Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 14
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105
reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Kjartan Hreinn
Njálsson
kjartanh@frettabladid.is
Bæjarhrauni 2 | Hafnarfirði | Sími: 4370000 | hafis@hafis.is
Komdu og fáðu rjómaís og laktósafrían vegan ís
Íslenskur ís með ítalskri hefð
Eftir sex
áratugi af nær
hömlulausri
notkun á
sýklalyfjum
blasir öld
ónæmis við.
Leikar hefjast
Nú er þingi lokið og kosninga-
barátta fram undan. Á næstu
dögum munu listar flokka liggja
fyrir og þá mun einnig koma í
ljós hvað nýr flokkur Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar á að
heita. Ef svo fer að sá flokkur
bjóði fram gæti stefnt í að níu
flokkar verði á þingi á næsta
kjörtímabili og því enn þá ólík-
legra að hægt verði að mynda
tveggja flokka meirihlutastjórn.
Spennandi verður að sjá hvað
gerist í kosningabaráttunni og
hvort eitthvað nái að rista jafn-
djúpt og kökuskreytingarmynd-
band Bjarna Benediktssonar,
fráfarandi forsætisráðherra,
gerði í fyrra.
Viðsnúningur
Willum Þór Þórsson, fyrrver-
andi þingmaður Framsóknar-
flokksins og knattspyrnustjóri,
tilkynnti í gær að hann vildi
oddvitasætið í Suðvesturkjör-
dæmi. Eygló Harðardóttir,
fráfarandi oddviti, tilkynnti á
dögunum að hún myndi ekki
bjóða sig fram í ár.
Spurning er hvort Willum
takist að standa að álíka við-
snúningi fyrir Framsóknarflokk-
inn og hann hefur gert fyrir KR
í sumar. Vesturbæjarliðið var
í níunda sæti þegar hann tók
við því en er nú í því fjórða. Til
samanburðar fékk Framsóknar-
flokkurinn sína verstu kosningu
frá stofnun í fyrra og lenti í raun í
fjórða sæti. thorgnyr@frettabladid.is
Bóksala hefur
dregist saman
um rúm 31%
frá árinu
2008 og má
segja að um
hrun sé að
ræða.
Lilja
Alfreðsdóttir
þingmaður Fram-
sóknarflokksins
Íslendingar eru bókaþjóð. Bækur eru vettvangur nýsköpunar og grundvöllur símenntunar alla ævi. Bækur eru snar þáttur í málþroska barna. Þær gegna
lykilhlutverki í menntakerfinu og miðla sögu og menn-
ingu okkar til komandi kynslóða. Menntun, skólar og
bækur eru lykill að framförum og því mikilvægt að efla
allt er viðkemur skapandi skrifum, lestri og útgáfu. Læsi
er forsenda þekkingar og lykill að sjálfsvirðingu. Íslensk
tunga á undir högg að sækja. Öflug útgáfa á frumsömdu
og þýddu fræðslu- og kennsluefni á öllum skólastigum
er nauðsynleg til að styrkja innlent fræðastarf og auðga
íslenska tungu af hugtökum og íðorðum á öllum sviðum.
Niðurstöður PISA-rannsóknar frá 2015 sýna að Ísland
kemur lakast út á Norðurlöndunum í stærðfræðilæsi,
lesskilningi og vísindalæsi og er auk þess undir OECD-
meðaltali. Ljóst er að þessi árangur í PISA-rannsókninni
er óásættanlegur.
Bóksala hefur dregist saman um rúm 31% frá árinu
2008 og má segja að um hrun sé að ræða. Þegar svona
aðstæður koma upp, þá ber stjórnvöldum að nýta
stjórnvaldstæki sín, eins og skattkerfið, og bregðast við.
Ein leið er að afnema bókaskatt og því lagði ég fram
frumvarp á lokadegi þingsins þess efnis. Þverpólitísk
sátt hefur myndast í þinginu um málið, þar sem full-
trúar allra stjórnmálaflokka eru meðflutningsmenn.
Bækur eru almennt í lægra skattþrepi meðal þjóða
heims. Fimm Evrópuþjóðir hafa afnumið virðisauka-
skatt á bókum til að efla læsi og vernda menningu sína
og tungu, þ.e. Norðmenn, Færeyingar, Bretar, Írar og
Úkraínumenn. Meðaltal virðisaukaskatts á bókum
í Evrópu er 7%. Þrjátíu lönd í Evrópu eru með lægri
virðisaukaskatt á bókum en hér á landi. Sænsk stjórn-
völd lækkuðu virðisaukaskatt á bókum árið 2002 úr 25%
niður í 6%. Sala bóka jókst um 16% fyrsta árið og áhrifin
voru viðvarandi. Ekki þurfti lengur að styðja sérstak-
lega við bóksölu í jaðarbyggðum og fleiri fjölbreyttari
bókaútgáfur spruttu upp.
Það er afar ánægjulegt að þverpólitísk sátt hefur
myndast um að afnema bókaskatt og því á að vera auð-
velt að hrinda því í framkvæmd á næsta þingi. Bókaþjóð-
in mun standa undir nafni með afnámi bókaskattsins.
Bókaþjóðin vaknar
Fyrr í vikunni vakti undirritaður athygli á áhyggjum Embættis landlæknis af lakri ásókn í bólusetningu hér á landi og var sú staðreynd sett í samhengi við þá tilhneigingu okkar að skilgreina núverandi ástand sem stöðugt og
óbreytilegt. Að þeir sem telja bólusetningu óþarfa
séu í raun álíka afvegaleiddir og þeir sem telja
hana vera skaðlega. Önnur hlið á sama peningi er
notkun okkar á sýklalyfjum og útbreiðsla sýkla-
lyfjaónæmis.
Rétt eins og með bóluefnið er erfitt að ímynda
sér heim án sýklalyfja. Við þekktum þennan heim
fyrir ekki svo mörgum árum. Við sáum það hvern-
ig minnsti skurður gat þróast í lífshættuleg meiðsli
og vorum vel meðvituð um það hversu hættulegur
barnsburður gat verið fyrir móður og barn. Við
höfum engan áhuga á að snúa aftur í þennan heim,
en því miður stefnum við þangað. Eftir sex áratugi
af nær hömlulausri notkun á sýklalyfjum blasir öld
ónæmis við.
Heilbrigðisyfirvöld vítt og breitt um heiminn
berjast ekki við óvæntan óvin um þessar mundir.
Þvert á móti. Sjálfur Alexander Fleming, maðurinn
sem færði okkur töfralyfið, varaði okkur við: „Sá
dagur mun koma að pensilín verður aðgengilegt
öllum. Þá er hætta á að hinn fávísi noti lyfið í of
litlu magni og örverur hans komist í tæri við lyfið
í vægu magni svo ónæmi myndast.“ Þetta sagði
Fleming þegar hann tók við Nóbelsverðlaunum í
læknisfræði árið 1945. Í dag skilgreinir Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunin (WHO) ónæmis-
vandann sem einhverja mestu áskorun okkar
kynslóðar.
Ónæmi er náttúrulegt fyrirbæri og að vissu
leyti óumflýjanlegt. En með skynsamlegri notkun
sýklalyfja í mönnum og dýrum er hægt að hægja á
þessari þróun. Það hefur ekki tekist hingað til. Enn
fremur hefur á allra síðustu áratugum hægt veru-
lega á þróun nýrra sýklalyfja. Áskoranir í þróun
nýrra sýklalyfja eru í senn af vísindalegum toga
og efnahagslegum. Þetta er flókin vísindavinna og
kostnaðarsöm sem óvíst er að borgi sig nema þá á
löngum tíma.
Hér á Íslandi þarf að leggja í verulegt átak til
að stöðva útbreiðslu sýklalyfjaónæmis enda var
nýverið sýnt fram á að sýklalyfjanotkun jókst árið
2016 borið saman við árið á undan.
Stórkostlegar uppgötvanir eins og sýklalyf og
bóluefni eiga það til að hverfa í bakgrunninn, þó
svo að þær séu forsenda framfara og þess blóma-
skeiðs sem við fengum – vonandi ekki óverðskuld-
að – í vöggugjöf. Þegar við stöndum á öxlum risa
og horfum fram á veginn megum við ekki gleyma
fótfestu okkar, þá sérstaklega þegar óveðursskýin
hrannast upp við sjóndeildarhringinn.
Enn af
andvaraleysi
2 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 F I m m t U D A G U r14 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð
SKOÐUN