Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.09.2017, Blaðsíða 24
2 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 F I m m t U D A G U r24 s p o r t ∙ F r É t t A b L A ð I ð sport FótboLtI Nokkuð óvænt er hlaupin spenna í Pepsi-deild kvenna þegar aðeins lokaumferðin er eftir. Þór/ KA hefur verið með yfirburði í allt sumar en misstígi liðið sig í dag gæti það misst Íslandsmeistaratitilinn yfir til Breiðabliks. Þór/KA er með tveggja stiga for- skot á Breiðablik. Jafntefli mun ekki duga norðanstúlkum ef Blikar klára sinn leik því markamunurinn er betri hjá Kópavogsstúlkum. Þór/ KA verður því að vinna FH í dag til að gulltryggja sér titilinn. Breiðablik verður að vinna Grindavík og vona það besta. Leikirnir hefjast á hinum óhent- uga tíma 16.15 en á Akureyri er von- ast eftir því að allir standi saman svo hægt verði að mynda flotta stemn- ingu á leiknum en mikið verður lagt í umgjörðina. Hætta snemma í vinnunni „Við höfum verið að hvetja atvinnu- rekendur til þess að hleypa fólki fyrr heim úr vinnunni svo það geti séð leikinn. Hann er auðvitað á asna- legum tíma og leiðinlegt því það á að gera mikið í kringum leikinn. Það verður stuðningsmannasveit í stúkunni með trommur og læti meðal annars. Það á að gera allt sem er hægt til þess að skapa sem besta stemningu á leiknum,“ segir Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/ KA, en hún segir að liðið sé búið að hrista af sér vonbrigðin frá því í síð- ustu umferð er liðið tapaði óvænt í Grindavík. „Þetta var ágætis vakning. Alveg eins og þegar við töpuðum í Eyjum fyrr í sumar. Leikurinn gegn Stjörn- unni sem kom í kjölfarið var einn okkar besti leikur í sumar. Við erum að tækla þetta mótlæti eins og við gerðum þá. Við erum að reyna að nýta okkur pirringinn og vonbrigðin til þess að peppa okkur. Það er góð blanda af spennu og til- hlökkun í hópnum,“ segir Sandra ákveðin og segir liðið alls ekki vera að fara á taugum. „Engan veginn. Þetta er bara eins og hver annar fótboltaleikur nema það er aðeins meira undir. Það er því enn meiri vilji til þess að hafa hausinn í lagi.“ Slökkvum á netinu Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiða- bliks, viðurkennir að Blika stúlkur hafi ekki átt von á því að vera í þess- ari stöðu í dag. „Þetta leit ekkert vel út á tíma- bili og var langsótt. Við ákváðum að pæla ekkert í öðrum. Bara klára okkar leiki og sjá svo til hvernig það færi. Það hefur ekkert breyst því við ráðum örlögum okkar ekki sjálfar. Við verðum að gera okkar og vona svo það besta,“ segir Rakel en Blikar verða án tveggja sterkra lykilmanna sem eru nú í atvinnumennsku erlendis. Rakel ætlar ekki að fylgjast með gangi mála á Akureyri. „Ég held við græðum ekkert á því að spá í þann leik. Við slökkvum bara á netinu, spilum okkar leik og sjáum svo til í lokin. Það eru smá líkur á að þetta falli með okkur. Við höldum samt í vonina.“ henry@frettabladid.is Hvar endar bikarinn? Það er mikil spenna fyrir lokaumferðina í Pepsi- deild kvenna sem fer fram í dag. Þór/KA og Breiða- blik eiga bæði möguleika á titlinum. Sandra Stephany Mayor, leikmaður Þórs/KA, hefur verið besti leikmaður Íslandsmótsins og getur verið örlagavaldur í dag. Hún skorar hér gegn Breiðabliki fyrr í sumar en stöllur hennar þurfa á því að halda að hún verði í banastuði gegn FH í dag ef liðið ætlar sér að verða Íslandsmeistari. FréttABlAðið/eyÞór Nýjast meistaradeild evrópu Qarabag - roma 1-2 Basel - Benfica 5-0 CSKA - Man. Utd 1-4 0-1 Romelu Lukaku (4.), 0-2 Anthony Martial (19., víti), 0-3 Romelu Lukaku (27.), 0-4 Henrikh Mkhitaryan (57.), 1-4 Konstantin Kuchaev (90.). PSG - Bayern 3-0 1-0 Dani Alves (2.), 2-0 Edinson Cavani (31.), 3-0 Neymar (63.). Anderlecht - Celtic 0-3 Atletico - Chelsea 1-2 1-0 Antoine Griezmann (39., víti), 1-1 Álvaro Morata (59.), 1-2 Michy Batshuayi (90.). Sporting - Barcelona 0-1 0-1 Sebastian Coates (49., sm). Juventus - Olympiakos 2-0 1-0 Gonzalo Higuaín (69.), 2-0 Mario Mandzukic (80.). Í dag 16.00 Þór/KA - FH Sport 16.00 Breiðablik - FH Sport 2 16.55 lazio - Zulte Sport 3 16.55 BAte - Arsenal Sport 4 17.00 Presidents Cup Golfstöðin 19.00 Maccabi - Villarreal Sport 3 19.00 everton - limassol Sport 2 19.15 Stjarnan - Haukar Sport 19.20 Selfoss - Valur Sport 4 Olís er stoltur styrktaraðili úrvalsdeildar karla og kvenna á Íslandsmótinu í handbolta. KOMDU Á VÖLLINN! 8. okt. 10. okt. 10. okt. 12. okt. OLÍSDEILD KVENNA Stjarnan - Valur Selfoss - Fram Fjölnir - Haukar ÍBV - Grótta 28. sept. 28. sept. 28. sept. 28. sept. 28. sept. 28. sept. 8. okt. 8. okt. OLÍSDEILD KARLA ÍR - Fjölnir Fram - Afturelding Víkingur - ÍBV Stjarnan - Haukar Selfoss - Valur FH - Grótta Fjölnir - ÍBV Grótta - Stjarnan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.