Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 54
Góða skemmtun í bíó
28. september 2017
Tónlist
Hvað? Teitur Magnússon & Indriði
Hvenær? 20.00
Hvar? Húrra, Naustunum
Teitur Magnússon og Indriði koma
fram ásamt hljómsveitum, saman
og sitt í hvoru lagi, á Húrra í kvöld.
Aðgangseyrir er 2.000 krónur.
Hvað? Lucy Railton: Scelsi, Cage,
Lucier, Railton
Hvenær? 21.00
Hvar? Mengi, Óðinsgötu
Lucy Railton kemur fram í Mengi
í kvöld með magnaða efnisskrá í
farteskinu sem samanstendur af
tónlist eftir Alvin Lucier, John Cage,
Giacinto Scelsi og Lucy Railton.
Með henni kemur fram Kit Downes
á harmóníum. Tónleikar hefjast
klukkan 21, húsið verður opnað
klukkan 20.30 og miðaverð er 2.000
krónur. Hægt er að panta miða í
gegnum booking@mengi.net eða
borga við innganginn.
Hvað? Einar Scheving Band - feat.
Phil Doyle (Jazz/Funk)
Hvenær? 21.00
Hvar? Dillon, Laugavegi
Hvað? Volcanova, Witchking og
O’Bannion á Quest
Hvenær? 20.00
Hvar? Quest, Laugavegi 178
Sjóðandi heit stoner/doom veisla
í kvöld. Frítt verður inn og bar er á
staðnum fyrir þyrsta, þetta er veisla
sem enginn má láta fram hjá sér
fara.
Hvað? Jóhanna Guðrún á Hard Rock
Hvenær? 20.00
Hvar? Hard Rock Café, Lækjargötu
Jóhönnu Guðrúnu þarf varla að
kynna fyrir landi og þjóð. Hún mun
koma fram í Hard Rock Kjallaranum
á fimmtudögum í vetur. Frábært
tækifæri til að sjá þessa mögnuðu
söngkonu á tónleikum.
Hvað? Jazzný & The Basic Trio
Hvenær? 21.00
Hvar? Gamla bíó
Jazzný & The Basic Trio er nýstofn-
uð hljómsveit sem er skipuð úrvals
tónlistarmönnum og söngvurum
sem flytja lög frá helstu meisturum
ryþmískrar tónlistar. Nýjar útsetn-
ingar á gömlum perlum og einnig
gamlar útsetningar á nýjum perlum.
Hvað? Dúndurfréttir
Hvenær? 21.00
Hvar? Hljómahöllin, Reykjanesbæ
Dúndurfréttir hafa flutt lög sveita á
borð við Pink Floyd, Led Zeppelin,
Deep Purple og Uriah Heep. Hljóm-
sveitin hefur síðustu ár haldið stóra
tónleika í Eldborgarsal Hörpu þar
sem fluttar hafa verið í heild sinni
plötur Pink Floyd, Dark Side of
the Moon, Wish You Were Here og
The Wall. The Wall var flutt fjórum
sinnum fyrir fullu húsi með sin-
fóníuhljómsveit og voru tónleik-
arnir gefnir út á DVD. Á tónleikum
haustsins mun hljómsveitin leika
klassískt rokk eins og það gerist
best.
Viðburðir
Hvað? Leiðsögn um sýningar Rúríar
og Friðgeirs Helgasonar
Hvenær? 12.15
Hvar? Listasafnið á Akureyri
Í dag verður boðið upp á leiðsögn
í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi
um sýningar Rúríar, Jafnvægi – Úr
Jafnvægi, og Friðgeirs Helgasonar,
Stemning. Heiða Björk Vilhjálms-
dóttir fræðslufulltrúi tekur á móti
gestum og fræðir þá um sýning-
arnar og einstaka verk. Aðgangur er
ókeypis.
Hvað? Viðkoma | Í langferð með
Kríu um heimsins höf
Hvenær? 17.30
Hvar? Borgarbókasafnið Kringlunni
Ferðlög, ferðasögur og ferðadag-
bækur verða viðfangsefni dagskrár-
raðarinnar Viðkomu haustið 2017.
Að venju er Viðkoma haldin fjórða
fimmtudag í mánuði kl. 17.30-18.30
og til skiptis í Borgarbókasafninu
Kringlunni og Sólheimum. Að þessu
sinni mun Unnur Jökulsdóttir rit-
höfundur sýna myndir og segja frá
ferðum sínum á skútunni Kríu, sem
farnar voru seint á níunda áratug og
í byrjun þess tíunda. Ferðalögin eru
umfjöllunarefni bókanna Kjölfar
Kríunnar og Kría siglir um Suður-
höf, en þær komu út árið 1989 og
1993 og voru feykilega vinsælar.
Hvað? Orðagull | Námskeið í sögu-
spuna og ritlist
Hvenær? 17.00
Hvar? Borgarbókasafnið Spönginni
Námskeiðið Orðagull er nú haldið í
annað sinn en að þessu sinni verður
áherslan á skáldskap og spuna en
þátttakendum er einnig frjálst að
vinna með eigin sögu. Unnið verður
með persónusköpun, samtöl og
ýmsar ritæfingar og aðferðir kynnt-
ar sem hjálpa til að gera persónurn-
ar og sögurnar sjálfar athyglisverðar
og áheyrilegar. Einnig verður komið
inn á leikritun og ljóðrænan texta.
Námskeiðið hefst í dag og fer fram
alla fimmtudaga í samtals átta
skipti. Námskeiðinu lýkur á degi
íslenskrar tungu, fimmtudaginn 16.
nóvember 2017.
Hvað? Sýningaropnun, gjörningur
og opnunarhóf RIFF
Hvenær? 20.00
Hvar? Hafnarhúsið
Sýning Pierre Coulibeuf, Tvöföldun,
verður opnuð í Listasafni Reykja-
víkur – Hafnarhúsi í kvöld. Dagur B.
Eggertsson borgarstjóri opnar sýn-
inguna. Við sama tækifæri verður
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja-
vík, RIFF, sett í Hafnarhúsinu.
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Fimmtudagur
hvar@frettabladid.is
Teitur Magnússon og Indriði koma fram saman og hvor í sínu lagi á Húrra
þetta fimmtudagskvöld. FréTTablaðIð/ErnIr
ÁLFABAKKA
LEGO NINJAGO ÍSL TAL KL. 5:40 - 6:30
KINGSMAN 2 KL. 6 - 9
KINGSMAN 2 VIP KL. 6 - 9
IT KL. 5 - 9 - 10:10 - 10:30
MOTHER! KL. 8 - 10:35
SKRÍMSLAFJÖLSKYLDAN ÍSL TAL KL. 5:50
EVERYTHING, EVERYTHING KL. 8
HITMAN’S BODYGUARD KL. 8
LEGO NINJAGO ÍSL TAL KL. 5:30
KINGSMAN 2 KL. 5 - 7:50 - 10:40
IT KL. 5:20 - 8 - 10:45
MOTHER! KL. 5:20 - 10:45
AMERICAN MADE KL. 8 - 10:30
EGILSHÖLL
LEGO NINJAGO ÍSL TAL KL. 5:40
LEGO NINJAGO ENSKT TAL KL. 5:40 - 8
IT KL. 8 - 10:10
MOTHER! KL. 10:20
DUNKIRK KL. 5:40
KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI
LEGO NINJAGO ÍSL TAL KL. 5:40
LEGO NINJAGO ENSKT TAL KL. 8
IT KL. 7:30 - 10:20
MOTHER! KL. 10:20
SKRÍMSLAFJÖLSKYLDAN ÍSL TAL KL. 5:30
AKUREYRI
KINGSMAN 2 KL. 8 - 10:05
UNDIR TRÉNU KL. 8
KEFLAVÍK 93%
THE HOLLYWOOD REPORTER
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
Ryan
Reynolds
Samuel L.
Jackson
VARIETY
EMPIRE
TOTAL FILM
Úr smiðju Stephen King
85%
CHICAGO SUN-TIMES
SAN FRANCISCO CHRONICLE
ROLLING STONE
KAUPTU BÍÓMIÐANN
Í SAMBÍÓ APPINU
THE TELEGRAPH
THE GUARDIAN
FRÉTTABLAÐIÐ
EMPIRE
USA TODAY
INDIEWIRE
Colin
Firth
Julianne
Moore
Taron
Egerton
Channing
Tatum
Frábær mynd fyrir alla fjölskylduna
Sýnd með íslensku og ensku tali
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
SÝND KL. 10.50 SÝND KL. 6
SÝND KL. 6, 8SÝND KL. 8, 10
HAPPY HOUR Á
BARNUM 17-19
Good Time 18:00, 20:00
The Limehouse Golem 17:45
Hjartasteinn 17:30
The Square 20:00, 22:00
The Big Sick 20:00, 22:45
Ég Man Þig 22:15
28. SEPT.–8. 0KT. 2017
SÝININGASTAÐIR/VENUES:
HÁSKÓLABÍÓ/NORRÆNA HÚSIÐ
KYNNTU ÞÉR DAGSKRÁNNA Á RIFF.IS
kvi
Kmy
nDave
Islan heFsT í daG
FYRIR FLESTAR
GERÐIR BÍLA...
GORMAR
HÖGGDEYFAR
VANRÆKTU EKKI VIÐHALDIÐ!
STÁL OG STANSAR | SÍMI: 517-5000 | VAGNHÖFÐI 7 | STALOGSTANSAR.IS
2 8 . s e p T e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U D A G U r38 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A ð I ð