæði matarins sem er til sölu minni en í öðrum löndum þótt um sé að ræða nákvæmlega eins umbúðir. Grípa verði til aðgerða vegna þessa. Fulltrúi neytendamála hjá ESB, Vera Jourová, segir margar kvartanir hafa komið frá neytendum sem hafa tekið eftir því að gæði kaffidrykkjar- ins eða fiskstauta sem þeir kaupa heima hjá sér séu minni en hinum megin við landamærin. Til dæmis sé minna af fiski í fiskstautunum. – ibs Allir fái jafn góða fiskistauta jean-Claude juncker, forseti framkvæmda- stjórnar esB samfélag Eitt staðfest tilvik hefur komið upp um smygl á fólki hér á landi í tengslum við umsókn um alþjóðlega vernd. Þar var fjórtán ára barn á ferð með einstaklingi sem var barninu algerlega ótengd- ur. Málið var tilkynnt til lögreglu og Héraðsdómur Reykjaness dæmdi erlendan karlmann fyrir smygl árið 2015. Útlendingastofnun metur það svo að allar breytingar á útlendingalög- um sem benda til þess að börn eða fjölskyldur geti fengið betri máls- meðferð eða niðurstöðu varðandi umsókn um alþjóðlega vernd geti aukið hættuna á mansali eða smygli á börnum. Breytingar á lögum sem voru gerðar á Alþingi áður en þinginu var slitið í fyrrakvöld eigi við afmark- aðan hóp barna, sem lágmarki þó líkurnar á mansali. – kbg Eitt staðfest tilvik um smygl aTviNNulíf Átak gegn ólöglegri atvinnustarfsemi stendur nú yfir í umdæmum lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum. Markmið átaksins er að ganga úr skugga um hvort ein- hverjir atvinnurekendur séu með fólk í vinnu án tilskilinna leyfa. Jafn- framt er lagt mat á lögmæti dvalar útlendings, svo og athugað hvort lögbundnar skatt- og gjaldgreiðslur séu til staðar. Að verkefninu koma lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurnesjum, Ríkisskattstjóri, Útlendingastofnun og Vinnumála- stofnun. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að atvinnurekendur geti því gert ráð fyrir að fyrirtæki þeirra verði sótt heim af fulltrúum ofangreindra stofnana án fyrirvara. – jhh Aðgerðir gegn vinnumansali 2 8 . s e p T e m b e r 2 0 1 7 f i m m T u D a g u r2 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.