Morgunblaðið - 12.09.2019, Qupperneq 38
38 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019
Ráðgjafarnefnd Orkusjóðs hefur ákveðið að styrkveitingar Orkusjóðs á árinu 2019
verði til verkefna samkvæmt b) lið 7. gr. reglugerðar nr. 185/2016 um Orkusjóð en
þar segir:
„Styrkir til verkefna sem leiði til lægri kostnaðar við óniðurgreidda
rafkyndingu húsnæðis og mannvirkja í eigu sveitarfélaga“.
Til greina kemur meðal annars: Uppsetning varmadæla, uppsetning eða
endurbætur hitastýringar- kerfa og önnur verkefni sem leiða til minni
raforkunotkunar við hitun.
Um er að ræða fjárfestingarstyrki, sem hæst geta numið 50% af áætluðum kostnaði
við einstök verkefni, þó að hámarki 5 m.kr.
Við mat á umsóknum verður sérstaklega litið til:
• Að verk- og kostnaðaráætlun sé vönduð og ítarleg.
• Að raunsætt mat sé lagt á áætlaðan raforkusparnað.
• Hlutfalls orkusparnaðar miðað við kostnað.
Umsóknarfrestur er til 20. október 2019
Skrifleg staðfesting á afgreiðslu umsókna mun berast umsækjendum eigi síðar
en 20. nóvember 2019
Umsóknum skal skila rafrænt af vef Orkustofnunar www.os.is undir Orkusjóður
Nánari upplýsingar á www.os.is og hjá Orkusjóði, Rangárvöllum við Hlíðarfjallsveg,
603 Akureyri. Símar 569 6083 – 894 4280 – Netfang jbj@os.is
ORKUSJÓÐURORKUSTOFNUN
ORKUSJÓÐUR
Orkusjóður auglýsir sérstaka styrki 2019
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Áfrýjunarréttur í Skotlandi úrskurð-
aði í gær að Boris Johnson, forsætis-
ráðherra Bretlands, hefði brotið lög
með því að ráðleggja Bretadrottn-
ingu að senda þingið heim í fimm vik-
ur á þriðjudaginn var. Stjórn John-
sons hefur áfrýjað úrskurðinum til
hæstaréttar Bretlands og gert er ráð
fyrir því að hann taki málið fyrir á
þriðjudaginn kemur.
Johnson segir að þingslitin séu
löglegt, alvanalegt og nauðsynlegt
úrræði sem geri nýrri ríkisstjórn
Íhaldsflokksins kleift að leggja fram
stefnu sína og koma nýjum frum-
vörpum á dagskrá þingsins. And-
stæðingar brexit-stefnu forsætisráð-
herrans segja hins vegar að mark-
miðið með ákvörðuninni sé að
sniðganga andstöðu þingsins við út-
göngu úr ESB án nýs brexit-samn-
ings.
Ólíkt þinghléum og þingrofi
Venja er að breska þingið sé sent
heim í skamman tíma, yfirleitt í apríl
eða maí. Þingmenn halda þá sætum
sínum og stjórnin situr áfram en eng-
in umræða og engar atkvæða-
greiðslur fara fram á þinginu. Flest
lagafrumvörp sem ekki hafa verið af-
greidd deyja þá drottni sínum, ef svo
má að orði komast. Þingið er þó ekki
rofið eins og gert er þegar boðað er
til kosninga og þetta úrræði er einnig
ólíkt þinghléum sem þingmenn
greiða atkvæði um.
Um 70 þingmenn í neðri deildinni
og aðalsmenn í lávarðadeildinni ósk-
uðu eftir því að dómstóll í Skotlandi
úrskurðaði að það væri ólöglegt að
senda þingið heim til að knýja fram
brexit án samnings. Skoskur dómari
úrskurðaði í vikunni sem leið að
ákvörðun Johnsons væri lögum sam-
kvæm og það væri hlutverk þing-
manna og kjósenda að dæma ákvarð-
anir forsætisráðherrans, en ekki
hlutverk dómstólanna. Yfirréttur á
Englandi úrskurðaði einnig í vikunni
sem leið vegna annarrar lögsóknar
að ákvarðanir um þingslit væru
„pólitískt mál“ sem dómstólar ættu
ekki að hafa afskipti af.
Þingið kallað saman?
Skoskur áfrýjunarréttur komst
hins vegar að annarri niðurstöðu.
Þrír dómarar réttarins úrskurðuðu
að ákvörðun forsætisráðherrans
væri ólögleg vegna þess að markmið-
ið með henni væri að standa í vegi
fyrir þinginu. Forsætisráðherrann
hefði því villt um fyrir Elísabetu 2.
Bretadrottningu með því að ráð-
leggja henni að senda þingið heim í
fimm vikur.
Gert hefur verið ráð fyrir því að
þingið komi aftur saman 14. október
og Bretadrottning flytji þá stefnu-
ræðu stjórnarinnar, sautján dögum
áður en Bretland á að ganga úr Evr-
ópusambandinu verði útgöngunni
ekki frestað. Leiðtogar Verka-
mannaflokksins, Frjálslyndra demó-
krata og Skoska þjóðarflokksins
kröfðust þess að þingið yrði kallað
saman án tafar eftir úrskurð áfrýj-
unarréttarins. Talsmaður Johns Ber-
cows, forseta neðri deildarinnar,
sagði að það væri hlutverk forsætis-
ráðherrans að kalla þingið saman eft-
ir þingslit. Embættismenn í forsætis-
ráðuneytinu sögðu að þingið hæfi
ekki störf að nýju áður en niðurstaða
hæstaréttar Bretlands lægi fyrir.
Breskir fjölmiðlar höfðu eftir
ónafngreindum aðstoðarmanni for-
sætisráðherrans að þeir sem höfðuðu
málið gegn þingslitunum hefðu valið
skoska dómstólinn vegna þess að
dómarar hans væru „pólitískt hlut-
drægir“. Talsmaður Johnsons sagði
hins vegar að forsætisráðherrann
drægi ekki hlutleysi skoskra dómara
í efa og bæri „fulla virðingu“ fyrir
sjálfstæði dómstólanna.
Norman Smith, stjórnmálaskýr-
andi breska ríkisútvarpsins, sagði að
úrskurður skoska áfrýjunarréttarins
væri mikið áfall fyrir forsætisráð-
herrann. „Stóra spurningin er hvort
hann þurfi nú að kalla þingið saman
aftur. Ég tel frekar líklegt að hann
þurfi að gera það, hugsanlega jafnvel
áður en hæstiréttur úrskurðar í mál-
inu á þriðjudaginn kemur. Ef til vill í
dag eða á morgun.“
Skosk lög ólík lögum Englands
Enski lögfræðingurinn og álits-
gjafinn David Allen Green telur lík-
legt að hæstiréttur Bretlands hnekki
úrskurði skoska áfrýjunarréttarins
og segir að skosk lög séu ólík lögum
Englands og Wales. „Þess vegna tel
ég og fleiri að engar líkur séu á því að
lögsóknin takist fyrir hæstaréttinum
í London. Og það er þess vegna sem
málið var höfðað í Skotlandi, þar sem
dómararnir og lögin eru miklu hag-
stæðari fyrir lögsóknina en á Eng-
landi,“ hefur fréttavefurinn AFP eft-
ir Green.
The Telegraph hafði eftir Jonath-
an Sumption lávarði, fyrrverandi
dómara í hæstarétti Bretlands, að
hann teldi að ákvörðunin um þingslit
væri „pólitískt málefni, ekki mál
dómstóla“, og aðeins væri hægt að
„leiða það til lykta á vettvangi stjórn-
málanna“.
Telur að Johnson hafi brotið lög
Skoskur áfrýjunarréttur úrskurðar að forsætisráðherrann hafi villt um fyrir drottningunni með því
að leggja til að þingið yrði sent heim Stjórn Johnsons áfrýjar úrskurðinum til hæstaréttar Bretlands
AFP
Brexit mótmælt Andstæðingar útgöngu Bretlands úr ESB mótmæla fram-
göngu Boris Johnsons í brexit-deilunni nálægt aðsetri forsætisráðherrans.
Forsætisráðherrann beið ósigur í sex atkvæðagreiðslum á þinginu á einni viku
Ósigrar Boris Johnsons á þingi Bretlands
Brexit verði frestað
Kosningar
Kosningar
Birting trúnaðarskjala
4. sept. 6. sept.3. sept.
9. sept.
10. sept.
Neðri deildin samþykkti frumvarp
um að Johnson bæri að óska eftir
frestun á útgöngunni úr ESB næðist
ekki nýtt samkomulag um hana
Tillaga Johnsons um að efnt yrði
til þingkosninga 15. október fékk
ekki tilskilinn fjölda atkvæða
Þingið hafnaði aftur tillögu
forsætisráðherrans um að
flýta kosningum
Neðri deildin samþykkti ályktun um
að stjórninni bæri að birta trúnaðar-
skjöl um afleiðingar útgöngu
Bretlands úr Evrópusambandinu.
MEÐ
MEÐ
327
298 56
46
MEÐ 311
299Á MÓTI
302Á MÓTI
MEÐ 293
Á MÓTI
10. sept. – 14. okt.
31. október
Þingið sent heim
Bretland gengur úr ESB
verði útgöngunni ekki
frestað
Deildin samþykkti frumvarpið
sem varð að lögum eftir að
Bretadrottning staðfesti það.
Hópur þingmanna, sem eru á móti
brexit, lagði tillöguna fram.
Venjulega er dagskrárvaldið í
höndum ríkisstjórnarinnar.
Frumvarp um frestun á brexit
í lávarðadeild þingsins
MEÐ 328 Á MÓTI 301
Tillaga um að þingið tæki
sér dagskrárvald
434 atkvæði
þurfti
Slökkviliðsmaður reynir að slökkva
eld í skógi á eyjunni Súmötru í
Indónesíu þar sem miklir skógar-
eldar hafa geisað og valdið loft-
mengun í grannríkjunum. Stjórn-
völd í Malasíu hafa lagt fast að
Indónesíustjórn að koma í veg fyrir
skógareldana sem hafa í mörgum
tilvikum verið kveiktir til að ryðja
land til ræktunar.
Grannríki Indónesíu kvarta yfir skógareldum
AFP
Valda mikilli loftmengun