Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 30
Í Texas fara menn í fína skó, galla­ buxur, fallega skyrtu og eru jafnvel í Armanijakka við og með kúrekahatt. Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Axel er ekki hattatýpan að eigin sögn. Hann á þó nokkra sem hann notar helst á sviði. Mynd/Ernir Axel kaupir flest fötin sín í Texas en þó einnig í Levi’s búðinni. Mynd/Ernir Gallaskyrta með skrauti, gallabuxur og stígvél eru hentugur hvunndagsklæðn- aður að sögn Axels. Mynd/Ernir Axel flutti til Texas í Banda­ríkjunum sextán ára gamall og bjó þar til 26 ára aldurs. „Kántríáhuginn kom því í raun af sjálfu sér enda er það hvunn­ dagsklæðnaður að vera í galla­ buxum, kúrekastígvélum, bolum og skyrtum,“ segir Axel. „Það eru ákveðnar týpur af Texasbúum sem ganga með hatt en reyndar er meira um það í sveitum en borgum.“ Þessi klæðastíll hefur síðan fylgt Axel alla tíð. „Vitanlega tek ég tillit til umhverfisins og ef ég hef verið að vinna á skrifstofu hef ég verið í jakkafötum. En þegar ég fæ að ráða þá er þessi kántríklæðnaður fyrsta val.“ Ekki hattatýpa Axel kaupir flest sín föt í Texas enda liggur leið hans þangað reglulega að heimsækja fjölskyldu sína. „Ég fer helst í Outback Western Wear og Bootbarn til að kaupa skyrtur en á Íslandi er helst hægt að fá góðar skyrtur í Levi’s búðinni,“ segir Axel en stígvél kaupir hann í Texas þar sem hann segir úrvalið langmest. „Reyndar nota ég líka dálítið Tim­ berlandskó sem eru dálítið kántrí.“ Axel segir lítið mál að klæða sig upp á í kántrístíl. „Menn gera það oft í Texas að fara í fína skó, gallabuxur, fallega skyrtu og eru þá jafnvel í Armanijakka við og með kúrekahatt. Ég er sjálfur oft þannig til fara við fínni tilefni, en sleppi hattinum,“ segir hann en hatta notar hann sjaldan, nema á sviði. Tilnefndir í Texas Auk þess að kaupa á sjálfan sig í Texas dressar hann upp hljóm­ sveitarmeðlimi sína í sveitinni Axel O & Co. sem hann stofnaði fyrir tveimur árum. „Ég er alinn upp í tónlist, pabbi er djasspíanisti og ég hef verið að spila frá því ég man eftir mér,“ segir Axel sem hefur spilað kántrítónlist á Íslandi í um áratug. Í sveitinni Axel O & Co. eru mætir tónlistarmenn. „Þarna eru menn á borð við Magga Kjartans, Jóa Ásmunds úr Mezzoforte, Fúsa Óttars og Sigurgeir Sigmundsson. Við höfum spilað töluvert og vorum nú síðast á Country festivali sem haldið var á Selfossi,“ segir Axel en næsta verkefni sveitarinnar er að fara til Texas í nóvember. „Þar munum við spila og erum tilnefndir til verðlauna á Texas Sounds Inter­ national Country Music Awards,“ segir Axel en bandaríska sendiráðið á Íslandi styrkir þá til fararinnar. Kántríið verður vinsælla Axel segir kántríið vera að ryðja sér æ meir til rúms um allan heim. „Kántrítónlistarmarkaðurinn er einn stærsti markaður fyrir tónlist í heiminum og kántríið er vinsælt í löndum í kringum okkur, til dæmis á Norðurlöndunum. Einhvern veg­ inn hefur þessi kántríheimur verið misskilinn hér á landi og fólk leggur allt of mikla merkingu í hann. Þegar fólk svo kynnist nútíma kántrítón­ list kemst það að því að þetta er bara venjulegt rokk og popp, með sveitaívafi.“ Spilar kántrí í Texas Kántríklæðnaður er hvunndagsklæðnaður hjá Axel Óm- arssyni söngvara hljómsveitarinnar Axel O & Co. Sveitin er tilnefnd til verðlauna á kántrítónlistarhátíð í Texas. Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Opið: Virkir dagar 11-18 | Laugardagar 11-15 Kíkið á myndir og verð á Facebook Stretch háar í mittið Stretchbuxur á 13.900 kr. - einn litur - stærð 32 - 50 - rennilás neðst á skálmum Glæsilegt úrval af buxum í stærð 32 - 54 Fa rv i.i s // 0 91 7 KRINGLUNNI | 588 2300 Fullkomin í haustveðrið krónur 15.495 Kápa - 2 litir ÁSKRIFTIN FYLGIR ÞÉR Með sjónvarpsáskrift hjá 365 getur þú horft á uppáhaldssjónvarpsefnið þitt, hvar og hvenær sem er – því áskriftin fylgir þér 365ASKRIFT.is 6 KynninGArBLAÐ FÓLK 2 8 . S E p T E M B E r 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.