Morgunblaðið - 12.09.2019, Page 1

Morgunblaðið - 12.09.2019, Page 1
F I M M T U D A G U R 1 2. S E P T E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  214. tölublað  107. árgangur  HREIFST AF ÍSLENDINGA- SÖGUNUM ER „GUÐ HJÁLPI ÞÉR“ AÐ HVERFA? ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS EIR ORNI ÞÉR 34 FINNA VINNUSOFIE GRÅBØL 70-71 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sigurður Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, segir nýja talningu samtakanna á fjölda íbúða á fyrstu byggingarstigum benda til minni umsvifa í byggingariðnaði. Hann segist aðspurður telja að sú þróun muni birtast í fækkun starfa í íslenskum byggingariðnaði í vetur. „Það eru 14.500 manns starfandi í byggingariðnaði, sami fjöldi og fyrir ári, en fram til þessa hefur launþeg- um fjölgað ár frá ári. Með hliðsjón af því að minna virðist í pípunum má búast við fækkun starfa í bygging- ariðnaði í vetur,“ segir Sigurður. Hefði áhrif á vinnumarkaðinn Gangi spáin eftir gæti það vegið þungt á íslenskum vinnumarkaði enda er byggingariðnaðurinn meðal stærstu atvinnugreina. Samkvæmt nýrri talningu Sam- taka iðnaðarins eru 14% færri íbúðir í smíðum á höfuðborgarsvæðinu, sem eru á fyrstu byggingarstigum, en voru í mars. Samdrátturinn er enn meiri í nágrenni höfuðborgar- svæðisins, eða 37,5%. Með þessa þróun í huga kallar Sig- urður eftir átaki við uppbyggingu innviða. Þá rifjar hann upp vilyrði stjórnvalda í húsnæðismálum í tengslum við lífskjarasamninga. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, segir að hægt hafi á upp- byggingu nýrra íbúða. „Þrátt fyrir fullyrðingar um skort á íbúðum benda sölutölur til þess að það hafi ekki verið alveg rétt mat. Það er aðalástæðan. Það er ekki skortur nema þá eftir ákveðinni gerð íbúða sem er á lægra verðbilinu,“ segir Þorvaldur. Hann segir það líka hafa dregið úr uppbyggingunni að fjármögnun íbúðaverkefna hafi verið að þyngjast síðustu 12 mánuði. Spáir samdrætti í vetur  Framkvæmdastjóri SI segir nýja íbúðatalningu vitna um minnkandi umsvif MSamdráttur í smíði nýrra... »6 Nokkuð þungbúið og skýjað hefur verið undanfarna daga, enda tekið að hausta. Sólin leyfði sér þó að brjótast fram við Skaftá þar sem hún rennur rétt sunnan Langasjávar. Dönsuðu sólargeislarnir þar við mosagræna Uxatinda, sem gnæfa þar yfir ánni. Frekari vætutíð er í spákortunum, en í dag og á morgun verða skúrir sunnan- og vestantil en annars úrkomulítið. Um helgina má hins vegar gera ráð fyrir umtalsverðri rigningu og roki á bilinu 13 til 20 metrar á sekúndu. Morgunblaðið/RAX Sólarljósið dansaði við mosagræna Uxatinda við Skaftá og Langasjó  Framleiðsla á vörum til mann- eldis er vaxandi liður í starfsemi Ís- lenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal, vex um 15-20% á ári og er nú orðin um 3.000 tonn. Þetta ger- ist þrátt fyrir að verksmiðjan hafi ekki vottun til framleiðslu matvæla. Lokavinnsla matvælanna og pökk- un fer fram í verksmiðju sem Mari- got, móðurfélag Ískalk, á í Eng- landi. Áfram fer meginhluti hrá- efnisins til framleiðslu dýrafóðurs sem selt er um allan heim. Duft er til dæmis notað í fóðurblöndur fyrir mjólkurkýr. Það eykur fituinnihald mjólkur og dregur úr gaslosun kúnna. »22 Sífellt meira af kalk- þörungum í matvæli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.