Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 30
Í Texas fara menn í
fína skó, galla
buxur, fallega skyrtu og
eru jafnvel í Armanijakka
við og með kúrekahatt.
Sólveig
Gísladóttir
solveig@365.is
Axel er ekki hattatýpan að eigin sögn. Hann á þó nokkra sem hann notar helst á sviði. Mynd/Ernir
Axel kaupir flest fötin sín í Texas en þó einnig í Levi’s búðinni. Mynd/Ernir
Gallaskyrta með skrauti, gallabuxur og stígvél eru hentugur hvunndagsklæðn-
aður að sögn Axels. Mynd/Ernir
Axel flutti til Texas í Bandaríkjunum sextán ára gamall og bjó þar til 26 ára aldurs.
„Kántríáhuginn kom því í raun
af sjálfu sér enda er það hvunn
dagsklæðnaður að vera í galla
buxum, kúrekastígvélum, bolum
og skyrtum,“ segir Axel. „Það eru
ákveðnar týpur af Texasbúum sem
ganga með hatt en reyndar er meira
um það í sveitum en borgum.“
Þessi klæðastíll hefur síðan fylgt
Axel alla tíð. „Vitanlega tek ég tillit
til umhverfisins og ef ég hef verið
að vinna á skrifstofu hef ég verið í
jakkafötum. En þegar ég fæ að ráða
þá er þessi kántríklæðnaður fyrsta
val.“
Ekki hattatýpa
Axel kaupir flest sín föt í Texas enda
liggur leið hans þangað reglulega
að heimsækja fjölskyldu sína. „Ég
fer helst í Outback Western Wear
og Bootbarn til að kaupa skyrtur en
á Íslandi er helst hægt að fá góðar
skyrtur í Levi’s búðinni,“ segir Axel
en stígvél kaupir hann í Texas þar
sem hann segir úrvalið langmest.
„Reyndar nota ég líka dálítið Tim
berlandskó sem eru dálítið kántrí.“
Axel segir lítið mál að klæða
sig upp á í kántrístíl. „Menn gera
það oft í Texas að fara í fína skó,
gallabuxur, fallega skyrtu og eru þá
jafnvel í Armanijakka við og með
kúrekahatt. Ég er sjálfur oft þannig
til fara við fínni tilefni, en sleppi
hattinum,“ segir hann en hatta
notar hann sjaldan, nema á sviði.
Tilnefndir í Texas
Auk þess að kaupa á sjálfan sig í
Texas dressar hann upp hljóm
sveitarmeðlimi sína í sveitinni Axel
O & Co. sem hann stofnaði fyrir
tveimur árum. „Ég er alinn upp í
tónlist, pabbi er djasspíanisti og
ég hef verið að spila frá því ég man
eftir mér,“ segir Axel sem hefur
spilað kántrítónlist á Íslandi í um
áratug.
Í sveitinni Axel O & Co. eru
mætir tónlistarmenn. „Þarna eru
menn á borð við Magga Kjartans,
Jóa Ásmunds úr Mezzoforte, Fúsa
Óttars og Sigurgeir Sigmundsson.
Við höfum spilað töluvert og
vorum nú síðast á Country festivali
sem haldið var á Selfossi,“ segir Axel
en næsta verkefni sveitarinnar er
að fara til Texas í nóvember. „Þar
munum við spila og erum tilnefndir
til verðlauna á Texas Sounds Inter
national Country Music Awards,“
segir Axel en bandaríska sendiráðið
á Íslandi styrkir þá til fararinnar.
Kántríið verður vinsælla
Axel segir kántríið vera að ryðja
sér æ meir til rúms um allan heim.
„Kántrítónlistarmarkaðurinn er
einn stærsti markaður fyrir tónlist
í heiminum og kántríið er vinsælt í
löndum í kringum okkur, til dæmis
á Norðurlöndunum. Einhvern veg
inn hefur þessi kántríheimur verið
misskilinn hér á landi og fólk leggur
allt of mikla merkingu í hann. Þegar
fólk svo kynnist nútíma kántrítón
list kemst það að því að þetta er
bara venjulegt rokk og popp, með
sveitaívafi.“
Spilar kántrí í Texas
Kántríklæðnaður er hvunndagsklæðnaður hjá Axel Óm-
arssyni söngvara hljómsveitarinnar Axel O & Co. Sveitin er
tilnefnd til verðlauna á kántrítónlistarhátíð í Texas.
Laugavegi 178 | Sími 555 1516
Opið: Virkir dagar 11-18 | Laugardagar 11-15
Kíkið á myndir og verð á Facebook
Stretch
háar í mittið
Stretchbuxur
á 13.900 kr.
- einn litur
- stærð 32 - 50
- rennilás neðst
á skálmum
Glæsilegt úrval
af buxum í stærð
32 - 54
Fa
rv
i.i
s
//
0
91
7
KRINGLUNNI | 588 2300
Fullkomin í
haustveðrið
krónur
15.495
Kápa - 2 litir
ÁSKRIFTIN
FYLGIR ÞÉR
Með sjónvarpsáskrift hjá 365 getur þú horft á
uppáhaldssjónvarpsefnið þitt, hvar og hvenær
sem er – því áskriftin fylgir þér 365ASKRIFT.is
6 KynninGArBLAÐ FÓLK 2 8 . S E p T E M B E r 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R