Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 11
Þægilegri bankaþjónusta fyrir fyrirtæki Nú geta fyrirtæki komið í viðskipti til okkar á netinu. Ferlið er einfalt og algerlega pappírs- laust. Eitt skref fyrir lítil fyrirtæki, örfá fyrir þau stærri. Kynntu þér málið á arionbanki.is 4x30 Esb Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins kynnti í gær tveggja ára áætlun sína í flóttamannamál- um sem miðar að því að sambandið taki á móti að minnsta kosti 50.000 flóttamönnum. Gildistíma áætlunar undan- farinna tveggja ára lauk í gær en sú áætlun gerði ráð fyrir móttöku 160.000 flóttamanna. BBC greinir frá því að tekið hafi verið á móti fimmtungi þess fjölda. „Þetta snýst ekki um að takast á við tímabundinn vanda. Þetta snýst um hvernig við meðhöndlum eitthvert flóknasta fyrirbæri okkar tíma,“ sagði Federica Mogherini, varaforseti framkvæmdastjórnar- innar, í gær. „Þetta er hluti af átaki fram- kvæmdastjórnarinnar sem miðar að því að gera flóttamönnum kleift að koma hingað á löglegan og öruggan hátt frekar en að leggja líf sitt í hendur smyglara,“ bætti vara- forsetinn við. Framkvæmdastjórnin sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún lagði til að það yrði í forgangi að dreifa úr þeim flóttamönnum sem hafi komið til Ítalíu og Grikklands fyrir gærdaginn og veita þeim skjól í öðrum ríkjum Evrópusambands- ins. Um er að ræða 8.000 manns sem uppfylla skilyrði Evrópusam- bandsins. Alls mun framkvæmdastjórnin leggja hálfan milljarð evra í verk- efnið. Það samsvarar um 63 millj- örðum króna. Nokkur ríki Evrópusambandsins mótmæltu fyrri áætlun harðlega og hafa varla tekið á móti stökum flóttamanni. Evrópudómstóllinn hafnaði kröfu Pólverja og Ungverja um að áætl- unin yrði felld úr gildi fyrr í mánuð- inum. – þea 63 milljarðar í móttöku flóttamanna Ólíklegt er að Ungverjar séu hrifnir af nýju áætluninni. Fréttablaðið/EPa Taíland Yingluck Shinawatra, fyrr- verandi forsætisráðherra Taílands, var í gær dæmd í fimm ára fangelsi fyrir vanrækslu í starfi. Hæstiréttur Taílands komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði gerst sek um van- rækslu þegar hún tók ekki á niður- greiðsluskandal í hrísgrjónaræktun sem kostaði taílenska ríkið um 856 milljarða króna. Hún hefði vitað af fölsuðum samningum sem gerðir hefðu verið við hrísgrjónaræktendur en ekki skorist í leikinn. Shinawatra var steypt af stóli árið 2014 en hún hefur alltaf neitað sök í málinu. Var forsætisráðherrann fyrrverandi ekki í dómssal í gær en talið er að hún hafi flúið til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum. Samkvæmt BBC er Shinawatra þó enn vinsæl í Taílandi, einkum á meðal fátækra og íbúa í dreifbýli. – þea Shinawatra í fimm ára fangelsi Tækni Samfélagsmiðillinn Twitter hefur ákveðið að prófa að auka hámarksslagafjölda tísta úr 140 í 280. Einungis nokkrir útvaldir geta nú tíst 280 slögum og hafa breyt- ingarnar lagst misvel í fólk. Jafnt þekktir Íslendingar sem útlendingar hafa tjáð sig á miðlinum um málið. Hörður Ágústsson, kenndur við Macland, sagði til dæmis að hann myndi eingöngu nota 140 slög þrátt fyrir ætlaða fjölgun í 280. Þá spurði íslenskuprófessorinn Ármann Jak- obsson fylgjendur sína hver mesta hættan væri við fjölgun slaga. Hvort mest hætta væri á að Twitter yrði önnur Facebook eða hvað annað gæti gerst. Kvikmyndagerðarmaðurinn Gaukur Úlfarsson hæddist að breyt- ingunni. „Nú get ég loksins sagt ykkur söguna af uppáhaldsfrænda mínum og þegar hann fann fimm- hundruðkall,“ tísti hann. Sjónvarpskonan Ellen DeGeneres virðist ekki ein hinna útvöldu. „Ég er svo spennt yfir að vera hluti af 280 slaga hópi Twitter. Þetta er mér sannur heiður og forréttindi. Ég vil þakka fráb,“ tísti DeGeneres sem gat ekki klárað tíst sitt, líklegast þar sem hún má enn bara tísta 140 slögum. Jack Dorsey, forstjóri Twitter, birti í gær færslu þar sem hann sagð- ist hafa búist við, og væri ánægður með, gagnrýnina á breytinguna. Það sem skipti máli nú væri að sýna hvers vegna breytingin væri mikil- væg. – þea Ólíkar skoðanir á breytingum hjá Twitter Jack Dorsey, forstjóri twitter f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 11f i M M T U d a G U r 2 8 . s E p T E M b E r 2 0 1 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.