Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 18
Veikindi og heilsutjón af völdum myglusveppa er vaxandi sam-félagslegt böl sem nauðsyn- legt er að koma í veg fyrir. Fjárhags- legt tjón er einnig verulegt. Fræðsla um orsakir og afleiðingar af völdum myglusveppa er nauðsyn. Þar til bærir aðilar þurfa að sýna ábyrgð. Hönnun húsa, byggingaraðferðir, ábyrgð og eftirlit með húsbyggingum er höfuðat- riði til að koma í veg fyrir myglutjón, einnig viðhald og umgengni fólks í húsum og híbýlum. Löggjöf og viður- lögum í þessum efnum er ábótavant. Aðstandendur fólks sem veikst hefur af völdum myglusveppa, almenningur, heilbrigðisstéttir og yfirvöld þurfa á upplýsingu að halda til að skilja hve mikil martröð það er að lifa eða hafa lifað með myglusvepp. Skjótra viðbragða er þörf. Myglusveppir hafa fylgt mönnum frá öndverðu. Myglusveppir eru hvorki afmarkaðir við lönd né þjóð- ríki og finnast alls staðar. Fólk sem verður fyrir barðinu á myglusvepp- um verður oft flóttafólk í eigin landi. Myglusveppaflóttamaður er sá sem hvorki getur búið, dvalið né unnið í myglu- og rakaskemmdu húsnæði vegna einkenna og veikinda sem orsakast við innöndun. Í Finnlandi eins og hér á landi er fjöldi myglusýktra bygginga. Samkvæmt upplýsingum finnska umhverfisráðuneytisins (Moisture and Mould Programme) er áætlað að sex til átta hundruð þúsund Finnar af rúmum fimm milljónum landsmanna búi við það að anda að sér eiturefnum af völdum myglusveppa. Afleiðing- arnar geta verið varanlegir og alvar- legir sjúkdómar. Fólki sem er orðið ofurnæmt af völdum myglu er lífsins ómögulegt að búa og starfa í raka og mygluskemmdum byggingum. Margar orsakir Undirrót myglusveppa er raki sem getur átt sér margar orsakir. Algeng- ustu ofnæmisvaldandi mygluteg- undirnar eru Alternaria, Aspergillus, Cladosporium og Penicillium. Agnir eða brot losna úr myglusveppunum, menga inniloftið og valda veikindum fólks og gæludýra. Agnirnar eru brot af sveppþráðum, gróum og ask- hirslum sem eru minna en 0,1 µm upp í 2,5 µm en það er minna en gró eru. Ofursmáar sveppaagnirnar blandast ryki sem óhjákvæmilega er alls staðar í húsnæði. Agnirnar smjúga svo inn um öndunarfæri og slímhúð. Algeng byrjunareinkenni geta lýst sér eins og frjóofnæmi með stíflum og ertingu í nefi, nefrennsli, hósta og höfuðverk en einnig með augnkláða. Þreyta og útbrot gera vart við sig og önnur einkenni geta svo fylgt í kjöl- farið, mismunandi eftir því hver á í hlut. Fram geta komið skemmdir á innri líffærum, taugasjúkdómar, alvarlegar minnisraskanir, lungna- sjúkdómar, ofnæmi fyrir ilmefnum og rokgjörnum efnum sem og ýmsir sjálfsnæmissjúkdómar. Ónæmiskerf- ið veiklast og fólk fær umgangspestir. Eiturefnapróf og ofnæmispróf á fólki nema ekki þau áhrif sem myglu- sveppir hafa á heilsuna. Hafi fólk fengið ofnæmi fyrir myglusveppum einu sinni getur verið á brattann að sækja við að endurheimta heilsuna. Í því sambandi er heilbrigð þarma- flóra lykilþáttur. Niðurstöður rann- sókna styðja í vaxandi mæli tengsl þarmaflóru við bólgur og sýkingar í líkamanum við langvinna sjúkdóma, við taugakerfið og samskipti þarma og heila. Sýnt hefur verið fram á að niðurbrot þarmaflóru tengist myglu- sveppum. Við fæðingu fáum við þarmaflóru í líkamann um fæðingarveg móður. Barn, sem fæðist um fæðingarveg móður, hefur betri þarmaflóru í veganesti en barn sem tekið er með keisaraskurði. Brjóstamjólk er rík af gerlum og góðum bakteríum. Þann- ig m.a. byggist þarmaflóra okkar upp. Við ráðum sjálf miklu um hvernig við förum með þarmaflóruna okkar. Heilbrigðir lífshættir og heilbrigð fæða er grunnurinn að endurheimt heilsunnar. Afeitrun líkamans undir leiðsögn næringarfræðinga, lækna eða grasalækna er þekkt bataleið sem gagnast mörgum. Þekking á bataleiðum vegna myglusveppaeitrunar er takmörkuð enn sem komið er. Læknar standa iðulega ráðþrota. Sterar og pensilín hafa gagnast sumum myglusveppa- þolendum. Leiðir til bata geta ráðist af aðstæðum hvers og eins. Ráðlegt er að leita ráðgjafar vitrustu manna á bataleiðinni. Það er martröð að lifa með myglu- sveppum. Það vita þeir sem reynt hafa. Mygludraugurinn er staðreynd og sá draugur verður trauðla kveðinn niður. Myglan er skaðleg Steinn Kárason umhverfis­ hagfræðingur Á Alþingi síðastliðið vor lagði ég fyrir fjármála- og efna-hagsráðherra, Benedikt Jóhannesson, og umhverfis- og auð- lindaráðherra, Björt Ólafsdóttur, nokkrar spurningar. Þær snérust um lítið mál norður í landi, en stórt þó. Um það hvernig einkafjárfestar bera sig að við að sækja sér virkjunar- heimildir á ríkisjörð, Stóru-Tungu í Bárðardal, til 10 MW vatnsafls- virkjunar í eigin þágu. Markmiðið með bröltinu er ekki að lýsa upp rafmagnslausar sveitir, eða knýja hjól atvinnulífs afskekktra byggða, heldur einfaldlega að finna arðbæra leið til að ávaxta fé nokkurra ein- staklinga á markaði. Að sækja sér virkjunarrétt Svör fjármála- og efnahagsráðherra eru athyglisverð. Þau draga fram mjög veigamikil atriði um náttúru- vernd á Íslandi almennt: „Lagaheimildir til gerðar nýt- ingarsamninga um orkuauðlindir á landi í eigu ríkisins eru ekki ein- skorðaðar við félög í eigu ríkisins. Áður hefur verið gengið til samn- inga um nýtingu orkuauðlinda á landsvæðum í eigu ríkisins við einkaaðila.“ „Samkvæmt lögum er það Orku- stofnun sem gefur út rannsóknar- leyfi sem er grundvöllur fyrir virkj- unarleyfi ef rannsóknir sýna að hagkvæmt getur verið að virkja til- tekna auðlind. Slík rannsóknarleyfi eru gefin út til umsækjanda um slík leyfi án sérstaks samþykkis land- eiganda. Meginhugsun laganna er að eigandi jarðeigna geti ekki staðið í vegi fyrir nýtingu á auðlindum landsins að þessu leyti ef virkjunar- kosturinn er metinn hagkvæmur.“ Þetta skýrir sig sjálft. Svo virðist sem ráðuneytið líti svo á að hér geti nokkurn veginn hver sem er gengið á fund ríkisstofnunar og sótt sér heimildir til „rannsókna“ á virkj- unarkostum. Og það sé hægt að gera fyrir luktum dyrum án nokkurra opinberra upplýsinga eða auglýs- inga. Hagkvæmni er svo forsendan fyrir „virkjunarleyfi“ sem ráðherr- ann gefur út og sennilega notuð reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“. Sérstakt samþykki landeigenda er óþarft. Í tilviki Svartárvirkjunar, og þeirra einstaklinga sem ásælast þá auðlind, myndi samningur tryggja 90-97% af rentum í vasa einka- fjárfestanna til framtíðar. Ríkið/ almenningur fengi hlutdeild í 3-10%. Húsöndin og urriðinn ekk- ert. Umhverfisráðherra mótfallinn? Víkjum þá að umhverfis- og auðlinda- ráðherra. Svar hennar um virkjun einkafjárfestanna í Svartánni er vissu- lega loðið eins og við var að búast. Það verður þó seint túlkað í þá veru að það lýsi jákvæðni gagnvart áformum garpanna sem vilja fórna Svartá fyrir ávöxtun aura sinna. Ráðherra segir m.a.: „Almennt er það afstaða ráðherra að leggja þurfi aukna áherslu á frið- lýsingar og náttúruvernd og það er stefna hennar að vinna að fjölgun og stækkun á friðlýstum svæðum á land- inu. Í því geta falist mikil tækifæri.“ „Almennt er afstaða ráðherra sú að ekki dugi að líta eingöngu til þeirra verðmæta sem felast í orkuauðlind- um svæða, heldur eru jafnframt mikil verðmæti fólgin í lífríki, víðerni og náttúru sem ekki hefur verið raskað.“ „[...] ef til þess kæmi að vatnasvið Svartár og Suðurár yrði friðlýst, væri rökrétt að það yrði gert með því að svæðið yrði fellt inn í Vatnajökuls- þjóðgarð og yrði hluti af stjórnkerfi hans.“ „Svartárdeilan“ næsta Laxárdeila? Þetta er Svartárdeilan. Og hún er hafin. Það vekur óhug að í henni birtast að nokkru leyti áþekk öfl og í frægustu náttúruverndardeilu á Íslandi, Laxárdeilunni, sem átti sér stað í þarnæsta dal fyrir fáeinum áratugum. Þarna eru í aðalhlut- verki nokkrir gráðugir einstakl- ingar sem áforma vatnaflutninga með virkjun einstæðrar náttúru- perlu á landi ríkisins, í eigin þágu. Og reyna að nýta til þess máttlaust viðbragðskerfi opinberrar stjórn- sýslu náttúruverndar. Skalinn er annar en forsendurnar svipaðar. Það sem gerir Svartárdeiluna verri er þó hvernig hún afhjúpar hversu berskjaldað landið okkar virðist vera fyrir áformum einstaklinga og einkafyrirtækja í virkjunarhug. Einn hópinn í þessu leikriti öllu skulum við þó ekki vanmeta. Það er fólkið í landinu. Sama fólk í sama landi og stöðvaði galnar hugmyndir gráðugu aflanna í Laxárdeilunni. Svartárvirkjun verður stöðvuð, á því leikur lítill vafi. Því fyrr sem allir átta sig á því, því betra. En hitt þarf að stöðva líka, að skotleyfi sé opið fyrir einkaaðila á náttúru Íslands í gegnum eitthvert ógegnsætt stjórn- sýslupukur við leyfisútgáfu til hvers sem eftir því sækist. Svör umhverfis- og auðlindaráð- herra: http://www.althingi.is/altext/ 146/s/1159.html Svör fjármála- og efnahagsráð- herra: http://www.althingi.is/altext/ 146/s/1160.html Nú er það Svart(á) Óli Halldórsson umhverfisfræð­ ingur og sveitar­ stjórnarmaður Vinstri grænna í Norðurþingi Fólki sem er orðið ofurnæmt af völdum myglu er lífsins ómögulegt að búa og starfa í raka og mygluskemmdum byggingum. intellecta.is RÁÐNINGAR Fimmtudagur 28. september KL. 16:55LAZIO SV ZULTE KL. 16:55B. BORISOV ARSENAL KL. 19:00TEL-AVIV VILLARREAL KL. 19:00EVERTON LIMASSOL 365.ISSÍMI 1817 *miðað við 12 mánaða bindingu Tryggðu þér áskrift á aðeins 399 kr. á dag 11.990 kr. á mánuð i * 2 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 F I m m t U D A G U r18 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.