Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 46
2 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 F I m m t U D A G U r30 b í l A r ∙ F r É t t A b l A ð I ð Bílar Ástralinn Jason Day fór holu í höggi á BMW Champion­ship golfmótinu um daginn og vann með því lúxuskerruna BMW M760i, en grunnverð hennar er 156.700 dollarar. Jason Day ætlar ekki að eiga bílinn þrátt fyrir að hafa unnið fyrir honum, heldur gefa hann til góðgerðarmála og BMW ætlar reyndar að bæta við 100.000 dollurum sem einnig fara til góð­ gerðarmála. Svo vill til að Jason Day er á mála hjá bílaframleiðand­ anum Lexus og er því vart stætt á því að ferðast um á BMW bíl. Í því ljósi kemur kannski ekki svo á óvart að hann skuli gefa bílinn til góð­ gerðarmála. BMW M760i er engin smákerra, en undir húddi hans lúrir 601 hestafls V12 vél með 6,6 lítra sprengirými. Þessi gríðar öfluga vél hendir þessum 2,3 tonna bíl í hundraðið á litlum 3,6 sekúndum. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og með átta gíra sjálfskiptingu. BMW hefur haft þann háttinn á að hver sá sem fer holu í höggi á BMW Champion­ ship mótunum á hverju ári fær BMW bíl í vinning. Það gerðist síðast árið 2013 þegar bandaríski kylfingurinn Hunter Mahon fór holu í höggi ein­ mitt á sömu 17. braut sama vallar og Jason Day nú og þá fékk Mahon BMW i3 rafmagnsbíl í verðlaun. Jason Day gaf BMW M760i til góðgerðarmála BMW M760i er 601 hestafls lúxuskerra sem kostar skildinginn. Rá ð st e f n a n C h a r g e ­ Energy Branding verður haldin í Hörpunni í annað sinn 9. og 10. október næstkomandi. Markmið ráðstefnunnar er að skapa umræðugrundvöll fyrir orkufyrir­ tæki og aðila tengda orku sem hafa það að markmiði að láta orkufyrir­ tæki tengja betur við fólk í gegnum mörkun (e. branding). Fyrirlesarar og gestir koma frá stærstu orku­ fyrirtækjum í Evrópu, Eurelectric – samtökum orkufyrirtækja í Evrópu, Evrópusambandinu auk nokkurra stórra nafna frá Bandaríkjunum. Þá mun borgarstjóri Vaasa í Finnlandi ræða um uppbyggingu borgarinnar sem vörumerkis í orku og aðilar frá stórum alþjóðlegum auglýsinga­ stofum munu flytja erindi tengd orkumálum. Eitt þema ráðstefn­ unnar snýr að rafbílum og sjálf­ bærni í samgöngum. Bílaumboðin Askja og BL eru samstarfsaðilar ráð­ stefnunnar. Tveir Bretar munu aka hringinn á rafbílum Tveir Bretar, þeir Stuart McBain og Mark Gorecki, munu keyra hring­ inn í kringum landið á tveimur rafbílum vikuna fyrir ráðstefnuna. Annar þeirra ekur Nissan Leaf frá BL og hinn ekur Kia Soul EV frá Öskju. Bílarnir eru óbreyttir og engar vara­ rafhlöður verða með í för. ,,Með ferð­ inni ætla þeir að sýna fram á að það er raunhæfur kostur að skipta yfir í rafmagnsbíl og nota græna orku við samgöngur,“ segir Friðrik Larsen, stjórnarformaður ráðstefnunnar. Friðrik er eigandi Larsen Energy Branding sem heldur ráðstefnuna. „Bretarnir komu til Íslands í fyrra og sögðust þá ætla að koma á ráð­ stefnuna það sem eftir væri ævinnar því þeir voru svo ánægðir með hana. Þetta eru hugsjónamenn og þeir voru t.d. fyrstir til að keyra hringinn í Bretlandi á rafmagnsbíl og ætla næst að keyra eftir miðbaug. Þeir hlaða víða um landið m.a. á hótelum og veitingastöðum. Það er ekkert mál að komast hringinn á rafmagnsbíl ef maður skipuleggur sig aðeins fyrir­ fram. Bretarnir ætla að sýna þetta og sanna með ferð sinni. Mamman með og breski sendiherrann Það er gaman að segja frá því að móðir annars þeirra fer hringinn með þeim. Hún er 81 árs að aldri og klár í slaginn. Breski sendiherrann á Íslandi, Chris Donbavand, mun sitja í með öðrum þeirra frá Varmahlíð til Akureyrar og halda þar fund. Hann er mjög opinn fyrir hugmynda­ fræðinni varðandi ráðstefnuna og rafbíla,“ segir Friðrik. Bretarnir leggja af stað úr Reykjavík á hádegi á laugardag. Þeir ætla að keyra hring­ inn á átta dögum og koma til baka daginn fyrir ráðstefnuna. „Við erum búin að bjóða rafbílaeigendum að mæta þá og keyra með þeim út úr bænum. Það væri gaman að fá raf­ bílalest til að fylgja þeim úr hlaði. Við hvetjum líka eigendur raf­ og tvinnbíla á Íslandi til að slást í för með þeim hluta úr leið þeirra um landið og hjálpa til við að vekja athygli á því að tíminn er kominn til að ferðast um á grænni orku,“ segir Friðrik. Annar ökumannanna, Stuart McBain, mun halda fyrirlestur á ráðstefnunni. Friðrik segir að Stuart muni ekki einungis tala um rafbíla heldur sjálfbærni í heild sinni á Íslandi í tengslum við rafvæðingu samgangna. ,,Það er nákvæmlega það sem við þurfum hér heima. Sér í lagi mun hann skora á „range anx­ iety“­mýtuna, þ.e. að þú komist ekki á leiðarenda ef þú ert á rafmagns­ bíl,“ segir hann. Hægt er að fylgjast með för þeirra Stuarts og Marks á samfélagsmiðlum undir myllu­ merkinu #chargearoundiceland. Vekja athygli á rafbílum í samgöngum Vikuna fyrir ráðstefnuna munu tveir Bretar aka rafbílum hring- inn í kringum landið til að vekja athygli á að rafbílar eru raun- hæfur kostur, meira að segja til að aka hringinn. Skúli Skúlason, Friðrik Larsen og Jón Trausti Ólafsson brosmildir við Nissan Leaf og Kia Soul EV rafbílana. Þeir sem þekkja vel til sport­bílasögu Toyota ættu að þekkja bílnöfnin Supra og Celica vel. Þau eiga það þó sam­ eiginlegt að hafa horfið úr fram­ leiðslulínu Toyota. Þau gætu samt bæði birst þar aftur innan tíðar. Nafnið Supra í formi sportbílsins sem Toyota er að þróa með BMW og Celica í formi næstu kynslóðar sportbílsins GT86 sem í boði hefur verið hjá Toyota í nokkur ár og var þróaður í samstarfi við Subaru. Það er þó ekki alveg víst að svo verði hjá Toyota í tilfelli Celica nafnsins, en einnig er möguleiki að framleiddur verði glænýr coupe­laga sportbíll sem bæri nafnið Celica og að GT86 haldi nafni sínu. Ef svo færi yrði það minnsti sportbíllinn sem Toyota byði kaupendum. Hann yrði þá, líkt og með Celica forðum, fram­ hjóladrifinn bíll. Toyota hefur áður boðað breyttan GT86 sportbíl árið 2019 og það líklega áfram í samstarfi við Subaru. Hvort bíllinn breytir um nafn þá og fær hið fornfræga nafn Celica verður bara að koma í ljós, en víst er að Celice er enn virtara og frægara nafn en GT86 og það gæti einmitt ýtt Toyota til að skipta um nafn. Verður Toyota GT86 að Celica? Toyota GT86 sportbíllinn gæti orðið að Celica. Hann yrði þá, líkt og með Celica forðum, fram- hjóladrifinn bíll. Hótel – Veisluþjónustur Gistiheimili – Mötuneyti Ljúffengt… … hagkvæmt og fljótlegt Danco hefur allt til að auðvelda veitingarnar hvort sem er í veisluna, mötuneytið, kokteilboðið, skólaeldhúsið, alls staðar. Forréttir, pizzur, smáréttir, forskornar tertur og fleira. Eingöngu selt til fyrirtækja Fjölbreytt úrval af matvöru og veisluréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.