Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 32
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 OTTO húsin eru 145 fermetrar. Þau kosta 18,6 milljónir án uppsetningar. Húsasmiðjan býður upp á gott úrval tómstundahúsa og einbýlishúsa. Þetta hús stendur í Hrifunes Natural Park á Suðurlandi. Einingahúsin eru björt og falleg að innan. Hægt er að kaupa tengihús og raðhús í mörgum stærðum og útfærslum. Seve er eitt af stærstu fyrir-tækjum í einingahúsasmíði í Eistlandi. Húsin sem Seve framleiðir eru á mjög hagstæðu verði en í Noregi má sjá um það bil átta hundruð slík hús af öllum stærðum og gerðum víða um land. Þá hafa húsin verið seld til Svíþjóðar og Sviss, að því er Ingvar Skúlason, ráðgjafi á fagsölusviði Húsasmiðjunnar, upplýsir. „Húsa- smiðjan hefur áratuga reynslu í framleiðslu og sölu á eininga- húsum, en fyrsta húsið var reist í Melgerði árið 1957. Við byggjum því á gömlum grunni. Nýlega tókum við upp samstarf við Seve í Eistlandi en þeir hafa framleitt hús í marga áratugi. Þetta eru íbúðar- hús, parhús, smáhýsi og í rauninni einingahús af öllum stærðum og gerðum. Nefna má leikskóla, grunnskóla ásamt alls kyns húsum sem henta vel í ferðaþjónustu,“ segir Ingvar og bendir á að nýlega hafi fyrstu húsin risið í Hrífunesi, skammt frá Vík í Mýrdal. Ódýrt en vandað Það var byrjað að grafa grunn fyrir fjórum húsum í Vík í Mýrdal í byrj- un mars sem voru fullbúin í byrjun júní. „Aðeins tók fjórtán vikur frá því byggingaframkvæmdir hófust þar til hægt var að afhenda húsin. Þetta eru allt fullbúin einbýlishús af stærðinni 120-145 fermetrar. Byggingarhraðinn er mikill og húsin eru vönduð og vel einangruð að norskum kröfum sem eru meiri en við höfum hér á landi. Norð- menn leggja til dæmis meira í hitaeinangrun. Við erum líka að bjóða margs konar lausnir fyrir ferðaþjónustuna, t.d. smærri hús af stærðinni 22-30 fermetrar. Þetta eru einingahús með gistirými, snyrtingu og eldunaraðstöðu.“ Ingvar bendir á að einingahúsin séu ódýr en um leið vandaður byggingarmáti. „Með því að velja þessa leið styttum við byggingar- tímann til muna og lækkum fjármagnskostnað. Ef fólk kaupir hús af Húsasmiðjunni er gerður viðskiptasamningur og þá getur húskaupandinn keypt allt annað hjá okkur sem þarf til að klára húsið, t.d. baðtæki, eldhúsinnrétt- ingar, hurðir og margt fleira.“ Þrjú byggingarstig Húsin er hægt að kaupa á þremur byggingarstigum. „Á fyrsta stigi eru bara einingarnar, út- og inn- veggir. Á öðru stigi reisum við húsið og skilum því fullbúnu að utan. Á þriðja stigi er það afhent tilbúið til spörslunar og málunar að innan,“ segir Ingvar og bætir við að þetta sé mjög ódýr og góður kostur. Afgreiðslutími er stuttur og húsin eru fljótleg í uppsetningu. Hægt er að velja um margvíslegar utanhússklæðningar hjá Húsa- smiðjunni. Sérfræðingar hjá Húsasmiðjunni ráðleggja kaupendum um hvernig hús hentar best, miðað við hönnun að innan, herbergjastærð, -fjölda og fleira. „Það er í raun allt frjálst með hönnun innanhúss en við breytum ekki burðarstrúktúr hússins. Húsin henta vel íslenskum markaði og standast allar byggingarkröfur. Þetta er falleg hönnun, einföld og skemmtileg,“ segir Ingvar. Margir áhugasamir Hann segir Húsasmiðjuna finna fyrir feikimiklum áhuga á eininga- húsunum. „Margir eru þegar búnir að panta hús og eru með teikningar hjá skipulagsyfirvöldum til sam- þykktar. Þessi hús munu rísa víða um land. Við erum til dæmis með nokkra sumarbústaði sem verða reistir núna í haust. Það eru bæði staðlaðar einingar og sérhönnuð hús. Þetta er mun ódýrari kostur en að kaupa eldri bústað og frábær hús sem gott er að búa í,“ segir Ingvar. Frekari upplýsingar um Seve einingahúsin, stálgrindarhús, krosslímd einingahús frá Húsa- smiðjunni, svalalokanir og fleira tengt húsasmíði má fá hjá fagsviði í Kjalarvogi þar sem veitt er fagleg og persónuleg þjónusta. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á www.husa.is og hjá Ingvari Skúla- syni í síma 660-3087. Fjölbreyttar og skemmtilegar útfærslur eru í boði. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 7 F I M MT U DAG U REININGAHÚS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.