Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 42
Ástkær eiginmaður og faðir,
Sigurður Pálsson
skáld og rithöfundur,
lést á líknardeild Landspítalans þann
19. september.
Hann verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju 2. október kl. 15.00.
Kristín Jóhannesdóttir
Jóhannes Páll Sigurðarson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Emilíu Jónsdóttur
frá Grund, Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
heimahjúkrunar og Dvalarheimilisins Höfða Akranesi fyrir
einstaka umönnun og vinskap.
Ragnheiður Jóhanna Pétursdóttir Gunnar Einarsson
Vilborg Pétursdóttir Hafþór Harðarson
Margrét Pétursdóttir Hörður R. Harðarson
Petrea Emilía Pétursdóttir Halldór Stefánsson
ömmubörn og langömmubörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Halldóra Jónsdóttir
frá Hvammeyri, Tálknafirði,
Vallengi 6, Reykjavík,
lést sunnudaginn 24. september á
hjúkrunarheimilinu Eir.
Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Jóhanna Einarsdóttir Bjarni Reynarsson
Einar Einarsson Jónína Hallsdóttir
Rannveig Einarsdóttir Sigurður Helgi Helgason
Jón Helgi Einarsson Dagmey Valgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ása Ólafsdóttir
Ása Ólafsdóttir í Dagsbrún er 80 ára
í dag. Ása tekur á móti gestum frá
17 til 19 á afmælisdaginn í samkomu-
sal Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi.
80
ára afmæli
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi,
sonur, bróðir og mágur,
Ívar Bragi Hjartarson
lést á Aruba 30. júní.
Jarðarförin hefur farið fram.
Eva Bragadóttir Bjarki Þór Hannesson
Viktor Aron Bragason Martyna Zawadzka
Bríet Diljá Bjarkadóttir
Sigurbjörg Pálsdóttir
Eyjólfur Hjartarson
Viðar Hjartarson Kristín Lilja Diðriksdóttir
Helga Hjartardóttir
Rúnar Hjartarson Guðrún Pálsdóttir
Okkar ástkæri
Guðmundur Björnsson
flutningabílstjóri
andaðist á Heilbrigðisstofnuninni
á Hólmavík 16. september.
Útförin fer fram frá Hólmavíkurkirkju
30. september kl. 13.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hans er bent á Heilbrigðisstofnunina á Hólmavík,
reikn. 1161-05-500053, kt. 481297-2739.
Sissa
og fjölskylda.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Freyja Eysteinsdóttir
Brúnagerði 7, Húsavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands
á Húsavík síðastliðinn föstudag.
Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju
laugardaginn 30. september kl. 14.00. Þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Björgunarsveitina Garðar.
Ingólfur Hilmar Árnason
Helena Eydís Ingólfsdóttir Hallbjörn Eðvarð Þórsson
Sigmar Ingi Ingólfsson Kiddý Hörn Ásgeirsdóttir
Arnar Vilberg Ingólfsson Karen Erludóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og fallegar kveðjur við fráfall
okkar ástkæra
Hallgríms Jóhannessonar
frá Ísafirði,
Lyngholti 19, Keflavík,
Sigurbjörg Fr. Gísladóttir
og fjölskylda.
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Unnur Þorleifsdóttir
Vogatungu 30, Kópavogi,
lést á Landspítalanum 19. september.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju
föstudaginn 29. september klukkan 11.00.
Ragnar Jónatansson
Ómar Ragnarsson Nína Margrét Pálmadóttir
Brynjar Örn Ragnarsson Brynja Magnúsdóttir
Hanna Rósa Ragnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Kristján Jóhann Þórarinsson
lést sunnudaginn 17. september á
hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi.
Útför hans fer fram frá Seljakirkju
mánudaginn 2. október kl. 13.
Hafdís Ósk Kristjánsdóttir Eggert Friðriksson
Einar Kristjánsson Anna María Ríkharðsdóttir
Anna María Kristjánsdóttir Sigurður Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Þorsteinn Ólafsson
Hrafnistu,
áður til heimilis að Bugðulæk 12,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu Reykjavík föstudaginn
15. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 29. september kl. 15.00.
Sigrún Guðmundsdóttir Friðrik Jónsson
Pétur Þorsteinsson Kristín Ármannsdóttir
Jóna Þorsteinsdóttir Sveinn Jóhannsson
Heiðdís Þorsteinsdóttir Pálmi Egilsson
Þorsteinn Ólafur Þorsteinsson Svana Berglind Karlsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
2 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 F I m m t U D A G U r26 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð I ð
tímamót
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.
is
eða hringja í síma 512 5000.
Félag íslenskra gullsmiða og Krabbameinsfélagið eru nú sjötta árið í röð í samstarfi um samkeppni um hönnun Bleiku slaufunnar. Samkeppnin hefur
leitt til þess að slaufan hefur verið mjög
fjölbreytt í gegnum tíðina og hefur
skapast hefur mikill spenningur fyrir
afhjúpun hennar ár hvert.
Í ár varð Ása Gunnlaugsdóttir hjá asa
iceland hlutskörpust í samkeppninni.
Bleika slaufa Ásu verður afhjúpuð á
morgun. Spurð út í innblásturinn segir
Ása: „Í hugmyndavinnunni hugsaði ég
mikið um hlýju og umhyggju. Ég var
með ljóð eftir Einar Ben í huganum en
þar orðar hann það svo vel hvað ást og
umhyggja getur breytt lífi til hins betra.
Svo vann ég áfram með hugmyndina og
útkoman er eins og flest mín hönnun,
einföld og stílhrein.
Í hönnunarferlinu þurfti svo að taka
tillit bæði til framleiðsluaðferða og efnis
og því er útlit nælunnar og silfurmensins
ekki nákvæmlega eins,“ segir Ása en hún
hannaði ekki bara nælu heldur einnig
hálsmen sem framleitt verður í tak-
mörkuðu upplagi.
Mikil leynd ríkir yfir slaufunni þar til
hún verður afhjúpuð. „Slaufan verður
afhjúpuð á morgun en fram að því get ég
lítið sagt, annað en að hún uppfyllir þær
kröfur sem gerðar eru; að hún sé bleik
að einhverju leyti og að auðvelt sé að sjá
slaufu út úr forminu,“ útskýrir Ása sem
er spennt fyrir morgundeginum.
„Ég kom við í Krabbameinsfélaginu
í gær en þar var allt á fullu í undirbún-
ingi fyrir átakið, það var verið að pakka
slaufunni inn og senda á sölustaði. Það
var pínu skrýtið að sjá „slaufuna sína“
í svona miklu magni. Það verður svo
gaman að fylgjast með sölunni en ég
vona auðvitað að hún seljist sem allra
best, í ár rennur allt söluandvirðið til
Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags-
ins.“ gudnyhronn@365.is
Nýjasta Bleika slaufan
afhjúpuð á morgun
Nýja Bleika slaufan, næla sem seld er árlega í átaki Krabbameinsfélagsins, verður
afhjúpuð á morgun. Hönnuður nælunnar í ár er Ása Gunnlaugsdóttir og er hún afar
spennt fyrir morgundeginum enda ríkir mikil leynd yfir útliti nælunnar núna.
Ása Gunnlaugsdóttir hannaði Bleiku slaufuna í ár. MYND/Ólafur röGNvalDssoN