Morgunblaðið - 12.09.2019, Side 44
44 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi, Akureyri | ) 588 0640 | casa.is
Cuero Mariposa
Hannaður árið 1938 af:
Bonet, Kurchan & Ferrari
Leður stóll verð 149.000,-
Leður púði verð 13.900,-
Krókháls 1 • 110 Reykjavík • S. 567 8888 • www.pmt.is
Allt til merkinga & pökkunar
VAKÚMPÖKKUNARVÉLAR
SKURÐARVÉLAR - HAKKAVÉLAR
Minni vakúmvélar fyrir heimili
sem henta til að vakúmpakka
matvörum til geymslu eða
Sous Vide eldun.
Úrval af hakkavélum og skurðarhnífum
í allskonar stærðum.
Stærri vélar frá HenkoVac
fyrir matvælaiðnað
Oft er gott að spá í
hið ómögulega til að
skilja betur hið mögu-
lega. Óendanleikinn
hefur þó öðlast nýja
merkingu með tilkomu
tölvunnar. Þegar ég
var í barnaskóla var
talað um eyjarnar á
Breiðafirði og vötnin í
Finnlandi sem óteljan-
leg en ég geri ráð fyrir
að með tilkomu gervi-
tungla og tölva sé skilgreiningin nú
eina vandamálið. Sjómenn við aust-
urströnd N-Ameríku á nítjándu öld-
inni höfðu orð á að ef öll þorskhrogn
á stóru bönkunum þar yrðu að full-
orðnum fiskum mætti ganga þurr-
um fótum milli Ameríku og Evrópu.
Ég ætla ekki að reyna að sanna eða
afsanna þessa fullyrðingu en mig
langar að setja fram aðra um sama
efni sem ég tel komast nær því að
auka skilning okkar.
Ef öll hrogn úr einni vel þrosk-
aðri þorskhrygnu (um 20 milljón)
frjóvguðust og lifðu til að ná rúm-
lega meters lengd og systkinin
myndu svo bíta í sporðinn hvert á
öðru og mynda eina röð væri sú röð
20 þús. km löng. Eða um 3.400 km
lengri en vegalengdin frá Reykjavík
til Sidney í Ástralíu.
Ef þau næðu 10 kg þyngd væri
það 200 þúsund tonn, eða rúmlega
meðalársafli Íslendinga af þorski
mörg undanfarin ár.
Fyrir rúmum tveim áratugum
eyddi ég miklum tíma í að kanna
gögn Hafrannsóknastofnunar um
íslenska þorskstofninn. Nokkur at-
riði vöktu fljótt athygli mína, t.d. að
nota fastan náttúrulegan dánar-
stuðul og að beita honum við aldurs/
afla-leiðréttingu á stofntölum. Ég
hef grun um að vinnubrögð sem slík
leiði til misskilnings varðandi stofn-
formið og betra væri að halda sig
við mældar tölur jafnvel þó óná-
kvæmar kunni að vera. Athygl-
isverðustu og framsæknustu gögnin
voru þá að mínu mati seiðarann-
sóknir Ólafs K. Pálssonar sem
framkvæmdar voru um áratug eða
svo. Mig grunar að ef þessum rann-
sóknum hefði verið haldið áfram til
dagsins í dag væri gátan um sam-
spil nýliðunar og stofnstærðar ráðin
og jafnvel samspil þorskstofnsins
við umhverfi sitt. Spurningar mínar
um seiðavísitölurnar kölluðu fram
undarleg viðbrögð, einhvers konar
tæknilegar afsakanir vegna tíma-
setninga, veðurfars og fleira þess
háttar. Minnsta seiðavísitalan var 7
og sú stærsta var um 9.300 ef ég
man rétt. Breytileikinn var því um
1.300-faldur og hefur það vænt-
anlega verið ástæða vantrúarinnar.
Ég lagði í þá vinnu að áætla hrogna-
fjölda viðkomandi hrygninga og
fékk leiðbeiningar frá umburð-
arlyndu vísindafólki stofnunarinnar
til þess. Viðmiðunarlínan sem ég
notaði var helmingun fjölda og tvö-
földun þyngdar. Þetta gerist ca. 10
sinnum fyrir mælingu og aftur tíu
sinnum fyrir nýliðun. Niðurstaða
mín var að báðar töl-
urnar væru vel innan
marka hins mögulega
og því engin ástæða til
að tortryggja þær.
Þegar nýliðaárangur
viðkomandi árganga
er síðan borinn saman
vakna óhjákvæmilega
spurningar um tilgang
frjóseminnar og örlög
seiðanna.
Sé sú ásökun mín að
Hafrannsóknastofnun
hafi haft af þjóðinni um 200 þúsund
tonna þorskafla að meðaltali árlega
síðustu 25 árin fyrir misskilning
rétt og væri meðalverðið um 300
kr./kg væri hráefnistjónið orðið:
200.000.000 x 25 x 300 =
1.500.000.000.000, eða 1,5 milljón
milljónir króna, og er þá ekki reikn-
að með tjóni í öðrum tegundum en
þorski.
Það kann mörgum að finnast
frekja af leikmanni að ætlast til
þess að vísindamenn eyði dýrmæt-
um tíma sínum í að svara ásökun-
inni og hrekja þau rök sem birt hafa
verið henni til stuðnings. Þá vil ég
benda á að svipuðum rökum hefur
verið haldið fram í lengri tíma af
vísindamönnum með svipað mennt-
unarstig og þeir sem ég ásaka og
hef ég ekki enn séð trúverðug rök
gegn skoðunum þeirra.
Staða fiskifræðinnar er að mínu
mati afar erfið víðar en á Íslandi.
Mér finnst að ráðandi fiskifræð-
ingar víðar en hér séu hræddir við
skuggann af sjálfum sér og fari á
taugum þegar þeir sjá eðlilegar af-
leiðingar rangrar verndunar and-
stæðar því sem til stóð.
Það fyrsta sem íslenskir fiski-
fræðingar þurfa að gera er að brjót-
ast út úr því fuglabúri sem afla-
markskerfið hneppti þá í með því að
gera þá ráðandi um úthlutun afla-
marks. Vísindamenn sem hafa
ástæðu til að óttast um starf sitt og
laun tjái þeir skoðanir sem ekki
teljast hentugar af ráðandi aðilum
geta ekki sinnt hlutverki sínu.
Stofnun sem telur sig þurfa að tala
einu máli eða þegja vegna hags-
muna verkefna sinna getur ekki
verið trúverðug vísindastofnun og
vettvangur lifandi þekkingar. Hún
hefur tekið að sér hlutverk reglu-
varðar í einhverslags trúarreglu og
þjónar herrum hennar og tilgangi
og engu öðru.
Með vinsemd og virðingu, lifið
heil.
Um fjölda, stærðir,
tíma og hagsmuni
Eftir Sveinbjörn
Jónsson
Sveinbjörn Jónsson
» Stofnun sem telur
sig þurfa að tala einu
máli eða þegja vegna
hagsmuna verkefna
sinna getur ekki verið
trúverðug vísinda-
stofnun.
Höfundur er sjómaður
og ellilífeyrisþegi.
svennij@simnet.is
Áhersla á orkupakka 3 með opinni
gátt til ESB er furðuleg pólitík þ.e. í
stað þess að nýta hér vistvæna um-
framorku til hátæknistarfa og hag-
vaxtar. Samningar eru víða lausir og
samhliða berast upplýsingar um
miklar launahækkanir sl. ár víða í
kerfinu, aðhalds- og eftirlitskerfið
virðist víða haldlítið, heilbrigðis-
kerfið í vanda og margt fleira.
Ábendingum skattyfirvalda um
mikil undanskot í kerfinu er lítill
gaumur gefinn og ýmsu fleiru sem
betur má fara.
Nauðsynlegt er að stjórnvöld
haldi sig við raunvá í loftslagsmálum
og leggi áherslu á úrbætur þar sem
að kreppir í reynd. Þeir ágætu leið-
togar sem eru við stjórnvölinn þurfa
að huga betur að framangreindum
þáttum.
Ljóst er að innganga í ESB eins
og marga þingmenn virðist fýsa orð-
ið í bætir ekki þjóðarhag. Við eigum
gjöfult land, ekki bara fyrir einstaka
hópa eins og sumir telja að eigi að
vera, heldur fyrir heildina, en þá
verða stjórnvöld að hlusta betur á
fólkið í landinu og skapa meiri
jöfnuð.
Áhugamaður um
bætt stjórnarfar.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Hvaða hrunadans er í gangi í pólitíkinni?
Tekjur Laun margra hækkuðu í
síðustu kjarasmningum.
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is