Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 12
Finndu okkur á facebook Flísabúðin kynnir hágæða Ítalska HELIOSA rafmagnshitara HELIOSA hitarar henta bæði innan- og utandyra. Hitna strax, vindur hefur ekki áhrif, vatnsheldir og menga ekki. Margar gerðir til á lager. Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Hugbúnaðarfyrirtækið Azazo, sem er meðal annars í eigu lífeyris-sjóða og áhættufjár-festingarsjóðs í eigu íslenska ríkisins, rambar á barmi gjaldþrots. Eignir þess hafa verið kyrrsettar að beiðni fyrrverandi for- stjóra og stofnanda Azazo sem hefur stefnt félaginu fyrir dómstóla eftir að ráðningarsamningi hennar var rift í kjölfar mikilla deilna á milli hennar og stjórnarmanna. „Félagið stendur mjög illa. Þetta er löng saga í samskiptum á milli stofnanda og stjórnar í gegnum tíð- ina sem hefur ekki gengið átakalaust fyrir sig,“ segir Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Azazo og fulltrúi Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA), áhættufjárfestingarsjóðs í eigu íslenska ríkisins, í stjórn fyrir- tækisins. Ráðningarsamningi Brynju Guð- mundsdóttur, stofnanda Azazo og næststærsta hluthafa, var rift 6. júlí síðastliðinn og henni samstundis fylgt út úr húsakynnum fyrirtækis- ins í Hafnarfirði. Velta Azazo á fyrri helmingi ársins hafði þá lækkað um 33 prósent samanborið við sama tímabil í fyrra og fjárhagsstaðan versnað umtalsvert. Fyrirtækið var rekið með 633 milljóna króna tapi í fyrra en hagnaðist um 221 milljón árið 2015. Tapið í fyrra má að mestu leyti rekja til samdráttar í tekjum, hækkunar launa- og annars rekstr- arkostnaðar, en aðallega þess að óefnislegar eignir rýrnuðu í virði um 565 milljónir. Var þar um að ræða þróunarkostnað við hugbúnaðinn CoreData sem var færður niður eftir að fyrirtækið missti einn sinn stærsta viðskiptavin, slitastjórn Glitnis, síðar Glitnir HoldCo, um mitt þetta ár. Samkvæmt ársreikningi Azazo fyrir 2016 stóð sala á þjónustu til Glitnis undir um helmingi af heildarveltu árin 2015 og 2016. Samkvæmt Brynju, sem stofnaði Azazo fyrir tíu árum, hafði samstarf hennar og stjórnarmanna fyrirtæk- isins gengið illa allt frá hausti 2014. Hún hafi farið fram á kyrrsetningu eigna þess þann 14. september, sex dögum fyrir aðalfund, vegna launa- kröfu sem hún eigi upp á 65 millj- ónir króna. Kyrrsetningunni verði ekki aflétt á meðan engin svör fáist varðandi kröfuna. „Það voru samskiptaörðugleikar og trúnaðarbrestur en ég var með bundinn ráðningarsamning til 31. ágúst 2018. Hann var svo stað- festur af stjórn í desember í fyrra eftir að ég gaf eftir launakröfu sem ég átti á fyrirtækið. Ég er eini hlut- hafinn með ábyrgðir, það er að segja í ábyrgð fyrir yfirdráttarskuld fyrirtækisins, og ég er búin að reyna ítrekað síðustu ár að fá stjórnina til að losa mig undan henni eða að aðrir hluthafar beri þær byrðar með mér. Þegar samningnum var rift fékk ég ekki greitt uppsafnað orlof eða þá daga sem ég hafði unnið í júlí. Ég tók tugi milljóna króna í lán og setti inn í fyrirtækið, og skuldsetti mig í botn til að bjarga því, og hef hafnað öllum ásökunum stjórnarinnar og tel upp- sögnina ólögmæta,“ segir Brynja. Núverandi stjórn Azazo var kjörin á hluthafafundi félagsins þann 27.  júlí síðastliðinn áður en aðalfundur var haldinn 20. septem- ber. NSA á 17,1 prósents hlut í fyrir- tækinu og Core Invest, félag Brynju, fjórtán prósent. Auður 1 fagfjárfesta- sjóður, í eigu lífeyrissjóða og fagfjár- festa, á 13,9 prósent en samtals eru hluthafar 43 talsins. Í þeim hópi eru einnig núverandi eða fyrrverandi starfsmenn Azazo en fyrirtækið hefur undanfarna mánuði þurft að ráðast í uppsagnir í ljósi stöðunnar. Hefur starfsmannafjöldinn af þeim sökum farið úr um fimmtíu niður í um tuttugu. Starfsfólk hefur verið upplýst um stöðuna og var hlutafé fyrirtækisins í síðustu viku lækkað úr 60 milljónum að nafnvirði í fjórar. Stjórn Azazo telur Brynju hafa haldið eftir upplýsingum um fjár- hagsstöðu fyrirtækisins og fegrað bókhald þess. Ákvörðun hennar um að fara fram á kyrrsetningu eigna hafi síðan fælt í burtu fjárfesta sem hafi verið tilbúnir til að leggja fjár- magn inn í félagið. „Við tökum við sem funkerandi starfsstjórn yfir fyrirtæki sem stend- ur ekki vel. Við erum með fyrirtækið í gjörgæslu en það er erfitt fyrir okkur að fara út í smáatriðin,“ segir Friðrik. Á hluthafafundinum 27. júlí var samþykkt að gefa út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónum króna í þeim tilgangi að styrkja fjárhag Azazo og treysta rekstrarhæfi. Skuldabréfa- útgáfan stendur að sögn Friðriks enn yfir og gengur þokkalega. Aftur á móti þarf hún að klárast fyrir októ- berlok ef fyrirtækið á að ná að standa við sínar lágmarks skuldbindingar. „Þegar hluthafafundurinn var haldinn í júlí var félagið komið í strand. Menn hafa verið að rifa seglin þannig starfsfólki fækkar um hver mánaðamót,“ segir Friðrik og svarar að NSA hafi ekki tekið ákvörðun um hvort sjóðurinn muni fjárfesta frekar í Azazo. Hann hafi ekki á reiðum höndum hversu mikla fjármuni NSA hefur sett inn í fyrirtækið. „Ég vil meina að þessi hlut- hafafundur í júlí hafi verið ólög- lega boðaður og þar var kjörin ný stjórn. Þar var mér úthúðað og stjórnin þóttist koma af fjöllum eins og þau vissu ekki hver staðan væri á fyrirtækinu. Á aðalfundi félagsins í síðustu viku, eftir að ég kyrrsetti eigur félagsins, var ég sökuð um að ég væri búin að „fiffa“ bókhaldið með Deloitte í fjölda- mörg ár þar sem hugbúnaðurinn var eignfærður. Mér finnst þessar aðgerðir gegn mér mjög grófar enda vita allir sem hafa farið í gegnum alþjóðlega endurskoðun að þetta eru fáránlegar ásakanir. Ég er ekki hafin yfir það að missa vinnuna en þarna er að baki löng saga og án þess að það hafi verið reynt að setjast niður og ná sáttum af einlægni,“ segir Brynja og bætir við að hún skrifi nú bók og kvikmyndahandrit um starfs- feril sinn hjá Azazo. „Ég tel þetta ósanngjarnt og ekki einungis gegn mér heldur öllum hlut- höfum. Það hefur fullt af starfsmönn- um sett peninga í hlutafé sem eiga nú á hættu að missa það ef félagið fer í þrot eða ef þeir þynnast út í skulda- bréfaútgáfunni. Ég er stolt af Azazo, lausnum þess og starfsfólki. Ég vil að fyrirtækið lifi þessar hremmingar af og haldi áfram að blómstra.“ Brynja segir að persónuverndarlög hafi einnig verið brotin þar sem hún hafi ekki enn fengið einkagögn sem voru á skrifstofu hennar og vinnu- tölvu. Launakrafan upp á 65 millj- ónir eigi að fara í að borga þau lán sem hún tók til að stofna og halda rekstri fyrirtækisins gangandi. „Í lok síðasta árs gerði ég skriflegt samkomulag við þáverandi stjórn þar sem hún ábyrgðist að losa mig undan ábyrgðum í síðasta lagi fyrir 1. september síðastliðinn. Ekki var staðið við þetta samkomulag og mun ég skoða réttarstöðu mína varðandi það og mögulega stefna fyrirtækinu og skoða það að sækja þessa stjórn- armenn beint til saka persónulega vegna þessa brots.“ Azazo í gjörgæslu eftir miklar deilur Brynja Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Azazo, lét kyrrsetja eignir fyrirtækisins sem hún hefur stefnt eftir að ráðningarsamningi hennar var rift. Lífeyrissjóðir og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins í hluthafahópnum. Stjórnarformaðurinn segir stöðuna erfiða. Brynja Guðmundsdóttir hafnar öllum ásökunum stjórnar Azazo og segir uppsögn sína ólögmæta. FréttABlAðið/GVA AZAZO er íslenskt hugbúnaðar- og þekkingarfyrirtæki sem sér- hæfir sig í stjórnun og varðveislu upplýsinga og gagna en í fyrra störfuðu þar um fimmtíu manns í sex löndum. Brynja stofnaði fyrirtækið árið 2007 en það hét þá Gagnavarslan. Eftir það óx fyrirtækið hratt og selur nú hugbúnaðinn Azazo Core- Data sem er notað af mörgum af stærstu fyrirtækjum og stofn- unum á Íslandi. Einnig rekur það gagnavörslu á Ásbrú í Reykjanes- bæ í gegnum dótturfélag sitt, ráð- gjafarsvið í Hafnarfirði og býður skönnunar- og prentþjónustu. Fyrir utan stærstu þrjá hlut- hafana, NSA, Core Invest og Auður 1, eiga nokkrir aðrir nafntogaðir fjárfestar bréf í félaginu, Hlér ehf., félag Guðmundar Ásgeirssonar, sem yfirleitt er kenndur við skipa- félagið Nesskip, á 5,5 prósent samkvæmt nýjasta ársreikningi Azazo. Frímann Elvar Guðjónsson, sem var á lista Ríkisskattstjóra yfir hæstu skattgreiðendur árið 2012, á 4,2 prósent og Aurora velferðarsjóður, í eigu hjónanna Ólafs Ólafssonar, sem oftast er kenndur við Samskip, og Ingi- bjargar Kristjánsdóttur, á 3,9 prósent. Stofnað 2007 sem Gagnavarslan Hagnaður Mylluseturs ehf., útgáfu- félags Viðskiptablaðsins og tengdra fjölmiðla, nam 12,6 milljónum í fyrra og jókst um liðlega 2,5 millj- ónir á milli ára. Allt frá 2010 hefur útgáfustarfsemi félagsins skilað hagnaði á hverju einasta rekstrarári. Samkvæmt nýbirtum ársreikn- ingi Mylluseturs námu rekstrar- tekjur félagsins samtals 282 millj- ónum og drógust saman um þrjár milljónir frá fyrra ári. Launakostn- aður minnkaði einnig á sama tíma- bili um liðlega sjö milljónir og var samtals 165,5 milljónir á síðasta ári. Meðalfjöldi starfsmanna var 18 talsins og hélst óbreyttur á milli ára. Heildareignir Mylluseturs námu 156 milljónum í árslok 2016 og bók- fært eigið fé var ríflega 62 milljónir. Eiginfjárhlutfall félagsins er því um 40 prósent. Eignir Mylluseturs eru að langstærstum hluta útistandandi viðskiptakröfur að fjárhæð um 135 milljónir. Heildarskuldir félagsins nema 94 milljónum og jukust um fjórar milljónir á milli ára. Engar skuldir eru við lánastofnanir. Eigendur Mylluseturs eru Pétur Árni Jónsson, framkvæmdastjóri hjá fasteignafélaginu Heild, með 67 prósenta hlut og Sveinn Biering Jónsson fjárfestir með 33 prósenta hlut. Pétur Árni lét af störfum sem útgefandi Viðskiptablaðsins í febrú- ar 2016 og staðan var samtímis lögð niður. Þá hætti hann sömuleiðis sem eini stjórnarmaður félagsins og tók Jón Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Mylluseturs og faðir Péturs Árna, sæti hans í stjórninni. – hae Viðskiptablaðið græddi 13 milljónir Pétur Árni Jónsson er stærsti eigandi Mylluseturs með 67 prósenta hlut. Rekstrartekjur Myllu- seturs námu 282 milljónum króna á síðasta ári og drógust saman um 3 milljónir frá fyrra ári. Heildareignir félagsins námu 156 millj- ónum króna í árslok 2016. Haraldur Guðmundsson haraldur@frettabladid.is MaRkaðuRinn 2 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 F I m m t U D A G U r12 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.