Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 15
Eitt helzta vígorð Donalds Trump í kosningabaráttu hans í fyrra var „America first“. Áður höfðu menn ekki heyrt bandarískan forseta- frambjóðanda tala eins og ofvaxinn þjóðrembill í smáríki sem á undir högg að sækja. Vígorðið „America first“ var sótt til flugkappans Charles Lindbergh sem flaug fyrstur manna einsamall og viðstöðulaust yfir Atlantshafið, studdi Adolf Hitler og hataði gyðinga. Þetta var bara byrjunin. Trump for- seti sækir margar fyrirmyndir leynt og ljóst til nasista og fasista. Óvildin í garð innflytjenda, virðingarleysið gagnvart gyðingum, þ.m.t. kæruleysis- legt tal um helförina, hvatning til ofbeldis og erlendra njósna um and- stæðinga og endalausar lygar ásamt öðru bera vitni. Þegar málflutningur forsetans og manna hans er skoð- aður, þegar ummerkin hrannast upp, þegar fasisminn er kominn fast upp að hlið okkar, þá skiptir sagan máli eins og Timothy Snyder prófessor í Yale-háskóla lýsir í nýrri metsölubók sinni On Tyranny (Um harðstjórn). Þá skiptir það máli að faðir Trumps var handtekinn á fundi hjá Ku Klux Klan eins og ég rifjaði upp á þessum stað fyrir viku. Vígorðið „Íslandi allt“ sem fv. for- sætisráðherra skreytti sig með er sömu ættar. Ummerkin hrannast upp Við eðlilegar aðstæður ætti upprifjun á þeim hörmungum sem þýzkir nas- istar, ítalskir fasistar og bandamenn þeirra í Japan kölluðu yfir heiminn á sinni tíð ekkert erindi inn í umræður um stjórnmál. Það stafar einkum af því að Þjóðverjar hafa gert svo ræki- lega upp við fortíð sína að sómi er að þótt nú syrti aftur í álinn. Mestan ugg vekur ástandið í Bandaríkjunum eins og sakir standa en þar telja margir rétt og nauðsynlegt að draga forsetann fyrir landsdóm vegna meintra lög- brota og aðrir hóta borgarastyrjöld, jafnvel í guðs nafni, verði það gert. Hvernig gat þetta gerzt í landi sem þar til nýlega taldist vera óskoraður leiðtogi hins frjálsa heims? Bandarísk stjórnmál eru í uppnámi m.a. vegna þess að peningarnir hafa tekið þar völdin í boði Hæstaréttar sem nam árið 2010 brott allar takmarkanir á fjárframlög til stjórnmálastarfs. Lýð- ræði vék fyrir auðræði og stefnir í þjóf- ræði sjái menn sig ekki um hönd, segir Timothy Snyder í bók sinni. Honum sýnast Bandaríkin vera á sömu leið og Rússland. Fárið breiðist út. Ísland stóðst prófið, Rússland féll Tilburða í átt til fasisma hefur einn- ig orði vart á Íslandi. Tilraun ríkis- stjórnar undir forustu Sjálfstæðis- flokksins til að setja fjölmiðlalög til höfuðs Fréttablaðinu og Stöð 2 var eftir á að hyggja aðför að frjálsri fjöl- miðlun í fasískum anda. Aðförina bar upp á sama tíma og Vladímir Pútín forseti Rússlands notaði svipaðar aðferðir til að loka einkasjónvarps- stöðvum þar í landi til að styrkja stöðu sína og hefta frelsi fjölmiðla. Munurinn var sá að hér heima tókst að hrinda aðförinni. Ísland stóðst prófið sem Rússland féll á. Mikinn þátt í því átti Þjóðarhreyfingin undir forustu Ólafs Hannibalssonar blaðamanns, Hans Kristjáns Árna- sonar annars stofnanda Stöðvar 2, sr. Arnar Bárðar Jónssonar og Einars Árnasonar hagfræðings. Fyrir tilstilli þeirra m.a. sköpuðust skilyrði til þess að forseti Íslands synjaði fjölmiðla- lögunum staðfestingar 2004. Ríkis- stjórnin gafst upp. Nokkru síðar tóku „skrímsla- Eftirdrunur nasismans Þorvaldur Gylfason Í dag deild“ Sjálfstæðisflokksins og „gas- ljósameistarar“ að láta að sér kveða. Hvorugt orðið er skráð í Orðabók Háskóla Íslands en þau lýsa þeim hópi manna sem ræðst með skipu- legum óhróðri gegn andstæðingum Sjálfstæðisflokksins. Áður hafði Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morg- unblaðsins lýst þessum aðferðum úr návígi og kennt þær eftirminni- lega við „andrúmsloft dauðans“. Nýtt dæmi er harðar árásir á Smára McCarthy alþingismann fyrir orð hans um afhjúpun leynimakks for- ustumanna Sjálfstæðisflokksins varðandi valinkunna meðmæl- endur í máli tveggja dæmdra kyn- ferðisbrotamanna. Nú er komið í ljós að hluti skjalanna sem um er að ræða virðist falsaður og dómsmála- ráðuneytið hefur orðið uppvíst um „forkastanleg vinnubrögð“. Og þá er blásið í herlúðra gegn stjórnar- andstöðuþingmanni sem hefur auk fjölmargra annarra fjallað um málið. Árásir forsetaframbjóðanda Sjálf- stæðisflokksins á Guðna Th. Jóhann- esson fyrir forsetakosningarnar í fyrra vegna meintrar afstöðu Guðna til kröfunnar um að Íslendingar tækju að hluta ábyrgð á Icesave- reikningum Landsbankans voru angi á sama meiði. Svipaðar árásir bergmála á samfélagsmiðlum flesta daga eins og um skipulega aðför sé að ræða að rússneskri fyrirmynd. Upplognar fullyrðingar Donalds Trump um að Obama forseti væri fæddur erlendis og væri því ólög- mætur forseti voru sömu ættar. Og nú eru íslenzkir álitsgjafar sakaðir um að bera fréttir af stjórnmálaspill- ingu á Íslandi í erlenda fjölmiðla eins og útlendingar séu ekki fullfærir um að mynda sér sjálfstæða skoðun á málinu. Ær og kýr Föðurlandssvikabrigzl og valdarán eru ær og kýr fasista enn sem fyrr. Ísland þarf að gæta sín á fárinu sem ríður nú yfir nálæg lönd. Framganga Sjálfstæðisflokksins og taglhnýtinga hans gagnvart nýju stjórnarskránni sem 67% kjósenda lýstu stuðningi við 2012 er skýr viðvörun. Setjum náttúruna og fólkið í öndvegi I. Strokulaxar úr eldi tvöfalt eiri en villtir laxar Gera má ráð fyrir að einn eldislax sleppi úr hverju tonni sem er alið í opnum sjókvíum. Það þýðir að 71 þúsund erfðabreyttir norskir eldislaxar munu sleppa í sjóinn við Ísland á hverju ári miðað við hóegustu áætlanir eldissinna. Hrygningarstofn íslenska villta laxins er um 35 þúsund skar. Eldislax hefur valdið erfðablöndun á 80% náttúrulegra stofna í Noregi. II. Yr 1.500 fjölskyldur njóta tekna af veiðihlunnindum Hlunnindi af silungs- og laxveiði hafa kynslóðum saman verið mikilvæg stoð við búsetu í sveitum landsins. Sjókvíaeldi ógnar afkomu fjölda bændafjölskyldna. III. Skólpmengun á við 568 þúsund manns Landssamband skeldisstöðva segir að skólp af hverju tonni í eldi sé á við „klóakrennsli frá 8 manns.“ Umhverssamtök segja þessa tölu vera hærri. Miðað við tölu skeldis- stöðvanna mun skólp sem jafngildir klóakrennsli frá 568 þúsund manns streyma árlega til sjávar frá skeldisstöðvum (miðað við 71 þúsund tonn af eldislaxi). Líklega er þessi tala mun hærri. IV. Allir laxastofnar á Íslandi í hættu Eldislaxar sem sleppa úr sjókvíum á Vestfjörðum og Austurlandi geta synt mörg hundruð kílómetra norður eða suður fyrir landið og þannig borist í öll ferskvatnsker á Íslandi sem renna til sjávar. Byggjum upp umhversvænt eldi eftir ströngustu kröfum Í Noregi er eldi í opnum sjókvíum á útleið. Vöndum til verka og byggjum upp eldi með bestu mögulegu tækni: í lokuðum kerfum þar sem mengun og strok ska eru í lágmarki. Þessi auglýsing er kostuð af The Icelandic Wildlife Fund sem er nýr náttúruverndarsjóður. Sjóðurinn er grasrótarstofnun, rekinn með frjálsum framlögum og ekki í ágóðaskyni. Stórfellt iðnaðareldi í opnum sjókvíum ógnar náttúru, lífríki og afkomu fólks í sveitum Íslands. S k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 15F i M M T u d a g u R 2 8 . S e p T e M B e R 2 0 1 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.