Morgunblaðið - 12.09.2019, Side 55

Morgunblaðið - 12.09.2019, Side 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 ✝ Gunnar Al-bertsson frá Skagaströnd fædd- ist 7. nóvember 1933 á Keldulandi í Skagahreppi, Austur-Húna- vatnssýslu. Hann lést 27. júlí 2019 á Heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi. Gunnar var son- ur hjónanna Al- berts Erlendssonar og Sigurlínu Lárusdóttur sem bjuggu lengst af á Keldulandi. Áður höfðu þau búið austan á skaganum, Skagafjarðarmegin, á Selá og Reykjum á Reykjaströnd. Gunn- ar átti tvo bræður, Ármann Ey- dal sem var elstur og er látinn og Óla Einar sem var yngstur og býr nú á Skagaströnd. Gunnar ólst upp á Keldulandi soninn Björn Braga, f. 13. júní 1951, með Sigmundi Jóhanns- syni á Skagaströnd. Gunnar og Hrefna eignuðust saman synina Egil Bjarka, f. 16. september 1961, og Þráin Bessa, f. 17. júlí 1969. Gunnar var hluthafi og vél- stjóri á Húna HU 1, sem hann sótti nýjan til Austur-Þýska- lands árið 1957. Hann endaði sjómannsferilinn á Húna II árið 1966. Síðan vann hann á Véla- verkstæði Karls og Þórarins á Skagaströnd, svo Skipa- smíðastöð Guðmundar Lár- ussonar og loks hjá frystihúsinu Hólanesi, fyrst á verkstæði, síð- an sem vélstjóri og verkstjóri í skel- og saltfiskvinnslu og end- aði ferilinn hjá Hólanesi, sem svo sameinaðist Skagstrendingi, sem vélstjóri og verkstæðis- maður. Samhliða þessu vann hann ýmis önnur störf. Gunnar var jarðsunginn frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 9. ágúst 2019. og gekk í skóla á Hofi í Skagahreppi. Hann byrjaði 13 ára á sjó frá Skaga- strönd, fyrst á skektu, svo á trillu, síðan bátum og tog- urum frá Skaga- strönd og öðrum stöðum, eins og Suð- urnesjum, Flateyri og Akranesi. Hann tók minna mótor- vélstjóraprófið 1957 á Akureyri. Sama ár eignaðist hann son- inn Svein Odd, f. 30. nóvember 1957, d. 2011, með Guðbjörgu Sveinbjörnsdóttur, á Akranesi. Hinn 30. maí 1959 giftist Gunn- ar Hrefnu Björnsdóttur á Skagaströnd, f. 1. nóvember 1931, d. 8. október 2018, þau höfðu þá verið trúlofuð í tvö ár. Fyrir hjónaband átti Hrefna Minn kæri pabbi er nú fallinn frá. Hann var 15. munnurinn að metta á Keldulandi þegar hann fæddist. Á heimilinu voru fyrir afar og ömmur og fleira fólk. Afi Albert hafði átt báta og róið frá Selvík og Reykjum á Reykja- strönd og fyrst eftir að hann kom að Keldulandi. Þetta hefur eflaust átt sinn þátt í því að pabbi fékk snemma mikinn áhuga á öllu sem tengdist sjó. Hann byrjaði snemma sem krakki að stífla lækinn og búa til báta til að sigla þar á. Pabbi öf- undaði krakkana á Bakka af því að búa alveg niðri við sjó og geta leikið sér í fjörunni. Afi var með eldsmiðju á Keldulandi og smíð- aði mikið fyrir nágranna. Pabbi þurfti þá oft að hjálpa til við að pumpa físibelginn og fleira, og hefur eflaust lært margt þar um járnsmíði. Seinna varð hann ótrúlega flinkur smiður á járn og tré. Hann smíðaði og gaf fjöl- skyldunni og fleiri, marga fal- lega muni. Hann var t.d. snill- ingur í að búa til gamla muni eins og strokka og aska, svo eitt- hvað sé nefnt. Pabbi var barngóður og smíð- aði fyrir okkur bræðurna, barna- börnin og fleiri ýmis leikföng og leikhús. Fyrir mína syni smíðaði hann forláta leikgrind með öllum græjum og leikhús sem var bæði vinsælt. Pabbi var í eðli sínu sjómaður og bóndi. Hann byrjaði á sjó 13 ára 1946, fyrst á skektu með Há- koni Magnússyni, síðar skip- stjóra, sem var árinu eldri. þeir voru svo mikið saman á sjó síðar. Pabbi hætti til sjós 1966. Hann var lítið heima seinustu árin sem hann var á sjó vegna þess að elta þurfti síldina austur og suður, og ef landlegur voru þurfti hann að vera um borð að sinna vélbúnaði og viðhaldi. Mér var sagt að seinasta árið hefði hann verið heima innan við viku og þegar hann kom heim hefði ég orðið hræddur við þennan ókunnuga mann og flúið undir eldhúsborð. Sennilega átti það þátt í því að hann hætti til sjós. Hann var far- sæll vélstjóri og samviskusamur. Hann sagði mér margar sögur af sinni reynslu, sem voru góður lærdómur. Dugnaður var hans aðalsmerki, hann þurfti lítið að sofa og eftir að hann kom í land, vann hann oft langan vinnudag, en hann gat svo verið mjög greiðvikinn við marga þó að frí- tíminn væri stuttur. Pabbi var glettinn og spaugsamur og sá oft spaugilegu hliðina á hlutunum. Hann komst oft vel að orði og gat gert skemmtilegar grínvísur. Pabbi og mamma voru lengi með nokkrar kindur, rétt utan við þorpið, góðan stofn sem pabbi ræktaði, sem veitti þeim mikla gleði og gaf þeim mikið gott kjöt sem pabbi var snillingur að út- búa til matreiðslu. Pabbi og mamma voru mjög samrýnd, en á seinustu árum mömmu var hún með alzheimer og þurfti pabbi því mikið að sjá um hana, hann gerði það mjög vel, lét hana t.d. halda að hún væri að elda og hann að hjálpa til, þó að það væri öfugt svo henni fyndist hún hafa hlutverk. Hann sagði að nú væri komið að sér að hugsa um hana. Hann var hjá mömmu þeg- ar hún dó og þá sást glöggt hvað þau voru náin. Hann kenndi mér margt í gegnum tíðina og við unnum saman í níu ár, ég er þakklátur fyrir það .Ég sakna hans en er glaður að hann fékk að fara því hans tími var kominn. Blessuð sé minning hans. Egill Bjarki Gunnarsson. Gunnar Albertsson Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, RAGNARS S. HALLDÓRSSONAR verkfræðings og fyrrverandi forstjóra. Sérstakar þakkir fær starfsfólk í Fríðuhúsi fyrir frábæra þjónustu og umhyggju. Margrét K. Sigurðardóttir Kristín Vala Ragnarsdóttir Halldór Páll Ragnarsson Jóhanna H. Jónsdóttir Sigurður R. Ragnarsson Þórdís Kjartansdóttir Margrét Dóra Ragnarsdóttir Hjálmar Gíslason og barnabörn Ástkær eiginmaður minn , faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MARTEINN ELÍASSON, Borgarflöt 1, Stykkishólmi, lést á Landspítalanum sunnudaginn 8. september. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju föstudaginn 13. september klukkan 14. Helga Soffía Aðalsteinsdóttir Aðalsteinn Marteinsson Suras Marteinsson Valur Marteinsson Laufey Karlsdóttir Helga Marteinsdóttir Davíð Hafsteinsson Grétar Marteinsson Jóhanna Valdimarsdóttir barnabörn og langafabörn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR EYLERT GÍSLASON bóndi að Syðra-Skörðugili, lést í faðmi fjölskyldunnar á hjartadeild Landspítalans fimmtudaginn 5. september. Útförin fer fram frá Glaumbæjarkirkju föstudaginn 13. september klukkan 14. Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir Eygló Breiðfjörð Einarsdóttir Borgar J. Jónsson Einar Eðvald Einarsson Sólborg Una Pálsdóttir Elvar Eylert Einarsson Sigríður Fjóla Viktorsdóttir Eyþór Einarsson Þórdís Sigurðardóttir Sigurjón Pálmi Einarsson Linnéa Einarsson og barnabörn Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, LILJU GUÐMUNDSDÓTTUR, Furugrund 38. Einnig viljum við þakka starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fyrir ómetanlegan stuðning og umönnun í gegnum árin. Eggert Guðmundsson Kolbrún Dögg Eggertsdóttir Carmine Impagliazzo Sólrún Tinna Eggertsdóttir Mathias Warnecke Guðmundur Eggertsson Elín Mjöll Lárusdóttir Þuríður Elva Eggertsdóttir Michael Popovic og barnabörn Elskuleg eiginkona mín og amma okkar, SÓLVEIG GUÐNÝ GUNNARSDÓTTIR, Baugakór 15-17, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 6. september. Útförin fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 16. september klukkan 11. Anton Kristinsson Andri Már Helgason Ragna Lind Rúnarsdóttir Ævar Þór Helgason Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát stjúpmóður okkar og frænku, MAJ-LIS TÓMASSON. Innilegar þakkir fær starfsfólk Grundar fyrir góða umönnun. Ragnhildur Benediktsdóttir Þorgerður Benediktsdóttir Leena Täubler og fjölskyldur Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU KRISTJÖNU MÖLLER BJÖRNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sjúkrahússins á Akureyri og Heimahlynningar Akureyrar fyrir góða umönnun. Baldur Árni Beck Friðleifsson Friðbjörn Möller Baldursson Aðalheiður Guðmundsdóttir Steinar Rafn Beck Baldurs. Auður Sigurbjörnsdóttir Telma Lind Baldursdóttir barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamamma og amma, JÓNA INGVARS JÓNSDÓTTIR, Daðastöðum, lést á Landspítalanum laugardaginn 7. september. Útförin fer fram frá Einarsstaðakirkju laugardaginn 14. september klukkan 14. Hallgrímur Þorgilsson og fjölskylda Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA BJÖRT THORODDSEN tannlæknir, Seljahlíð, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 4. september. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 24. september klukkan 13. Guðmundur Auðunsson Sveinbjörn Auðunsson Eyjólfur Bjartur Eyjólfsson Guðrún Lína Thoroddsen tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem hlúðu að okkur og hjálpuðu við útför og samverustund í Hásölum þegar okkar elskulegi sonur og bróðir, STEINAR PÁLL INGÓLFSSON, Lóuhrauni 1, Hafnarfirði, lést, föstudaginn 26. júlí. Enginn gengur vísum að. Svo vöknum við saman með sól að morgni. Kærleikskveðjur Sif Jóhannesdóttir Ingólfur Arnarson Þorbjörg Hekla Ingólfsdóttir Jón Örn Ingólfsson Helgi Valur Ingólfsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR BJÖRGVINSDÓTTIR, lést í Danmörku þriðjudaginn 3. september. Útför hennar mun fara fram í kyrrþey. Lilja Sigmundsdóttir Ólafur Magnússon Simon Nielsen og barnabörn Minningarvefur á mbl.is Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningar og andlát

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.