Morgunblaðið - 12.09.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 234.800 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
sp
ör
eh
f.
Fararstjóri: Sævar Skaptason
Skíðaparadísin Flachau er staðsett í einu stærsta skíðasvæði
Evrópu, Ski Amadé. Með einum skíðapassa getur þú
skíðað niður 860 km af skíðabrekkum og notfært þér 270
skíðalyftur sem ferja þig upp í skjannahvítar brekkurnar. Gist
verður á glæsilegu hóteli í austurrískum alpastíl.
15. - 22. febrúar
Svigskíðaferð til Flachau
Sigurður Hannesson, fram-
kvæmdastjóri SI, segir nýju taln-
inguna benda til kólnunar.
„Eftir langt hagvaxtarskeið
bendir allt til samdráttar í hagkerf-
inu sem mun líkega vara fram á
næsta ár. Það endurspeglast á
byggingarmarkaði og í þessum töl-
um. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði er
að dragast
saman,“ segir
Sigurður og bend-
ir jafnframt á að
fjármálastofnanir
hafi dregið úr
framkvæmdalán-
um til uppbygg-
ingar íbúða.
„Áhyggjuefnið
er að það eru
meiri öfgar í
sveiflunum á byggingarmarkaði en
í hagkerfinu almennt. Það þýðir að
uppgangurinn verður alltaf talsvert
meiri en í hagkerfinu og niður-
sveiflan dýpri. Þetta er að ein-
hverju leyti að koma fram,“ segir
Sigurður.
húsnæði í takt við væntingar, eða
eftirspurn á markaði. Eftirspurnin
er fyrst og fremst eftir hag-
kvæmum íbúðum, ódýrari íbúðum
og minni. Hins vegar hefur meira
verið byggt af dýrari íbúðum og
stærri. Það þarf að breytast.“
Sigurður bendir svo á nýjar tölur
Hagstofunnar sem vitni um að það
sé að hægja á íslenskum bygging-
ariðnaði. Dregið hafi úr sölu á sem-
enti og steypustyrktarjárni.
Þá rifjar Sigurður upp átaksverk-
efni stjórnvalda og aðila vinnu-
markaðarins í húsnæðismálum og
tillögur sem urðu hluti af lífskjara-
samningunum. Þá m.a. varðandi
regluverk og stuðning við fyrstu
kaup. „Með hliðsjón af lítilsháttar
samdrætti á markaðnum og vís-
bendingum um meiri samdrátt
horft fram í tímann er enn ríkari
ástæða en áður til að hrinda þess-
um tillögum í framkvæmd. Þá til að
uppbygging geti verið skilvirkari og
hagkvæmari og í takt við þarfir
markaðarins. Stjórnvöld verða að
skila sínu,“ segir hann.
Með þetta í huga telur hann
ástæðu til að hið opinbera og
einkaaðilar ráðist í innviða-
framkvæmdir til að örva hagkerfið.
Þótt ráðast eigi í auknar sam-
gönguframkvæmdir dugi það
skammt á móti uppsafnaðri þörf.
Að sama skapi telur hann að þótt
hægt hafi á uppbyggingu íbúða
verði áfram uppsöfnuð þörf.
„Eftirspurnin mun ekki dragast
saman. Íbúum er stöðugt að fjölga
og það hefur verið uppsöfnuð þörf
á undanförnum árum. Við hjá Sam-
tökum iðnaðarins höfum ekki lagt
mat á eftirspurnina heldur skoðum
við framboðshliðina með talning-
unni. Það er minna um ný verkefni
á síðustu sex mánuðum en verið
hefur,“ segir Sigurður.
Spurður hvort það geti orðið til
að viðhalda ásættanlegri eftir-
spurn ef íbúðaverðið er lægra segir
Sigurður að vissulega hafi verð-
lagningin og stærðin áhrif.
„Hér er komið inn á markaðs-
brestinn á íbúðamarkaðnum. Það
hefur ekki verið byggt íbúðar-
Stjórnvöld efni fyrirheit í húsnæðismálum
FRAMKVÆMDASTJÓRI SI RIFJAR UPP ÁTAKSVERKEFNI
Sigurður
Hannesson
Íbúðir í byggingu skv. talningu Samtaka iðnaðarins
Nágrenni höfuðborgarsvæðisins Íbúðir í byggingu að fokheldu,
breyting frá fyrri talningu
Spá Samtaka iðnaðarins um fullbúnar íbúðir til 2022
Mars 2018 til september 2019
Höfuðborgarsvæðið og nágrenni
höfuðborgarsvæðis samtals
30%
20%
10%
0%
-10%
-20%
maí
2010
mars
2011
nóv.
2011
sept.
2012
feb.
2013
sept.
2013
mars
2014
okt.
2014
mars
2015
okt.
2015
feb.
2016
sept.
2016
feb.
2017
sept.
2017
mars
2018
sept.
2018
mars
2019
sept.
2019
2.004
1.638
1.410
1.281
1.565
1.673
2.021
2.434
2.224
2.402
2.556
2.958
3.255
3.734
4.093
4.845
4.988 4.984
1.629
375
1.290
348
1.166
244
830
735
926
747
891
1.130
1.181
1.253
1.205
1.019
1.419
983
1.260
1.296
1.437
1.521
1.614
1.641
2.015
1.719
2.053
2.040
2.177
2.668
2.430
2.558
2.794
2.190
365
433
466
488
638
528
695
330
mars
2018
sept.
2018
mars
2019
sept.
2019
Höfuðborgarsvæðið, maí 2010 til september 2019
Fokhelt og lengra komið Að fokheldu
Fokhelt og lengra komið
Að fokheldu
Nágrenni höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið
sept.
2018
mars
2019
sept.
2019
2020
2021
2022
381 2.660
332 2.513
333 2.667
2.279
2.181
2.334
798
954
1.166
1.025
809
472
vatnaskil í þessum tölum sem benda
til þess að fjöldi fullbúinna íbúða
kunni að fækka á næstu misserum,“
segir í samantektinni.
Jónas Atli Gunnarsson, hagfræð-
ingur hjá Íbúðalánasjóði, segir
áfram útlit fyrir skort á íbúðum.
Uppsöfnuð þörf hafi þó minnkað.
„Íbúðalánasjóður komst að þeirri
niðurstöðu í skýrslu að uppsöfnuð
íbúðaþörf árið 2019 væri 4.800 til
7.600 íbúðir. Það sem af er ári hefur
skráðum íbúðum í Þjóðskrá hins
vegar fjölgað um 2.000 og áætla má
að þeim muni fjölga um að minnsta
kosti 500 til viðbótar út árið,“ segir
Jónas Atli. Samkvæmt þessu gæti
uppsöfnuð þörf um áramótin verið
2.300 til 5.100 íbúðir.
Ekki skortur á dýrari íbúðum
Þorvaldur Gissurarson, forstjóri
ÞG Verks, segir aðspurður vísbend-
ingar um að hægt hafi á uppbygg-
ingu nýrra íbúða.
Spurður hvers vegna þessi staða
sé komin upp, í ljósi umræðunnar um
skort á íbúðum, segir Þorvaldur
fleiri en eina ástæðu fyrir því.
„Þrátt fyrir fullyrðingar um skort
á íbúðum benda sölutölur til þess að
það hafi ekki verið alveg rétt mat.
Það er aðalástæðan. Það er ekki
skortur nema þá á ákveðinni gerð
íbúða sem er á lægra verðbilinu.“
Máli sínu til
stuðnings bendir
Þorvaldur á góða
sölu hagkvæmari
íbúða ÞG Verks í
Bryggjuhverfinu
að undanförnu.
Fyrirtækið hafi
ákveðið að
byggja íbúðir í
svipuðum verð-
flokki í Voga-
byggðinni í Reykjavík.
Kostnaður hefur aukist
Þorvaldur segist því aðspurður
telja að þegar verðið sé komið upp
fyrir tiltekin mörk sé ekki skortur.
„Fleiri þættir hafa áhrif. Fjár-
mögnun verkefna hefur verið að
þyngjast síðustu 12 mánuði. Þá er
hækkandi byggingarkostnaður að
koma fram. Hann hefur hækkað nær
samfellt frá árinu 2014. Lengst af
fylgdi kostnaðurinn hækkandi íbúða-
verði en síðan náðist jafnvægi í sölu-
verði íbúða snemma á síðasta ári.
Kostnaðurinn hefur hins vegar hald-
ið áfram að aukast og þar af leiðandi
verður erfiðara um vik að framleiða
nýjar íbúðir. Áhættan hefur aukist
en um leið hefur hvatinn til að fara í
ný verkefni minnkað.“
Hægari uppbygging úti á landi
Þorvaldur segir aðspurður að ÞG
Verk hafi hægt á uppbyggingu íbúða
í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.
Menn vilji sýna varkárni þar til staða
efnahagsmála skýrist.
„Hrun blasir alls ekki við. Málið er
frekar að menn eru að skipta um gír,
að gíra sig aðeins niður,“ segir Þor-
valdur um stöðuna.
Samdráttur í smíði nýrra íbúða
Um 14% færri íbúðir eru á fyrstu byggingarstigum á höfuðborgarsvæðinu en í talningu SI í mars
Talning SI sýnir sveiflur ÍLS áætlar að uppsöfnuð þörf verði fyrir 2.300 til 5.100 íbúðir í árslok
Þorvaldur
Gissurarson
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ný íbúðatalning Samtaka iðnaðarins
bendir til að dregið hafi úr byggingu
nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu.
Þannig voru um 14% færri íbúðir
komnar að fokheldu en í mars síðast-
liðnum.
Samkvæmt nýju talningunni voru
2.190 íbúðir komnar að fokheldu. Til
samanburðar voru 2.558 íbúðir á því
byggingarstigi í mars síðastliðnum
og 2.668 í september 2018. Fjöldinn
er nú álíka mikill og í mars 2018.
Munurinn er enn meiri í nágrenni
höfuðborgarsvæðisins. Þar hefur
íbúðum sem eru komnar að fokheldu
fækkað úr 528 í mars 2019 í 330 í
nýjustu talningu, eða um 37,5%.
Hins vegar fjölgar íbúðum á
höfuðborgarsvæðinu sem eru fok-
heldar eða lengra komnar um 15%.
Þær voru um 2.800 í nýju talning-
unni en rúmlega 2.400 í síðustu taln-
ingu í mars. Þá fjölgaði íbúðum í ná-
grenni höfuðborgarsvæðisins sem
eru fokheldar eða lengra komnar um
9%, úr 638 í 695. Samanlagt eru nú
tæplega 5.000 íbúðir komnar að fok-
heldu, eða fokheldar og lengra
komnar, á höfuðborgarsvæðinu, eða
álíka margar og í mars síðastliðnum.
Með nágrenni höfuðborgarsvæðisins
eru um 6.000 íbúðir í þessum tveimur
flokkum, um 150 færri en í síðustu
talningu.
Viðbrögð við samdrætti
Fækkun íbúða á höfuðborgar-
svæðinu sem komnar eru að fok-
heldu frá því í mars fylgir niður-
sveiflunni í ferðaþjónustu sem hófst
með gjaldþroti WOW air í lok þess
mánaðar. Vikið er að kólnuninni í
samantekt Samtaka iðnaðarins, en
þar segir að byggingaraðilar séu „að
öllum líkindum að bregðast við
breyttum horfum í efnahagsmálum“.
„Talningar SI á íbúðum í bygg-
ingu hafa undanfarin ár borið með
sér að framundan væri vaxandi fjöldi
fullbúinna íbúða að fara á markað.
Nú virðast hins vegar vera ákveðin