Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 60
Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi Sími 557 4848 / www.nitro.is Þarf ekki próf, tryggja eða skrá! MIKIÐ ÚRVAL AF RAFMAGNSREIÐHJÓLUM RafmagnsReiDhjól- Electric system CHASSIS Frame: Aluminium,Al6061 Front Fork: Aluminium,T40,26” Head Set: VP-A41AC Brake: F/R:TEKTRO DISC BRAKE,MD-M300,TR180/MD- M300TR-160 DRIVETRAIN Motor: 8FUN,SWXH2,36V,250W / 350W Max Speed(KM/H): EU: 25km/h, Mileage: From 40-60km, depending on usage & conditions Crank Set: PROWHEEL,Al6061,- PRO-E48PP,3/32*48T*170mm Derailleur Level: SHIMANO,SL-M310 Derailleur: SHIMANO,ARD-TX55D WHEELSET Rim: DS75G,26”X4.0 Tire: KENDA K1151 26*4.0 Hub: MODUS/MD-JA165F-DSE- 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HJÓLUM gæði – þekking – þjónusta Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is VAKÚMVÉLAR Mikið úrval af vakúmvélum sem henta einstaklingum og fyrirtækjum PÖKKUNARVÉLAR - BRETTAVAFNINGSVÉLAR - BINDIVÉLAR BAKKALOKUNARVÉLAR - FLÆÐIPÖKKUNARVÉLAR FILMUPÖKKUNARVÉLAR - KASSALOKUNARVÉLAR FÁÐU TILBOÐ ára Starfsmanna- og munaskápar www.rymi.is Hágæða amerísk heilsurúm sem auðvelt er að elska Sofðu rótt í alla nótt Þetta er aðeins meiri fullorðinsplata en fyrri verk. Við unnum hana á aðeins lengri tíma og hún er aðeins lengri – þrettán lög. Uppruna- lega hugmyndin var að gera hryll- ings-konseptplötu og við lögðum upp með það. En ég veit ekki alveg hvort þetta teljist til konseptplötu, kannski svona mitt á milli. Það er allavega mikil uppbygging og end- urtekning, og í rauninni frásögn, þó að það sé kannski ekki alveg línuleg frásögn,“ segir Salka Valsdóttir úr Cyber en sveitin gefur út plötu þann 13. október – föstudaginn þrettánda – sem nefnist Horror. Í kvöld frum- sýna þær svo myndband við lagið Psycho, en það er jafnframt fyrsti „singúll“ plötunnar. „Við vorum dálítið mikið að reyna að finna hryllinginn í hversdags- leikanum, í þessum hlutum sem við gerum á hverjum degi – djamminu, að vera í sambandi, að vera ekki í sambandi og aftur sambandi, ekki sambandi. Við tengjum öll við þetta en við erum að setja þetta í búning sem okkur fannst spennandi að leika okkur með. Hljóðheimarnir eru miklu meira unnir og útpældir en þeir hafa verið í fyrri verkefnum. Við pródúseruðum aðeins meira sjálfar, ég kom miklu nánar að öllum hljóðheiminum en ég hef gert áður.“ Salka er eins og hún segir með hendurnar á tökkunum á plötunni en einnig er heill hellingur af gest- um: Marmari, en hann hefur verið að gera takta fyrir þær áður, Young Nazareth úr Sturlu Atlas og fleiru – en hann pródúserar Psycho, Helgi Sæmundur úr Úlfur Úlfur kemur að borðinu, tónskáldið SiGRÚN, Sól- veig Matthildur úr Kælunni miklu og fleiri, en hér er einungis talið upp fólkið sem kemur að tónheiminum. Rappandi gestir eru Countess Malaise sem er einmitt gestur í Psycho, Emmsjé Gauti, Young Karin, Karó, Geimfarar, Hatari og fleiri. „Það er svolítið stór hópur af fólki sem gerði þetta með okkur. Það er frekar erfitt að gera samheldna plötu í sándi og textum og sem flæðir fallega saman þegar maður vinnur með svona mörgum. Það er búið að vera mjög skemmtilegt að reyna það og held að það hafi tekist vel.“ Salka segir plötuna hafa verið, að mestu, í vinnslu frá áramótum, sirka níu mánuði „eins og barn“, eða síðan þær gáfu út EP plötuna Boys á miðnætti um áramótin síðustu, sem Salka segir alls ekki vera langan tíma þó henni líði eins og þetta hafi tekið heila eilífið. Útgáfutónleikarnir verða haldnir á Húrra þennan sama föstudag og platan kemur út. Young Karin og Geisha Cartel hita upp og allir sem koma fram á plötunni munu mæta sem gestir – svo úr verður væntan- lega ein heljarinnar tónlistarveisla. Sálfræðitími á Aktu taktu „Þessi vídeóhugmynd kom fyrir löngu síðan; okkur langaði að búa til myndband tekið upp á Aktu taktu, en við erum eiginlega alltaf á Aktu taktu og mikið af textunum er tekið upp á rúntinum. Draumurinn er að fá Cyber-borgara á Aktu taktu. Við erum að vona að myndbandið verði rosalega vinsælt og hann verði að veruleika,“ segir Salka beðin að lýsa því hvað sé að gerast í myndband- inu og laginu sem verður frumsýnt á Prikinu í kvöld. „Við vorum eiginlega að grafa það upp sem óþægilegast er við okkar nærveru og okkar persónur. Ég greini oft illa hvað er verið að meina í samskiptum og svara oft á óviðeigandi hátt. Jóhanna er að tala um hvað hún verður reið þegar vinkonur hennar eru að reyna við stráka sem hún hefði kannski ein- hvern tímann viljað reyna við, þó að hún eigi kærasta. Við fórum í raun yfir hlutina sem okkur þykja óþægi- legir í hvor annarri – það sem gerir okkur að „psychopaths“.“ Myndbandið verður frumsýnt á Prikinu í kvöld klukkan níu. stefanthor@frettabladid.is Hryllingurinn í hversdagsleikanum Hljómsveitin Cyber gefur út plötuna Horror föstudaginn 13. október. Platan fjallar um hryllinginn sem við þekkjum öll úr hversdagsleik- anum. Í kvöld verður svo frumsýnt nýtt myndband við lagið Psycho. Cyber gefur út plötuna Horror í næsta mánuði en hún fjallar um hrylling hversdagsleikans. Mynd/HrefnA Björg Nokkrir gestir á Horror n Emmsjé Gauti n Countess Malaise n Young Nazareth n SiGRÚN n Young Karin n Karó n Sólveig Matthildur n Hatari DraumuriNN er að fá Cyber-borgara á aktu taktu – við erum að voNa að myNDbaNDið verði rosalega viNsælt og HaNN verði að veruleika. 2 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 F I m m t U D A G U r44 l í F I ð ∙ F r É t t A b l A ð I ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.