Morgunblaðið - 12.09.2019, Síða 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019
Atli Eðvaldsson
hafði þegar skipað sér þar meðal
allra bestu leikmanna Vals, þá að-
eins um 20 ára gamall.
Mér er minnisstætt hve já-
kvæður og skemmtilegur Atli var
og hann tók mér opnum örmum.
Eftir þetta tímabil fór Atli til
Þýskalands og framhaldið þekkja
allir. Árangurinn þetta árið var
einstakur í íslenskri knattspyrnu-
sögu, leyfi ég mér að segja, og þar
kom Atli sterkur inn sem mikill
leiðtogi. Ekki datt mér í hug á
þeirri stundu að við ættum eftir að
spila í hjarta varnar íslenska
landsliðsins næstu ellefu árin. Sá
tími einkenndist af samheldni og
krafti sem var að miklu leyti Atla
að þakka sem smitaði út frá sér
með leiðtogahæfileikum og bar-
áttuanda sem átti engan sinn líka.
Hann náði að taka menn með sér
sem voru að hengja haus og telja
kjark í þá.
Ég minnist þess eins og gerst
hafi í gær þegar hann öskraði okk-
ur í gang og reif mannskapinn upp
í klefanum og svo tóku allir undir.
Þarna var Atli sterkur enda af-
burða hæfileikaríkur fótboltamað-
ur og frábær fyrirliði.
Það var einstaklega gott að
spila með Atla. Þegar upp kom
staða um návígi þar sem barist var
um bolta, hvort sem var í lofti eða
annars staðar, vissi maður að Atli
var alls ekki að fara að tapa þeirri
rimmu, sem var auðvitað ómetan-
legt í samvinnu varnarmanna.
Þegar Atli veiktist tók hann á
þeim veikindum eins og hans var
von og vísa með baráttu og já-
kvæðni að vopni alveg eins og í fót-
boltanum, en því miður sigraði
maðurinn með ljáinn. Atli háði
hetjulega baráttu sem tekið var
eftir í samfélaginu, hann gerði lítið
úr veikindum sínum og vildi ekki
mikið ræða þau. Það lýsir honum
vel, hann vildi frekar tala um fót-
bolta eða segja skemmtilegar sög-
ur úr boltanum enda Atli sögu-
maður góður.
Ég votta aðstandendum Atla
mína innilegustu samúð. Minning-
in um góðan dreng lifir.
Sævar Jónsson.
Þá er komið að kveðjustund
elsku Atli minn.
Þú sagðir við mig un daginn:
Gummi veistu, að við erum búnir
að þekkjast í 40 ár.
Við spiluðum fótbolta saman, á
móti hvor örðum, þjálfuðum sam-
an, vorum ótrúlega nánir vinir alla
tíð frá fyrstu kynnum. Þú sagðir
stundum að við værum eins og
eineggja tvíburar.
Við náðum ótrúlega vel saman,
sýn okkar beggja og ástríða fyrir
fótbolta var tímalaus, við gátum
rætt leiki taktík út í það óendan-
lega. Alltaf varst þú með lausnina
og frá henni unnum við okkur nið-
ur í vandamálið. Við setum upp
plan og æfingaáætlun, þrátt fyrir
að við værum ekki að þjálfa eða
vinna saman, það skipti ekki máli,
við vorum í raun alltaf að vinna
saman.
Þú varst ótrúlegur persónu-
leiki, alltaf tilbúinn að leiðbeina og
hjálpa öðrum og þú hafðir svo
mikið að gefa og frá svo miklu að
segja.
Þú komst mörgum leikmönnum
að hjá erlendum knattspyrnu-
félögum, aðstoðaðir við að koma
leikmönnum í meðferðir hjá fær-
ustu læknum erlendis ef með
þurfti . Alltaf tilbúinn að hjálpa og
aðstoða.
Þú gerðir hluti sem leikmaður
sem snerti við öllum, náðir frá-
bærum árangri sem einn okkar
allra besti þjálfari, og ég svo hepp-
inn að fá að taka þátt í hluta þess-
arar vegferðar með þér.
Mér er minnisstætt þegar við
spiluðum í Rússlandi í undan-
keppni HM. Stutt var í leik og þú
varst að tala við leikmenn á þinn
sérstaka hátt sem fyrirliði Ís-
lands, hvernig við ætluðum sem
lið að spila leikinn. Þjálfari Ís-
lands, Siegfried Held, forðaði sér
út úr klefanum. Þú varst með leik-
planið á hreinu, það voru allir að
fara að róa í sömu átt, rödd þjálf-
arans var ekki þörf á þessu augna-
bliki, þú varst með þetta. Við náð-
um sögulegum úrslitum, 1-1.
Fyrir um þremur árum bankaði
vágestur að dyrum hjá þér.
Þú settir upp game plan og
byrjaðir á lausninni, hvernig þú
ætlaðir að sigra þennan leik. Þú
tókst töflufund með mér um
hvernig þú varst búinn að hugsa
þetta og vildir fara þínar leiðir,
sem og þú gerðir.
Það var aðdáunarvert að fylgj-
ast með þínu plani, hvernig þú
fylgdir þínu skipulagi eftir alla
leið. Það voru forréttindi að fá að
fylgjast með þér frá hliðarlínunni
og sjá þig stjórna leiknum. Þú lést
ekkert stoppa þig. Þú vannst þetta
þriggja ára mót nánast alla leiki.
Því miður tapaðist síðasti leikur-
inn, þú gafst allt í leikinn, skildir
allt eftir á vellinum, miklu meira
en hægt var að ætlast til.
Þú sagðir skilið við þitt síðasta
verkefni þannig, að við sem eftir
sitjum, skiljum ekki hvernig þér
tókst þetta allt.
Þér var sýndur heiður með fal-
legri umgjörð og mínútu þögn fyr-
ir leik Íslands og Moldóvu. Klett-
urinn í lífi þínu undanfarin ár hún
Anna systir þín sagði við mig
„loksins fékk Atli kveðjuleikinn
sem hann var búinn að bíða eftir“.
Elsku Egill, Sif, Emil, Sara,
pabbi ykkar var alltaf mjög stoltur
af ykkur, talaði mikið um ykkur og
barnabörnin. Votta ég ykkur og
öllum ástvinum innilegar samúð-
arkveðjur.
Elsku vinur, ég kveð þig með
miklum söknuði.
Þinn vinur alltaf, alls staðar,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Guðmundur Hreiðarsson.
Kveðja frá Knattspyrnu-
félagi Reykjavíkur
Ljúfur drengur hafur lagt upp í
ferðalagið sem okkur sem lifum á
þessari jörð er öllum ætlað og ekki
verður umflúið, en í þetta sinn var
það allt of fljótt.
Afreksmaðurinn Atli Eðvalds-
son lést þann 2. september aðeins
62 ára eftir snarpa baráttu við
krabbamein.
Atli var landsþekktur knatt-
spyrnumaður bæði sem leikmaður
og þjálfari.
Á sínum tíma var hann einn
besti knattspyrnumaður þjóðar-
innar og þegar hann lagði skóna á
hilluna gerði hann frábæra hluti
sem þjálfari.
Hann hóf feril sinn hjá Val og
varð bæði Íslands- og bikarmeist-
ari með félaginu. Síðan gerðist
hann atvinnumaður og lék við góð-
an orðstír með stærstu liðum
Þýskalands .
Hann kom svo heim og lék eitt
tímabil með Val, en fór svo til
Tyrklands og þegar hann kom
þaðan gekk hann til liðs við KR.
Atli lék með KR þrjú tímabil áður
en hann sneri sér alfarið að þjálf-
un.
Atli var lykilmaður í KR-liðinu,
sem á þessum árum var í toppbar-
áttu þó ekki tækist að landa Ís-
landsmeistaratitlinum eftirsótta.
Hann var einn besti leikmaður
deildarinnar, en einnig frábær
karakter, leiðtogi sem dreif liðs-
félaga sína áfram.
Eftir að hafa þjálfað í nokkur ár
m.a. HK, Fylki og ÍBV tók Atli við
KR-liðinu 1998. Ekki var búist við
miklu af liðinu, en raunin varð
önnur. Liðið var í harðri baráttu
við ÍBV um titilinn og réðust úrslit
ekki fyrr en í seinustu umferð
þegar ÍBV lagði KR í Vesturbæn-
um.
Árið eftir 1999 lauk lauk svo
langri þrautagöngu KR-inga sem
höfðu ekki fagnað Íslandsmeist-
aratitli frá árinu 1968 þegar liðið
undir stjórn Atla vann öruggan
sigur í deildinni og bikarinn einnig
og því tvöfalt. Ekki spillti það
ánægjunni að þetta gerðist á 100
ára afmæli félagsins.
Sá sem þessar línur ritar var á
þessum tíma formaður meistara-
flokksráðs KR og átti sem slíkur
farsælt samstarf við Atla um allt
sem tengdist liðinu og bar þar aldr-
ei skugga á.
Leiðir okkar höfðu þó legið sam-
an fyrr þegar undirritaður var
varaformaður KSÍ og formaður
landsliðsnefndar og Atli fyrirliði
landsliðsins. Sem slíkur var hann
leiðtogi liðsins innan vallar sem ut-
an og hreif alla með sér með
keppnisskapinu og dugnaði. Hann
átti búningsklefann og lét menn
heyra það ef honum fannst eitt-
hvað vanta upp á baráttuna, en var
samt alltaf sanngjarn og þegar ný-
ir menn komu inn var hann boðinn
og búinn að miðla af reynslu sinni.
Eftir sigurárið 1999 bauðst Atla
svo að taka við landsliðinu og þó
vilji hefði svo sannarlega verið til
þess að halda Atla áfram hjá KR
höfðu menn skilning á því að lands-
liðið freistaði, enda ekki hægt að
komast hærra sem þjálfari en að
þjálfa landslið þjóðar sinnar.
KR-ingar kveðja Atla með virð-
ingu og þakklæti fyrir allt það sem
hann gerði fyrir félagið.
Börnum hans og systkinum,
sem nú kveðja elskulegan föður og
bróður, eru sendar innilegar sam-
úðarkveðjur með bæn um styrk á
erfiðri stund.
Jafnframt er forsjóninni þakkað
fyrir að hafa fengið að vera honum
samferða um stund.
Blessuð sé minning Atla Eð-
valdssonar.
Guðmundur Pétursson.
Kveðja frá Knattspyrnu-
sambandi Íslands
Atli Eðvalds er fallinn frá. Þessa
hugsun og staðreynd er erfitt að ná
utan um af því að Atli geislaði alla
tíð af orku og hreysti. Atli Eðvalds-
son var einn af okkar allra bestu
knattspyrnumönnum og sá fjöl-
hæfasti. Ég hef aldrei kynnst jafn
miklum baráttumanni inni á vell-
inum og Atla. Hann er í mínum
huga alltaf Valsari en hann var líka
KR-ingur. Hann sýndi hugrekki á
sínum tíma þegar hann skipti frá
Val yfir í KR en það var stórmál
fyrir 30 árum. En svona var Atli.
Hann hræddist ekki neitt og fór
sínu fram.
Atli Eðvaldsson var bæði ein-
stakur íþróttamaður og persónu-
leiki. Þegar ég kom inn í landsliðið
á sínum tíma var Atli fyrirliði liðs-
ins. Hann hafði yfir að búa ein-
hverri orku og jákvæðni sem var
einstök. Hann dreif okkur áfram
sem lið og var skemmtilegur jafn-
framt því að vera sigurvegari. Því-
líkir tímar sem þetta voru og lands-
liðið okkar var að byggjast upp og
eflast. Atli átti hvað mestan þátt í
því. Hann var okkar leiðtogi.
Atli átti glæstan feril sem knatt-
spyrnumaður og síðar þjálfari.
Hann byrjaði með Valsliðinu 1974
og ég var á þeim leik og sá hann
koma inn á og skora í sínum fyrsta
leik í meistaraflokki. Hann varð
mjög sigursæll með Valsmönnum
áður en hann fór út í atvinnu-
mennsku árið 1980 til Þýskalands
þar sem hann spilaði með stórliði
Borussia Dortmund, Düsseldorf og
Bayer Uerdingen. Hann vann sér
það til frægðar að vera fyrsti út-
lendingurinn til þess að skora fimm
mörk í leik í þýsku Bundesligunni
og varð næstmarkahæstur í þess-
ari firnasterku deild eitt árið með
Düsseldorf. Þetta afrekaði hann
þrátt fyrir að vera að upplagi
miðju- eða kantmaður. Síðar færð-
ist hann svo aftar á völlinn og varð
frábær varnarmaður. Atli lék alls
224 leiki í þýsku Bundesligunni og
skoraði 59 mörk.
Eftir að Atli kom heim spilaði
hann síðan með Val, KR og HK
sem hann þjálfaði jafnframt. Atli
átti síðan frábæran feril sem þjálf-
ari þar sem helst má nefna árangur
hans með KR en hann gerði liðið að
Íslandsmeisturum eftir 31 árs bið
KR-inga eftir titlinum. Hann náði
einnig góðum árangri með A-
landslið karla árin 2000-2003. Atli
fékk fjölda viðurkenninga á ferl-
inum og m.a. silfur- og gullmerki
KSÍ fyrir störf sín og afrek á
knattspyrnusviðinu. Atli lék 70
landsleiki fyrir Ísland, þar af 31
sem fyrirliði og skoraði 8 mörk.
Hann var leikjahæsti landsliðs-
maðurinn um árabil.
Knattspyrnuhreyfingin þakkar
honum á þessari stundu hans
mikla framlag til íslenskrar knatt-
spyrnu.
Það sem eftir stendur núna er
vináttan og góðu stundirnar sem
við áttum saman sem liðsfélagar
með Val og landsliðinu. Atli sá allt-
af það jákvæða í hlutunum og því
sem hann tók sér fyrir hendur.
Það voru forréttindi að fá að spila
með Atla. Hann var einstakur á
svo margan hátt og við munum
sakna hans.
Hugur manns er nú hjá fjöl-
skyldu hans og vil ég senda börn-
um Atla, Agli, Sif, Emil og Söru
ásamt tengdabörnum, systkinum
og barnabörnum og öllum ástvin-
um mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guðni Bergsson,
formaður KSÍ.
Haustið 1994 lögðu tveir
stjórnarmenn knattspyrnudeildar
ÍBV í árangursríka ferð til
Reykjavíkur þar sem fundað var
með Atla og hann beðinn að taka
við efnilegu liði ÍBV sem var að
koma upp þetta árið. Við vorum
vissir um að hann væri rétti mað-
urinn til að þjálfa liðið á þessum
tímamótum. Hann með mikla
reynslu úr atvinnumennsku og
sinn einstaka karakter. Hann rifj-
aði oft upp sannfæringarkraft
okkar og trú á bjarta tíma fram
undan í Eyjum. Það átti svo sann-
arlega eftir að reynast rétt.
Nokkrar Herjólfsferðir í brælum
til Þorlákshafnar voru bara smá-
mál að okkar mati. Atli var svo
sannarlega réttur maður á réttum
tíma hjá liðinu. Margir ungir og
óagaðir leikmenn voru að koma
upp og það átti vel við Atla. Gulum
og rauðum spjöldum fækkaði mik-
ið sem liðið hafði verið þekkt fyrir
áður. Í liðinu voru margir fjörkálf-
ar sem tóku upp á því að gera
„fögn“ þegar liðið skoraði mark.
Atli elskaði þessa uppákomu leik-
manna og hvatti þá frekar en að
draga úr. Léttleikinn réð ríkjum
hjá liðinu á þessum árum þótt ag-
inn væri einnig til staðar. Stemn-
ingin sem var í kringum liðið var
einstök. Stuðningsmenn stóðu fyr-
ir einstökum uppákomum fyrir úr-
slitaleiki á fastalandinu. Að starfa
með Atla var einstakt fyrir stjórn-
armenn. Hann gekk í hús með
okkur og dreifði leikskrá og hafði
glottandi á orði skömmu fyrir bik-
arúrslitaleik að ólíklegt væri að
formaður og þjálfari liðsins sem
við værum að fara að keppa við
væru einnig að dreifa leikskránni.
Atli elskaði samfélagið í Eyjum og
hispursleysi Eyjamanna enda átti
hann sterkar rætur hér. Hann hló
mikið að því þegar starfsmaður
sorphirðu í Eyjum hafði skammað
hann þegar liðið tapaði leik.
Ástæða tapsins vildi starfsmaður-
inn meina að væri það sem leik-
menn væru að borða því hann
hafði fundið tóma pítsukassa utan
við húsið hjá Atla. Rétt er að
stundum voru pítsuveislur hjá
Atla með leikmönnum. Margar
svona sögur væri hægt að segja.
Við Atli urðum strax miklir vinir
og einnig fjölskyldur okkar. Atli
var heimagangur á heimili mínu
þennan tíma sem hann var í Eyj-
um. Seinni ár urðu samskipti okk-
ar minni eins og gengur en alltaf
áttum við vinskapinn vísan. Sím-
tölin við Atla voru ekki stutt eins
og hans var von og vísa. Atli talaði
aldrei illa um nokkurn mann.
Hann trúði alltaf á það góða í öll-
um. Honum fannst stundum að
sér vegið en var fljótur að fyrir-
gefa og sættast. Síðustu ár hans í
veikindum voru honum erfið þótt
erfitt væri að fá hann til að tala um
tilfinningar sínar. Æðruleysi hans
var algjört. Hann átti þó einstaka
vini sem stóðu með honum og
reyndu að gera líf hans í veik-
indum eins bærilegt og hægt var.
Þeim ber að þakka væntumþykju
og stuðning sem þeir veittu honum
á þessum erfiða tíma.
Við sem störfuðum með honum
hér í Eyjum viljum þakka honum
fyrir það sem hann gerði fyrir ÍBV,
það var ómetanlegt. Ég vil fyrir
hönd okkar sem með honum störf-
uðum hér í Eyjum og ÍBV færa
fjölskyldu hans samúðarkveðjur á
þessum erfiðu tímum. Fjölskylda
hans var honum allt. Minning um
einstakan mann mun lifa í hjörtum
okkar.
Jóhannes Ólafsson,
Vestmannaeyjum.
Einn af bestu sonum íslenskrar
knattspyrnu, Atli Eðvaldsson, er
fallinn frá. Atli var drengur góður
og var hreystimenni sem ungur
lagði knattspyrnunni lið. Ég
kynntist Atla fyrst í KR þegar
hann gekk til liðs við félagið 1990
og áttum við eftir að starfa saman
meira og minna eftir það, fyrst í
KR og síðan í KSÍ.
Knattspyrnuleikurinn var Atla
kær, metnaður hans var einstakur,
hann lék fjölda landsleikja fyrir Ís-
land og var ávallt sannur leiðtogi
en síðar tók hann við starfi lands-
liðsþjálfara, heiður sem aðeins
fáum hlotnast. Ferill Atla var
glæsilegur og þar fór afreksmaður
sem eftir var tekið víða um lönd en
hann mætti einnig mótbyr eins og
margir sem skara fram úr og þora
að standa í stafni. Atli hvikaði
hvergi frá skoðunum sínum en
hlustaði af athygli á skoðanir ann-
arra. Hann sýndi þannig öllum sem
vildu við hann ræða virðingu og
veitti orðum þeirra athygli, stund-
um langt umfram það sem vænta
mátti.
Atli kunni þá list að segja sögur
og það oft í löngu máli og ekki voru
samtölin um leiki, þjálfun og taktík
síðri. Þýski skólinn kom oft við
sögu. Í reynd lauk samtölum við
Atla aldrei, þeim var einfaldlega
frestað þar til síðar. Atli hafði þann
góða mannkost að láta gott af sér
leiða og hvetja aðra til dáða. Knatt-
spyrnan var Atla lífsins saga sem
hann gaf allt sitt. Ég kveð traustan
félaga og minnist margra góðra
stunda með Atla á leikvelli lífsins.
Einlæg samúðarkveðja til fjöl-
skyldu Atla, ættingja og vina,
Geir Þorsteinsson,
fyrrverandi formaður KSÍ.
Atli Eðvaldsson var risastór
persónuleiki, þjóðareign á tímabili,
maður fólksins. Hetja! Hver annar
gæti skorað fimm mörk í einum og
sama leiknum í Bundesligunni,
flogið heim korteri seinna og skor-
að sigurmark Íslands á Laugar-
dalsvellinum? Sex mörk á rúmum
sólarhring í júní árið 1983. Atli
gerði allt með bros á vör, 100% ein-
beittur og með keppnishörkuna að
leiðarljósi. Sannur fyrirliði utan
vallar sem innan, reif eða hreif
menn í gang ef þess þurfti með.
Atli var með stórt Valshjarta og
sigursæll að Hlíðarenda frá fyrsta
degi. Hann og félagar hans rúlluðu
upp flestum leikjum í yngri flokk-
unum, hann skoraði 31 mark í 93
leikjum í efstu deild á árunum
1974-’79 og varð tvisvar Íslands-
meistari og þrisvar bikarmeistari
áður en hann hélt í atvinnu-
mennsku. Tíu árum seinna lék
hann með Val að nýju með frábær-
um árangri. Minnisstæðustu leik-
irnir þá voru gegn Mónakó í Evr-
ópukeppni meistaraliða árið 1988
þar sem Valur var hársbreidd frá
því að slá út stjörnumprýtt lið
frönsku meistaranna.
Afreksskrá Atla var skrifuð í
skýin því það sem hann tók sér fyr-
ir hendur varð að gulli. Hann gerði
KR að Íslandsmeisturum eftir 31
árs bið, lagði grunninn að titlum
ÍBV, spilaði 70 landsleiki, var fyr-
irliði og síðar landsliðsþjálfari. En
Atli var fyrst og fremst mannvinur
hinn mesti og snerti hjartastrengi
fjölda einstaklinga með væntum-
þykju og kærleika.
Ég er einn þeirra sem eiga Atla
mikið að þakka. Nítján ára gamall
laumaði ég mér á innanhússæfingu
hjá Val, áttavilltur unglingspiltur
frá Ólafsvík og var sólaður upp úr
skónum af þeim sjö landsliðs-
mönnum Vals sem voru á æfingu.
Rænulítill rataði ég varla inn í
réttan búningsklefa. Atli leitaði
mig uppi og spurði hvort ég ætl-
aði ekki að skipta yfir í Val. Mig
langaði mest að flýja til Ólafsvík-
ur, í öryggið, en degi síðar mætti
Atli með félagaskiptablað og þar
með voru örlög mín ráðin.
Þegar mér hafði tekist að leika
sjö heila leiki í efstu deild datt ég
inn í landsliðshópinn árið 1981 og
hver var þar með opinn faðminn?
Atli Eðvaldsson. Hann tók sveita-
piltinn að sér og tilkynnti að við
yrðum saman í herbergi. Lands-
leikurinn var gegn Tékkóslóvakíu
ytra og það sem var einna eftir-
minnilegast við ferðina var tísku-
sýning í hótelgarðinum af því
skiptiklefi stúlknanna blasti við
okkur. Gluggakistan rúmaði okk-
ur báða!
„Ef lífið er eins og fótboltavöll-
ur,“ sagði Atli við mig nýlega, „er
ég kominn að boganum í sókninni.
Það er nóg eftir. Læknirinn segir
að þetta verði erfitt en ég fagna
því. Ég vil miklu frekar gera það
sem er erfitt en auðvelt.“
Atli verður alltaf goðsögn þótt
hann sé floginn yfir á annað til-
verustig. Minningin um góðan
dreng, einstakan vin og leiðtoga
mun lifa. Við í Val vottum fjöl-
skyldu Atla, vinum og ættingjum
samúð okkar.
F.h. Knattspyrnufélagsins
Vals,
Þorgrímur Þráinsson.
Í dag er vinur minn Atli Eð-
valdsson borinn til hinstu hvílu.
Við bundumst eilífum vinabönd-
um fyrir áratugum þegar Atli
gekk til liðs við Bayer Uerdingen
frá Fortuna Düsseldorf, en þar
var ég fyrir. Á þeim tíma var að-
eins heimilt að tefla fram tveimur
útlendingum í hverju liði í þýsku
Bundesligunni. Atvinnumennsk-
an er harður heimur og nokkuð
ólík þeirri glansmynd sem dregin
er upp í fjölmiðlum. Atli var eldri
og reyndari en ég og reyndist mér
ómetanlegur styrkur og stuðn-
ingur í þeirri baráttu sem á sér
stað bak við tjöldin um stöður í
liði. Frammistaða Atla sem leik-
manns og þjálfara er flestum
kunn. Frábær íþróttamaður,
ósérhlífinn leiðtogi og glæsilegur
á velli. Fyrir þremur árum
hringdi Atli í mig frá Danmörku,
þar sem hann var búsettur, og
upplýsti mig um að hann hefði
verið greindur með alvarlegt
krabbamein og horfur væru ekki
góðar. Í nánast sömu orðum sagði
hann að þetta yrði sinn stærsti
leikur og hann ætlaði að vinna
hann. Hann sagðist ætla að feta
óhefðbundnar leiðir í meðferðinni
og treysta á náttúruna í stað
þeirra meðferða sem læknavís-
indin byðu upp á. Ekki fékk það
mikinn hljómgrunn hjá læknum,
sem töldu þetta óðs manns æði
hjá honum. Atli hélt sínu striki
allan tímann og naut stuðnings
fjölskyldu og vina með þessa
ákvörðun sína, þótti honum vænt
um þann stuðning. Það var mjög
lærdómsríkt að fylgja Atla í svona
mikilli nánd í þessari baráttu.
Fyrir hann var þetta leikur sem
hann ætlaði að vinna. Og hann
vann svo sannarlega hug og
hjarta allra þeirra sem urðu vitni
að styrk hans í baráttunni við
sjúkdóminn. Æðrulaus í öllu mót-
lætinu sem mætti honum, óend-
anlegt hugrekki, dugur og and-
legt þrek. Ég vona að
lærdómurinn sem ég hef dregið af
baráttu Atla kenni mér að lifa í
núvitund og með meðvitund og
láta ekki hið daglega amstur og
streð spilla gleði lífsins. Ég syrgi í
dag minn mæta vin, á morgun og
um ókomna tíð mun ég svo ylja
mér við og gleðjast yfir öllum frá-
bæru minningunum sem hann
skilur eftir sig. Atli Eðvaldsson
var hrókur alls fagnaðar innan
vallar sem utan og missir fjöl-
skyldu og vina mikill.
Lárus Guðmundsson.