Morgunblaðið - 12.09.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 12.09.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS TAX FREE 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Nýjar vörur ÍSLENS K HÖNN UN KÓÐI Í VEFVERSLUN:VSK Shri Ram Nath Kovind, forseti Ind- lands, og Savita Kovind forsetafrú fengu hlýlegar móttökur hjá Katr- ínu Jakobsdóttur forsætisráðherra er þau komu til hádegisverðar í Ráð- herrabústaðnum á Þingvöllum í gær. Með í för voru Guðni Th. Jó- hannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú. Forsetahjónin skoð- uðu sig um á Þingvöllum og fengu leiðsögn hjá Einari Sæmundssyni þjóðgarðsverði. Undir hádegisverðinum ræddu Katrín og Kovind m.a. loftslagsmál, möguleika landanna á auknu sam- starfi á sviði endurnýtanlegra orku- gjafa, jafnrétti kynjanna og fæð- ingarorlof. Kovind kom hingað til lands síð- degis á mánudaginn. Heimsóknin hófst með formlegri móttökuathöfn á Bessastöðum í fyrradag, þar sem undirritaðir voru ýmsir samstarfs- samningar. Þá flutti forsetinn fyrir- lestur í Háskóla Íslands um áherslur í umhverfismálum og heimsótti höfuðstöðvar Marels. Forsetahjónin héldu af landi brott í gær. Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands, og Savita Kovind forsetafrú í opinberri heimsókn hér á landi Hlýjar móttökur á Þingvöllum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég held að umræðurnar verði markvissari. Mér líst ljómandi vel á þetta og þetta er í takt við það sem lagt var upp með forðum,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þing- flokksformaður Vinstri-grænna. Við setningu Alþingis greindi Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, frá því að vinnureglum for- seta um andsvör hefði verið breytt. Þingmönnum verður hér eftir al- mennt ekki heimilað að veita and- svör við ræðum samflokksmanna. Eins verða andsvör ekki leyfð við endurteknar fimm mínútna ræður. Sagði Steingrímur að þessar breytingar færðu andsvörin aftur í það horf sem til var stofnað þegar deildaskipting Alþingis var lögð af árið 1991. Nýju reglurnar voru sam- þykktar á fundi forsætisnefndar á Hólum í Hjaltadal í ágústmánuði. Ekki þarf að breyta þingskapalögum til að reglurnar taki gildi, þar eð framkvæmd andsvara er á valdi for- sætisnefndar með heimildarákvæði í þingsköpum. Bjarkey Olsen segir enn fremur að breytingar þessar hafi ekki mætt neinni andstöðu þegar þær voru kynntar þingflokksformönnum. „Ég held að allir hafi áttað sig á því að þetta er aðgerð til að fá betri brag á þingstörfin. Það er ekki beinlínis verið að skerða rétt nokkurs manns.“ „Ég held að þessar breytingar sem forseti hefur kynnt séu skyn- samlegar í ljósi reynslunnar,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksfor- maður Sjálfstæðisflokksins. „Það hefur farið vaxandi að andsvararétt- ur sé nýttur, jafnvel þótt þeir þing- menn sem eiga í hlut séu fullkomlega sammála um efni máls, og það hefur leitt af sér óþarfa tafir á umræðum. Nú verður niðurstaðan með þeim hætti að takmarkanir eru fremur hóflegar. Þetta eru hóflegar breyt- ingar en eiga að vera til framfara. Þær færa okkur nær upprunalegum tilgangi andsvaranna; að bregðast við andstæðum sjónarmiðum og leggja fram spurningar til ræðu- manns, en ekki bara að teygja lopann,“ segir Birgir. „Þetta er tilraun forseta til að tak- marka umræðu í þinginu. Það má velta því fyrir sér hvort þetta sé lýð- ræðislegt og eðlilegt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksfor- maður Miðflokksins. Hann segir að sjálfsagt muni þing- menn laga sig að þessum breyting- um og ekki verði um það deilt að for- seti hafi völd til að stýra þinginu með þessum hætti. „En mér hefði fundist eðilegra að ræða þetta í nefnd um heildarendurskoðun þingskapa sem er að störfum.“ Hvorki náðist í Halldóru Mogen- sen, þingflokksformann Pírata, né Hönnu Katrínu Friðriksson, þing- flokksformann Viðreisnar. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingar, segir að umræddar breytingar leggist ekki illa í sig. Breytingarnar útiloki ekki málþóf en með þeim sé komið í veg fyrir að einn flokkur teppi þinghaldið. „Það er ekki verið að taka málfrelsi af neinum. Það eru endalausar fimm mínútna ræður leyfðar við aðra um- ræðu og auðvitað er hægt að draga afgreiðslu mála á langinn. Með þess- um breytingum er forsetinn að boða að ef það er ágreiningur í þinginu þurfi fleiri en einn flokkur að koma að málþófinu. Við höfum starfað í þeim anda fram að síðasta þingi.“ Fagna „betri brag“ á þingstörfum Morgunblaðið/Hari Þingsetning Forseti Alþingis kynnti breyttar vinnureglur um andsvör.  Þingflokksformenn lýsa ánægju með breyttar reglur forseta þingsins um andsvör  Færð nær upp- runalegum tilgangi  Gunnar Bragi hefði viljað ræða breytingar í tengslum við endurskoðun þingskapa Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsnet hyggst flýta undirbúningi fyrir lagningu nýrrar háspennulínu úr Hvalfirði í Hrútafjörð eða ná- grenni. Tilgangurinn er að bregðast við óskum þriggja fyrirtækja sem undirbúa vindorkugarða í Dölum og Gilsfirði en núverandi kerfi ræður ekki við að flytja orkuna frá þeim inn á landskerfið. Landsnet hefur frá því í vor staðið í umfangsmiklu kynningar- og sam- ráðsferli fyrir kerfisáætlun sem gilda á til ársins 2028. Nú hefur kerfisáætlunin verið send til Orku- stofnunar. Helsta breytingin er að styrkingu byggðalínunnar með lagn- ingu nýrrar línu úr Hvalfirði í Hrúta- fjörð verður flýtt. Garðarnir á afmörkuðu svæði Sverrir Jan Norðfjörð, fram- kvæmdastjóri þróunar- og tækni- sviðs Landsnets, segir að margir að- ilar séu að hugsa sér til hreyfings með nýtingu vindorku. Það hafi kom- ið nokkuð á óvart í samráðsferlinu að mestu áformin eru á afmörkuðu svæði á Vesturlandi og Vestfjörðum. Hann segir að meginflutningskerfið ráði ekki við þessa viðbót enda komi hún frá svæði sem ekki hafi verið skilgreint sem orkuframleiðslu- svæði. Þessum ábendingum hefur nú ver- ið svarað í uppfærðri kerfisáætlun. Segir Sverrir að hafinn verði undir- búningur að lagningu umræddrar línu sem í raun er styrking núver- andi byggðalínu með það að mark- miði að framkvæmdir geti hafist á árinu 2023. Hann segir ekki raun- hæft að gera ráð fyrir því að það geti gerst fyrr. Gagnast fleirum Línan verður tæpir 100 km að lengd og tengir Norðvesturland við mesta orkuöflunarsvæði landsins, Suðvesturland. Sverrir segir mikil- vægt að tengja vindorkuna við vatns- aflsvirkjanir á Suðvesturlandi vegna þess hversu sveiflukennd hún er. Þá verði línan áfangi í því að tengja Blönduvirkjun betur við landskerfið. Flýta lagningu háspennu- línu vegna vindorkugarða  Landsnet undirbýr háspennulínu úr Hvalfirði í Hrútafjörð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.