Morgunblaðið - 12.09.2019, Síða 21

Morgunblaðið - 12.09.2019, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · BVA Egilsstöðum www.skoda.is ŠKODA KAROQ NÝLEIÐ TIL AÐ NÁLENGRA Škoda Karoq kemur þér lengra. Hvort sem þú horfir á færðina framundan eða hagkvæmnina af sparsömum fjölskyldubíl hefur Karoq það sem þarf. Ánægjan af akstrinum leynir sér ekki og frábærir aksturseiginleikar gefa góða öryggistilfinningu í umferðinni. Komdu og prófaðu nýjan Karoq. Við tökum vel á móti þér! Fáðu þér lipran Karoq fyrir veturinn! 5 ár a áb yr gð fy lg ir fó lk sb ílu m H E K LU að up pf yl ltu m ák væ ðu m áb yr gð ar sk ilm ál a. Þ á er að fin na á w w w .h ek la .is /a by rg d Verð frá 4.990.000 kr. Škoda Karoq 4x4 Ambition / 1.5 TSI / Sjálfskiptur Verð frá 4.590.000 kr. Škoda Karoq Ambition / 1.6 TDI / Sjálfskiptur Hannan segir Verkamannaflokkinn hafa gilda ástæðu til að fresta kosn- ingum, þó að forsvarsmenn hans viti að það líti illa út að þeir hafi kallað eftir kosningum stöðugt allt þar til tækifærið bauðst. „Jeremy Corbyn [leiðtogi Verkamannaflokksins] reiknar með að ef enn einn tímafrest- urinn rennur út án þess að útgangan hafi átt sér stað muni Brexit- flokkurinn styrkjast á kostnað Íhaldsflokksins, og þá á hann mögu- leika á að vinna.“ Hannan segir þann möguleika vera nokkuð kaldhæðnislegan fyrir Nigel Farage, formann Brexit- flokksins, því hann muni aldrei vera í þeirri stöðu að hann geti tryggt út- göngu Breta en gæti óvart endað á að koma í veg fyrir hana með því að dreifa atkvæðum útgöngusinna. Þá sé engin leið að mynda kosn- ingabandalag milli Íhaldsflokksins og Brexit-flokksins, en slík bandalög séu flókin í framkvæmd í einmenn- ingskjördæmum. Þá geti enginn flokkur gengið að kjósendum sínum vísum. Hannan nefnir sem dæmi að margir af kjósendum Brexit- flokksins hafi áður verið stuðnings- menn Verkamannaflokksins, og þeir gætu hæglega ákveðið að snúa aftur „í heimahagana“ ef Farage færi í eina sæng með Íhaldsflokknum. Stoltur vinur Íslands En ert þú fyrsti þingmaður sög- unnar sem vill missa þingsæti sitt? „Nei, ég er langt í frá sá eini á Evr- ópuþinginu, en auðvitað vildi ég ekki taka þátt í síðustu kosningum,“ segir Hannan og bætir við að baráttan hafi reynst sér mjög erfið á ýmsum svið- um. „Og svo hélt ég að ég myndi tapa og ég hugsaði: „Guð minn góður, tuttugu ára ferill er á enda vegna óánægju kjósenda með Evrópusam- bandið!““ segir Hannan og hlær við, en hann hefur jafnan verið í hópi mestu efasemdarmanna um gildi Evrópusambandsins. „Ég er hins vegar fyrsti breski stjórnmálamaðurinn, og er mjög stoltur af því, sem tók málstað Ís- lands í Icesave-deilunni. Ég var alltaf viss um að nást myndi upp í skuld- irnar, og var því mjög ósáttur við að bresk stjórnvöld fældu frá sér traust- an vin og bandamann með notkun hryðjuverkalaganna,“ segir Hannan. En hvenær mun Brexit eiga sér stað? „Ég tel enn möguleika á því að kosningar verði snemma, því Boris Johnson hefur ýmsar leiðir færar til að knýja þær fram. En ef ekki, þá hefur hann sagt skýrt að hann mun ekki biðja um tímafrest, þannig að eina leiðin til að gera það væri að Corbyn eða einhver annar myndaði nýja ríkisstjórn, og þá er líklegt að sú stjórn myndi boða til kosninga um leið og nýr frestur fengist.“ Hannan er viss um að þá muni kjósendur muna hverjir beri ábyrgðina á núver- andi ástandi. „Og ef það versta sem gerist er að Brexit á sér stað nokkr- um vikum síðar og það er traustur meirihluti íhaldsmanna á þinginu, þá er það fín niðurstaða.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Brexit Hannan er mikill Íslandsvinur og tók málstað landsins í Icesave. Kreppan bundin við Westminster  Hannan segir þingið bera ábyrgð VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Það er mikilvægt að árétta það, að krísan sem nú er í Westminster nær ekki út fyrir breska stjórnkerfið,“ segir Daniel J. Hannan, Evrópu- þingmaður Íhaldsflokksins, en hann var aðalræðumaður á ráðstefnu Students for Liberty, Frelsi og fram- tíð, sem haldin var í Salnum síðastlið- inn föstudag. „Menn lesa fyrirsagn- irnar og þar sést að kerfið á í erfiðleikum, sem getur gefið þá ímynd að Bretland í heild sinni sé í krampakasti vegna útgöngunnar,“ segir Hannan. Raunin sé hins vegar önnur. „At- vinnuleysi hefur aldrei verið minna, hagkerfið er að stækka, ríkisstjórnin nýtur forystu í skoðanakönnunum, það er ekki halli á fjárlögum og frá því að þjóðaratkvæðið um útgönguna var haldið hefur erlend fjárfesting hvergi verið meiri nema í Kína.“ Hannan segir enn fremur að ekki sé hægt að kenna útgöngunni úr Evrópusambandinu um krísuna í Westminster. „Í raun er þessi krísa frekar tilkomin af því að útgangan hefur ekki átt sér stað!“ Sjálfskaparvíti þingsins Hannan segir að þingmenn hafi í raun komið núverandi stjórnarskrár- kreppu af stað með því að greiða at- kvæði með því að hætta við útgöng- una, þvert á þau loforð sem þeir gáfu við síðustu þingkosningar. Hann gef- ur lítið fyrir þær útskýringar hins nýja meirihluta sem myndast hefur í neðri deild breska þingsins að mark- miðið sé að koma í veg fyrir samn- ingslausa útgöngu, sem á ensku kall- ast No Deal. „Þeir vita, líkt og Evrópusambandið, að ef þú tekur „No Deal“ af samningaborðinu er Brexit farið af því líka því þá þarf Evrópusambandið bara að bjóða áfram óþolandi afarkosti til að halda okkur inni, líkt og þeir hafa gert und- anfarin tvö ár,“ segir Hannan og vís- ar þar meðal annars til „varnaglans“ svonefnda, sem lýtur að landamær- um Írlands og Norður-Írlands. „Ímyndaðu þér að Ísland leitaði til ESB um fríverslunarsamning en sambandið setti í staðinn tvö skilyrði; annars vegar að þið þyrftuð að segja upp öllum fríverslunarsamningum ykkar við önnur ríki, því sambandið sæi um þá, og hins vegar að Evrópu- sambandið hefði hér eftir full yfirráð yfir Kópavogi!“ segir Hannan. „En þetta er gert í þeirri von að við hætt- um við allt saman, og sú von er til- komin vegna þess að ýmsir stjórn- málamenn hafa gefið í skyn að þetta sé leiðin til að halda Bretum í Evr- ópusambandinu.“ Nokkur togstreita hefur myndast í Bretlandi um tímasetningu kosninga, þar sem stjórnarandstaðan hefur til þessa hafnað öllum boðum ríkis- stjórnarinnar um að kosið verði um miðjan október. En hverju breytir hvort kosið sé nú eða í nóvember?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.