Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 Síðumúli 13 , 108 Reykja vík – Sími 577 5500 – www.ibudaeignir.is – ibudaeignir@ibudaeignir. Falleg 3ja herbergja 81,5 fm útsýnisíbúð á 4. hæð ásamt stæði í bílageymslu. Stofa með suðursvölum flott útsýni. Tvö svefnherbergi. Verð 46,4millj. Nánari upplýsingar: HalldórMár s. 898 5599 og Evert s. 823 3022 Falleg 3ja herb. íbúð samtals 118,9 fmá1. hæð við Holtsveg í Garðabæ. Stofa, borðstofa sam- liggjandi og eldhús með helluborði í eyju. Verð 58,5millj. Nánari upplýsingar: AnnaTeits s. 787 7800 Glæsileg 104,5 fm útsýnisíbúð fyrir 50 ára og eldri á 5. og efstu hæð í lyftuhúsi.Opið rýmimeð eldhúsi, stofu og borð- stofu og 2 svefnhergjum. Svalir snúa í suður. Stæði í bílageymslu. Verð 53,9millj. Nánari upplýsingar: Evert s. 823 3022 Iðnaðarbil 223 fm stálgrindarhús og veggir með yleiningum, stór innkeyrsluhurð með raf- magni, milliloft og starfs- mannaaðstaða.Stórhlau- paköttur er í húsnæðinu. Verð 49millj. Nánari upplýsingar: Evert s. 823 3022 Vönduð 93,6 fm 3ja her- berga íbúð á 2. hæð. Opiðbjart eldhúsmeð fall- egri eldhúsinnrétt-ingu, stofa, tvö svefnherbergi. Sameiginleg líkamsræk- taraðstaða í húsnæðinu. Lækkað verð 54,9millj. Nánari upplýsingar: HalldórMár s. 898 5599 Góð 105,1 fm 4ra herb. íbúð á 2 hæðumá 3. hæð. Opið rými með eldhúsi, stofu og borðstofu. Svalir í vestur með fallegu út- sýni. Á efri hæð er opið rými og þrjú svefnherb. Laus við kaupsamning. Verð 47,9millj. Nánari upplýsingar: HalldórMár s. 898 5599 og Evert s. 823 3022 Traust og fagleg þjónusta Frítt söluverðmat • Fagljósmyndun • Opin hús • Góð eftirfylgni Halldór Már Sverrisson Löggiltur fasteignasali S: 898 5599 halldor@ibudaeignir.is Anna Teitsdóttir Löggiltur fasteignasali S: 787 7800 anna@ibudaeignir.is Jón Óskar Karlsson Löggiltur fasteignasali S: 693 9258 jonoskar@ibudaeignir.is Evert Guðmundsson Löggiltur fasteignasali S: 823 3022 evert@ibudaeignir.is Ástþór Helgason Aðstoðarm. fasteignasala S: 898 1005 ah@ibudaeignir.is Ólafía Pálmadóttir Viðskiptafr./ lögg. leigumiðlari ibudaeignir@ibudaeignir.is BOÐAGRANDI 1 - 107 RVK HOLTSVEGUR 3 - GARÐABÆ SÓLEYJARIMI 3 - 112 RVK SILFURSLÉTTA 5 - ESJUMELAR - 162 RVK VANTAR ALLARTEGUNDIR EIGNA Á SKRÁ KIRKJUSANDUR 1 - 105 RVK LINDASMÁRI 45 - 201 KÓPAVOGUR 50 + Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta tókst bara afskaplega vel, biskupinn kom og blessaði. Það gust- aði vel utan dyra en byggingin þoldi það vel,“ segir Óskar Þór Óskarsson, trésmiður og ábúandi á bænum Stóragerði í Ölfusi, en þar var kapella vígð á dögunum sem Óskar Þór smíð- aði frá grunni. Frú Agnes Sigurðar- dóttir biskup blessaði kapelluna með aðstoð Gunnars Jóhannessonar, sóknarprests í Hveragerði. Kapellan tekur aðeins 16 manns í sæti, en flatarmál byggingarinnar er tæpir 15 fermetrar. Að sögn Óskars tók smíðin tvö ár og sankaði hann að sér efni víða að. Þannig er efniviður- inn í krossi kapellunnar úr gömlu húsi í Skuggahverfinu í Reykjavík er upphaflega hét Steinastaðir, reist 1883 við Lindargötu 32. Það hús var að mestu rifið árið 1896 og nýtilegt timbur notað í nýtt sem reis á sömu lóð og fékk nafnið Stóragerði. Óskar og kona hans, Sigrún Sigurðardóttir, bjuggu lengi í því húsi og fluttu það síðan með sér í Ölfusið árið 2005. Hélt Óskar eftir timbri úr Steina- stöðum og notaði það í kross kapell- unnar. „Við flúðum turnana sem voru farnir að rísa og skyggðu á litlu timburhúsin í Skuggahverfinu,“ segir Óskar, en þau hjónin héldu sig áfram við nafnið Stóragerði þegar húsið var komið í Ölfusið. Síðan þá hafa þau stækkað við íbúðarhúsið og byggðu síðan kapelluna í sama byggingarstíl, svonefndum Mansard-stíl. Góður hljómburður „Ég gerði þetta að mestu leyti sjálfur en naut dyggrar aðstoðar frá konu minni, sem var yfirhönnuður og átti lokaorð um allar framkvæmdir. Síðan fékk ég hjálp góðra manna á lokasprettinum þegar síðustu smiðs- höggin voru rekin,“ bætir Óskar við um kapellusmíðina. Spurður hvernig það kom til að smíða kapelluna segir hann enga sér- staka ástæðu þar að baki. „Sumir smíða sér sumarbústað eða spila golf, ég ákvað að smíða litla kap- ellu,“ segir hann, en kapellan í Stóra- gerði er ekki aðeins hugsuð til einka- afnota heldur verður hægt að leigja hana undir fámennar athafnir, hvort sem það eru brúðkaup, skírnir, ferm- ingar eða minningarathafnir. Eða bara litla tónleika. Aðspurður efast Óskar um að jarðarför með kistu geti farið þarna fram, kapellan rúmi það ekki. Hann segir nokkrar athafnir þegar hafa farið fram og gengið mjög vel, góður rómur hafi verið gerður að hljómburði í kapellunni. Óskar og Sigrún eru þakklát öllum sem aðstoðuðu þau við verkið. Nefna þau Gunnar Jóhannesson sóknar- prest sérstaklega. Hann hafi leitt þau í gegnum ferlið við að reisa guðshús og veitt margvíslega aðstoð. „Hann hefur umsjón með kapellunni og við þurfum leyfi hans til að vera þarna með kirkjulegar athafnir, þar sem þetta er orðið vígt hús,“ segir Óskar að endingu. Stóragerði Kapellan stendur nálægt íbúðarhúsinu í Stóra- gerði og byggingarstíll húsanna er kenndur við Mansard. Vígslan Sigrún Sigurðardóttir og Óskar Þór Óskarsson ásamt Agnesi Sigurðardóttur biskup og sr. Gunnari Jóhannessyni. Ljósmyndir/Óskar Þór Óskarssoon Kapellan Altarið er stílhreint, en saman hönnuðu þau húsið hjónin Sigrún og Óskar Þór í Stóragerði í Ölfusi. Sumir smíða sumarhús, aðrir kapellu  Ábúendur í Stóragerði í Ölfusi reistu kapellu á bænum  Biskup og prestur komu og vígðu guðshúsið  Leigt út fyrir ýmsar athafnir  Efniviður í krossinn úr 140 ára gömlu timburhúsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.